Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2017 06:33 Michel Barnier segir alla þurfa að vera búnir undir það að viðræðurnar sigli í strand. Vísir/AFP Michel Barnier, helsti samningamaður Evrópusambandsins, býr sig nú undir að viðræður við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. Þetta kom fram í máli Barniers við franska blaðið Le Journal du Dimanche sem ræddi við blaðið skömmu eftir að hafa gefið Bretum tveggja vikna frest til að skerpa á afstöðu sinni til nokkurra grunnágreiningsefna. Samningamaðurinn vonar að komist verði að niðurstöðu. Það væri ekki æskilegt ef viðræðurnar færu út um þúfur. Aðspurður um hverjar líkurnar á því kynnu að vera svaraði Barnier: „Það er ekki mín draumaniðurstaða en það er möguleiki. Allir þurfa að búa sig undir það; jafnt aðildarríki sem fyrirtæki. Við erum líka að búa okkur undir það. Ef viðræðurnar klikka mun það hafa afleiðingar á mörgum sviðum.“Sjá einnig: Theresa May orðin völt í sessiBrexitmálaráðherra Breta, David Davis, hefur haldið því statt og stöðugt fram að nú sé tíminn fyrir semjendur að vinna sameiginlega að lausn. Hann hélt því að sama skapi fram á föstudag að góður gangur væri í viðræðunum en að eftir stæðu „fá en veigamikil ágreiningsefni.“ Eitt þeirra eru fjárhagslegar skuldbindingar Breta við sambandið en Davis hefur gefið misvísandi svör í þeim efnum eins og fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Í samtali við Sky News í gær sagði Davis: „Í öllum samningaviðræðum reyna semjendur að ná yfirráðum yfir tímaáætluninni. Raunverulegi eindagi þessara viðræðna er, eins og vitað er, í desember.“ Vísaði hann þar til fundar leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem haldin verður í Brussel í lok árs. Brexit Tengdar fréttir „Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50 Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Michel Barnier, helsti samningamaður Evrópusambandsins, býr sig nú undir að viðræður við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. Þetta kom fram í máli Barniers við franska blaðið Le Journal du Dimanche sem ræddi við blaðið skömmu eftir að hafa gefið Bretum tveggja vikna frest til að skerpa á afstöðu sinni til nokkurra grunnágreiningsefna. Samningamaðurinn vonar að komist verði að niðurstöðu. Það væri ekki æskilegt ef viðræðurnar færu út um þúfur. Aðspurður um hverjar líkurnar á því kynnu að vera svaraði Barnier: „Það er ekki mín draumaniðurstaða en það er möguleiki. Allir þurfa að búa sig undir það; jafnt aðildarríki sem fyrirtæki. Við erum líka að búa okkur undir það. Ef viðræðurnar klikka mun það hafa afleiðingar á mörgum sviðum.“Sjá einnig: Theresa May orðin völt í sessiBrexitmálaráðherra Breta, David Davis, hefur haldið því statt og stöðugt fram að nú sé tíminn fyrir semjendur að vinna sameiginlega að lausn. Hann hélt því að sama skapi fram á föstudag að góður gangur væri í viðræðunum en að eftir stæðu „fá en veigamikil ágreiningsefni.“ Eitt þeirra eru fjárhagslegar skuldbindingar Breta við sambandið en Davis hefur gefið misvísandi svör í þeim efnum eins og fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Í samtali við Sky News í gær sagði Davis: „Í öllum samningaviðræðum reyna semjendur að ná yfirráðum yfir tímaáætluninni. Raunverulegi eindagi þessara viðræðna er, eins og vitað er, í desember.“ Vísaði hann þar til fundar leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem haldin verður í Brussel í lok árs.
Brexit Tengdar fréttir „Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50 Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
„Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50
Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49