Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 23:15 Roy Moore. Vísir/Getty Repúblikaninn Roy Moore segir það alrangt að hann hafi elst við táningsstúlkur þegar hann var á fertugsaldri. Kona að nafni Leigh Corfman steig fram í síðustu viku og sakaði Moore í viðtali við Washington Post um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Sjálfur segir Moore að Washington Post sé að reyna að klekkja á honum og að kjósendur muni sjá í gegnum þetta „leikrit“. Corfman sagði að Moore hefði klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Sjá einnig: Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Þrjár aðrar konur ræddu við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Í ræðu fyrir framan aðra repúblikana í Alabama sagði Moore að tímasetning fréttar Washington Post, svo skömmu fyrir kosningarnar, sýni fram á að um tilraun til að grafa undan framboði hans sé að ræða. „Þessar árásir snúast um börn og eru algerlega rangar og um eitthvað sem gerðist fyrir nærri því 40 árum. Auk þess að vera rangar eru þær særandi fyrir mig persónulega. Ég hefur verið giftur eiginkonu minni Kayla í nærri því 33 ár. Við eigum fjögur börn og börnin mín eiga fimm dætur,“ sagði Moore, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing „Ég tel mjög mikilvægt að vernda ung börn. Það að verða fyrir árásum fyrir meint kynferðisbrot fer þvert á feril minn í dómstólum. Ég vil að það sé bæði fjölmiðlum og öllum sem eru hér ljóst að ég hefur ekki útvegað börnum áfengi. Ég hef ekki brotið kynferðislega á neinum. Þessar ásakanir birtast fjórum og hálfri viku fyrir kosningarnar. Af hverju núna?“ spurði Moore. Lögmaður einnar konu sem Washington Post ræddi við sagði AP fréttaveitunni að þær hefðu verið táningar og hann hefði verið valdamikill saksóknari. Þær hefðu líklega óttast að hann myndi beita kröftum sínum gegn þeim, eins og hann hafi gert í vikunni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum MeToo Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Repúblikaninn Roy Moore segir það alrangt að hann hafi elst við táningsstúlkur þegar hann var á fertugsaldri. Kona að nafni Leigh Corfman steig fram í síðustu viku og sakaði Moore í viðtali við Washington Post um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Sjálfur segir Moore að Washington Post sé að reyna að klekkja á honum og að kjósendur muni sjá í gegnum þetta „leikrit“. Corfman sagði að Moore hefði klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Sjá einnig: Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Þrjár aðrar konur ræddu við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Í ræðu fyrir framan aðra repúblikana í Alabama sagði Moore að tímasetning fréttar Washington Post, svo skömmu fyrir kosningarnar, sýni fram á að um tilraun til að grafa undan framboði hans sé að ræða. „Þessar árásir snúast um börn og eru algerlega rangar og um eitthvað sem gerðist fyrir nærri því 40 árum. Auk þess að vera rangar eru þær særandi fyrir mig persónulega. Ég hefur verið giftur eiginkonu minni Kayla í nærri því 33 ár. Við eigum fjögur börn og börnin mín eiga fimm dætur,“ sagði Moore, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing „Ég tel mjög mikilvægt að vernda ung börn. Það að verða fyrir árásum fyrir meint kynferðisbrot fer þvert á feril minn í dómstólum. Ég vil að það sé bæði fjölmiðlum og öllum sem eru hér ljóst að ég hefur ekki útvegað börnum áfengi. Ég hef ekki brotið kynferðislega á neinum. Þessar ásakanir birtast fjórum og hálfri viku fyrir kosningarnar. Af hverju núna?“ spurði Moore. Lögmaður einnar konu sem Washington Post ræddi við sagði AP fréttaveitunni að þær hefðu verið táningar og hann hefði verið valdamikill saksóknari. Þær hefðu líklega óttast að hann myndi beita kröftum sínum gegn þeim, eins og hann hafi gert í vikunni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum MeToo Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira