Víkingarnir á hraðri siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2017 13:45 Case Keenum spilaði frábærlega fyrir Víkingana í gær. Vísir/Getty Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings eru á hörkusiglingu í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn fimmta sigur í röð, í þetta sinn gegn sterku liði Washington Redskins á útivelli, 38-30. Víkingarnir hafa lent í skakkaföllum í haust, sérstaklega með stöðu leikstjórnanda en öllum að óvörum hefur Case Keenum leyst Sam Bradford af með miklum myndarskap. Keenum, sem þótti ekki spila vel með LA Rams í fyrra, skorðai fjögur snertimörk með því að kasta á fjóra mismunandi samherja. Keenum kláraði alls 21 sendingu í 29 tilraunum, samtals 304 jarda. Þar af greip Adam Thielen boltann átta sinnum, samtals 166 jarda, auk þess að skora eitt snertimark. Stærstu tíðindin í gær voru líklega þau að Teddy Bridgewater, fyrrum leikstjórandi Vikings, var í hóp í fyrsta sinn í meira en 400 daga eftir að hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu. Bridgewater réð ekki við tilfinningarnar og grét á hliðarlínunni eftir að þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leik. Minnesota Vikings trónir á toppi norðurriðils Þjóðardeildarinnar með sjö sigra. Philadelphia Eagles er með besta árangur deildarinnar með átta sigra en ernirnir voru í fríi þessa helgina. New Orleans Saints og LA Rams hafa einnig unnið sjö leiki í ár og unnu afar sannfærandi sigra í gær. Saints niðurlægði Buffalo Bills og LA Rams lenti ekki í vandræðum með Houston Texans. Þessi fjögur lið standa vel að vígi fyrir úrslitakeppnina en hörð samkeppni er framundan um tvö svokölluð Wild Card-sæti í Þjóðardeildinni.Adrian Clayborn reyndist Dak Prescott afar erfiður í gær.Vísir/GettyAtlanta Falcons gæti vel blandað sér í þá baráttu en liðið minnti á sig í gær með sannfærandi sigri á Dallas, 27-7. Dallas var án lykilmanna í sókn sem voru ýmist í banni eða meiddir og áttu ekki roð gegn öflugir vörn Atlanta. Þar fór Adrian Clayborn fremstur í flokki með sex leikstjórnendafellur. Aðeins einn leikmaður í sögu NFL-deildarinnar hefur verið með fleiri fellur í einum og sama leiknum. Í Ameríkudeildinni eru Pittsburgh Steelers og New England Patriots með besta árangurinn eða sjö sigra. Bæði unnu í gær - Pittsburgh lenti að vísu í basli með slakt lið Indianapolis Colts en vann að lokum sigur. Þá lentu meistararnir í Patriots í engum vandræðum með Denver Broncos í nótt. Þess má svo geta að San Francisco 49ers vann loksins sigur er liðið skellti lánlausu liði NY Giants, 31-21. Það þýðir að aðeins eitt lið er án sigurs í deildinni en Cleveland Browns hefur tapað öllum níu leikjum sínum til þessa. Tveir leikir verða að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. Klukkan 18.00 mætast Minnesota Vikings og LA Rams en klukkan 21.25 verður leikur Oakland Raiders og New England Patriots sýndur.Hér má sjá svipmyndir úr öllum leikjum helgarinnar, á YouTube-rás NFL.Úrslit gærdagsins: New Orleans - Buffalo 47-10 Chicago - Green Bay 16-23 Detroit - Cleveland 38-24 Indianapolis - Pittsburgh 17-20 Jacksonville - LA Chargers 20-17 Tampa Bay - NY Jets 15-10 Tennessee - Cincinnati 24-20 Washington - Minnesota 30-38 LA Rams - Houston 33-27 Atlanta - Dallas 27-7 San Francisco - NY Giants 31-21 Denver - New England 16-41 NFL Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Sjá meira
Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings eru á hörkusiglingu í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn fimmta sigur í röð, í þetta sinn gegn sterku liði Washington Redskins á útivelli, 38-30. Víkingarnir hafa lent í skakkaföllum í haust, sérstaklega með stöðu leikstjórnanda en öllum að óvörum hefur Case Keenum leyst Sam Bradford af með miklum myndarskap. Keenum, sem þótti ekki spila vel með LA Rams í fyrra, skorðai fjögur snertimörk með því að kasta á fjóra mismunandi samherja. Keenum kláraði alls 21 sendingu í 29 tilraunum, samtals 304 jarda. Þar af greip Adam Thielen boltann átta sinnum, samtals 166 jarda, auk þess að skora eitt snertimark. Stærstu tíðindin í gær voru líklega þau að Teddy Bridgewater, fyrrum leikstjórandi Vikings, var í hóp í fyrsta sinn í meira en 400 daga eftir að hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu. Bridgewater réð ekki við tilfinningarnar og grét á hliðarlínunni eftir að þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leik. Minnesota Vikings trónir á toppi norðurriðils Þjóðardeildarinnar með sjö sigra. Philadelphia Eagles er með besta árangur deildarinnar með átta sigra en ernirnir voru í fríi þessa helgina. New Orleans Saints og LA Rams hafa einnig unnið sjö leiki í ár og unnu afar sannfærandi sigra í gær. Saints niðurlægði Buffalo Bills og LA Rams lenti ekki í vandræðum með Houston Texans. Þessi fjögur lið standa vel að vígi fyrir úrslitakeppnina en hörð samkeppni er framundan um tvö svokölluð Wild Card-sæti í Þjóðardeildinni.Adrian Clayborn reyndist Dak Prescott afar erfiður í gær.Vísir/GettyAtlanta Falcons gæti vel blandað sér í þá baráttu en liðið minnti á sig í gær með sannfærandi sigri á Dallas, 27-7. Dallas var án lykilmanna í sókn sem voru ýmist í banni eða meiddir og áttu ekki roð gegn öflugir vörn Atlanta. Þar fór Adrian Clayborn fremstur í flokki með sex leikstjórnendafellur. Aðeins einn leikmaður í sögu NFL-deildarinnar hefur verið með fleiri fellur í einum og sama leiknum. Í Ameríkudeildinni eru Pittsburgh Steelers og New England Patriots með besta árangurinn eða sjö sigra. Bæði unnu í gær - Pittsburgh lenti að vísu í basli með slakt lið Indianapolis Colts en vann að lokum sigur. Þá lentu meistararnir í Patriots í engum vandræðum með Denver Broncos í nótt. Þess má svo geta að San Francisco 49ers vann loksins sigur er liðið skellti lánlausu liði NY Giants, 31-21. Það þýðir að aðeins eitt lið er án sigurs í deildinni en Cleveland Browns hefur tapað öllum níu leikjum sínum til þessa. Tveir leikir verða að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. Klukkan 18.00 mætast Minnesota Vikings og LA Rams en klukkan 21.25 verður leikur Oakland Raiders og New England Patriots sýndur.Hér má sjá svipmyndir úr öllum leikjum helgarinnar, á YouTube-rás NFL.Úrslit gærdagsins: New Orleans - Buffalo 47-10 Chicago - Green Bay 16-23 Detroit - Cleveland 38-24 Indianapolis - Pittsburgh 17-20 Jacksonville - LA Chargers 20-17 Tampa Bay - NY Jets 15-10 Tennessee - Cincinnati 24-20 Washington - Minnesota 30-38 LA Rams - Houston 33-27 Atlanta - Dallas 27-7 San Francisco - NY Giants 31-21 Denver - New England 16-41
NFL Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Sjá meira