Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2017 08:48 Ástralska leikkonan Nicole Kidman í gærkvöldi. Vísir/afp Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag, 11.11., en dagurinn leiðir jafnan til gríðarlegrar sölu á netinu. Ástæða þessarar miklu sölu er kaupæðið sem grípur Kínverja í tengslum við Dag einhleypra. Dagur einhleypra á rætur sínar til rekja til tíunda áratugarins og var hugsaður sem mótvægi við þá miklu markaðssetningu og athygli sem fylgdi Valentínusardeginum. Netverslunin Alibaba sá að mikil tækifæri fælust í deginum og hóf árið 2009 að bjóða upp á sérstök tilboð í tengslum við daginn. Umfang dagsins hefur vaxið á síðustu dögum og á hverju ári stendur Alibaba nú fyrir miklum sjónvarpsviðburði þar sem fram koma heimsþekktir listamenn. Í ár koma meðal annars listamennirnir Jessie J, Pharrell Williams, Nicole Kidman og Blue Man Group fram. Aðrar netverslanir hafa sömuleiðis stokkið á vagninn og í ár er reiknað með að netsalan í Kína muni verða meiri en sem samsvarar samanlagðri sölu á Black Friday og Cyber Monday í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters segir að á hádegi í dag að staðartíma hafi sala Alibaba verið meiri en heildarsalan á deginum í fyrra, sem var um tvö þúsund milljarðar króna. Tveimur mínútum eftir „opnun“ var salan um 125 milljarðar króna. „Á Degi einhleypra er það sport að versla, það er skemmtun,“ segir Joseph Thai, aðstoðarframkvæmdastjóri Alibaba. Dagurinn hefur jafnframt aukna í vinnu í för með sér fyrir starfsmenn Póstsins í Kína, en reiknað er með að það þurfi að senda út um tólf milljarða pakka viðskiptavina á næstu dögum. Dagur einhleypra hefur einnig náð til Íslands og er byrjað að bjóða upp á tilboð í tilefni af deginum, líkt og fram kom í frétt Glamour í gær. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag, 11.11., en dagurinn leiðir jafnan til gríðarlegrar sölu á netinu. Ástæða þessarar miklu sölu er kaupæðið sem grípur Kínverja í tengslum við Dag einhleypra. Dagur einhleypra á rætur sínar til rekja til tíunda áratugarins og var hugsaður sem mótvægi við þá miklu markaðssetningu og athygli sem fylgdi Valentínusardeginum. Netverslunin Alibaba sá að mikil tækifæri fælust í deginum og hóf árið 2009 að bjóða upp á sérstök tilboð í tengslum við daginn. Umfang dagsins hefur vaxið á síðustu dögum og á hverju ári stendur Alibaba nú fyrir miklum sjónvarpsviðburði þar sem fram koma heimsþekktir listamenn. Í ár koma meðal annars listamennirnir Jessie J, Pharrell Williams, Nicole Kidman og Blue Man Group fram. Aðrar netverslanir hafa sömuleiðis stokkið á vagninn og í ár er reiknað með að netsalan í Kína muni verða meiri en sem samsvarar samanlagðri sölu á Black Friday og Cyber Monday í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters segir að á hádegi í dag að staðartíma hafi sala Alibaba verið meiri en heildarsalan á deginum í fyrra, sem var um tvö þúsund milljarðar króna. Tveimur mínútum eftir „opnun“ var salan um 125 milljarðar króna. „Á Degi einhleypra er það sport að versla, það er skemmtun,“ segir Joseph Thai, aðstoðarframkvæmdastjóri Alibaba. Dagurinn hefur jafnframt aukna í vinnu í för með sér fyrir starfsmenn Póstsins í Kína, en reiknað er með að það þurfi að senda út um tólf milljarða pakka viðskiptavina á næstu dögum. Dagur einhleypra hefur einnig náð til Íslands og er byrjað að bjóða upp á tilboð í tilefni af deginum, líkt og fram kom í frétt Glamour í gær.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira