Annar risademantur fannst í Síerra Leóne Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2017 11:20 Presturinn Emmanuel Momoh með Friðardemantinn svokallaða í mars síðastliðinn. Annar risademantur hefur fundist í Síerra Leóne í vesturhluta Afríku á sama svæði og „Friðardemanturinn“ svokallaði fannst fyrr á árinu. Demanturinn sem um ræðir er 476 karata og um 100 grömm og er talið að hann sé í 29. sæti á lista yfir stærstu demanta sem fundist hafa í heiminum. Enn liggur ekki fyrir hvað hann er metinn á mikið. Friðardemanturinn, sem er 709 karata, fannst í Kono-héraði í austurhluta Síerra Leóne fyrir um átta mánuðum. Sahr Wonday, talsmaður þarlendra yfirvalda, segir að þessi steinn hafi einnig fundist í Kono. Námavinnslufélagið Meya Mining fann demantinn og hefur þegar fengið heimild hjá yfirvöldum til að flytja hann úr landi. Demanturinn verður seldur hæstbjóðanda á alþjóðlegu uppboði.Gera aðra tilraun til að selja demantinn Önnur tilraun verður gerð til að selja Friðardemantinn á uppboði í New York í næsta mánuði. 7,8 milljónir Bandaríkjadala, um 810 milljónir króna, voru boðnar í steininn á uppboði í maí en því boði var hafnað. Prestur í Kono fann Friðardemantinn í mars síðastliðinn kom honum í hendur yfirvalda til að þau gætu fjármagnað uppbyggingu í hinu fátæka Kono-héraði.Sá stærsti fannst 1905 Sierra Leone er eitt af fátækustu ríkjum heims en í landinu búa um sex milljónir manna. Stærsti demantur sem hefur nokkurn tímann fundist svo vitað sé fannst í Suður-Afríku árið 1905. Cullinan-demanturinn var 3.106 karata og var meðal annars notaður við gerð bresku krúnudjásnanna.Að neðan má sjá prestinn Emmanuel Momoh með Friðardemantinn svokallaða. Síerra Leóne Tengdar fréttir Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. 30. september 2009 09:18 Prestur fann risademant í Sierra Leone Emmanuel Momoh hefur komið demantinum, sem er 706 karata, í hendur forseta landsins. 17. mars 2017 13:29 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Annar risademantur hefur fundist í Síerra Leóne í vesturhluta Afríku á sama svæði og „Friðardemanturinn“ svokallaði fannst fyrr á árinu. Demanturinn sem um ræðir er 476 karata og um 100 grömm og er talið að hann sé í 29. sæti á lista yfir stærstu demanta sem fundist hafa í heiminum. Enn liggur ekki fyrir hvað hann er metinn á mikið. Friðardemanturinn, sem er 709 karata, fannst í Kono-héraði í austurhluta Síerra Leóne fyrir um átta mánuðum. Sahr Wonday, talsmaður þarlendra yfirvalda, segir að þessi steinn hafi einnig fundist í Kono. Námavinnslufélagið Meya Mining fann demantinn og hefur þegar fengið heimild hjá yfirvöldum til að flytja hann úr landi. Demanturinn verður seldur hæstbjóðanda á alþjóðlegu uppboði.Gera aðra tilraun til að selja demantinn Önnur tilraun verður gerð til að selja Friðardemantinn á uppboði í New York í næsta mánuði. 7,8 milljónir Bandaríkjadala, um 810 milljónir króna, voru boðnar í steininn á uppboði í maí en því boði var hafnað. Prestur í Kono fann Friðardemantinn í mars síðastliðinn kom honum í hendur yfirvalda til að þau gætu fjármagnað uppbyggingu í hinu fátæka Kono-héraði.Sá stærsti fannst 1905 Sierra Leone er eitt af fátækustu ríkjum heims en í landinu búa um sex milljónir manna. Stærsti demantur sem hefur nokkurn tímann fundist svo vitað sé fannst í Suður-Afríku árið 1905. Cullinan-demanturinn var 3.106 karata og var meðal annars notaður við gerð bresku krúnudjásnanna.Að neðan má sjá prestinn Emmanuel Momoh með Friðardemantinn svokallaða.
Síerra Leóne Tengdar fréttir Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. 30. september 2009 09:18 Prestur fann risademant í Sierra Leone Emmanuel Momoh hefur komið demantinum, sem er 706 karata, í hendur forseta landsins. 17. mars 2017 13:29 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. 30. september 2009 09:18
Prestur fann risademant í Sierra Leone Emmanuel Momoh hefur komið demantinum, sem er 706 karata, í hendur forseta landsins. 17. mars 2017 13:29
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila