Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 12:32 Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. Vísir/Eyþór Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. Er Agnes sökuð um að leggja Ólaf í einelti þegar hún setti hann í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Biskup Íslands tók þá ákvörðun að senda Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Nú hefur lögmaður Ólafs sent biskup bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni og er hún ekki sögð standast lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs, en einnig hafi ákvörðun verið tekin án þess að málið væri rannsakað til hlítar.Flokkast ekki undir kynferðisbrot Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir að bréf hafi verið sent þar sem biskup hafi „án laga og réttar“ sett umbjóðanda sinn í frí án nokkurrar málsmeðferðar og eðlilegs tilefnis. Í bréfinu er biskup þar að auki sakaður um að hafa lagt Ólaf í einelti og niðurlægt hann.Sjá einnig: Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Einar segir ásakanirnar ekki hafa verið rannsakaðar af lögreglu. „Þegar ásakanirnar eru lesnar, bara eins og þær koma fram, þá eru þær ekki alvarlegar. Ef til dæmis eðlileg lögreglurannsókn fer fram á ásökunum þá er ekkert óeðlilegt að menn verði settir í frí á meðan,“ segir Einar Gautur. „En það er bara ekkert slíkt í gangi. Ég er búinn að vera með fjölda kynferðisbrota fyrir dómstólum og þegar ég les málsgögnin þá flokkast þetta ekki undir kynferðisbrot. Það er verið að skjóta mýflugur með fallbyssum.“En hvað vill séra Ólafur fá fram með bréfi sínu?„Að biskup aflétti ólögmætu ástandi og hann fái að sækja sína vinnu. Svo vill hann náttúrulega afsökunarbeiðni og rétta stjórnsýslu,“segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Tengdar fréttir Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. Er Agnes sökuð um að leggja Ólaf í einelti þegar hún setti hann í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Biskup Íslands tók þá ákvörðun að senda Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Nú hefur lögmaður Ólafs sent biskup bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni og er hún ekki sögð standast lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs, en einnig hafi ákvörðun verið tekin án þess að málið væri rannsakað til hlítar.Flokkast ekki undir kynferðisbrot Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir að bréf hafi verið sent þar sem biskup hafi „án laga og réttar“ sett umbjóðanda sinn í frí án nokkurrar málsmeðferðar og eðlilegs tilefnis. Í bréfinu er biskup þar að auki sakaður um að hafa lagt Ólaf í einelti og niðurlægt hann.Sjá einnig: Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Einar segir ásakanirnar ekki hafa verið rannsakaðar af lögreglu. „Þegar ásakanirnar eru lesnar, bara eins og þær koma fram, þá eru þær ekki alvarlegar. Ef til dæmis eðlileg lögreglurannsókn fer fram á ásökunum þá er ekkert óeðlilegt að menn verði settir í frí á meðan,“ segir Einar Gautur. „En það er bara ekkert slíkt í gangi. Ég er búinn að vera með fjölda kynferðisbrota fyrir dómstólum og þegar ég les málsgögnin þá flokkast þetta ekki undir kynferðisbrot. Það er verið að skjóta mýflugur með fallbyssum.“En hvað vill séra Ólafur fá fram með bréfi sínu?„Að biskup aflétti ólögmætu ástandi og hann fái að sækja sína vinnu. Svo vill hann náttúrulega afsökunarbeiðni og rétta stjórnsýslu,“segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju.
Tengdar fréttir Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54