Flugfreyjufélagið harmar stofnun nýs stéttarfélags flugliða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. nóvember 2017 13:40 Flugliðar WOW air eru ósáttir við Flugfreyjufélagið. Vísir/vilhelm Stjórn Flugfreyjufélags Íslands harmar áætlanir flugliða WOW air um að stofna nýtt stéttarfélag flugliða. Stjórnin telur mikilvægt að að félagsmenn Flugfreyjufélagsins standi saman til að tryggja hagsmuni stéttarinnar sem heild. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Flugfreyjufélagsins í tilefni þess að boðað hefur verið til stofnfundar Sambands íslenskra flugliða þann 20. nóvember næstkomandi. Félagið mun verða nýtt stéttarfélag flugliða og að því standa flugliðar hjá WOW air. Telja þeir sig hafa lága rödd innan Flugfreyjufélagsins auk þess sem þeir telja að hagsmunum flugliða WOW air sé ekki best gætt innan Flugfreyufélagsins. Þessu er vísað á bug af stjórn Flugfreyjufélagsins. Í tilkynningunni segir að flugliðar WOW air hafi frá stofnun flugfélagsins notið góðs af reynslu og þeirri kjarabaráttu sem félagið hefur staðið fyrir. Réttindi og kjör flugliða WOW air hafi verið tryggð eins og unnt er í þeim tveimur kjarasamningum sem Flugfreyjufélagið og WOW air hafi staðið.Samningurinn tryggi ekki eðlilegar launahækkanir Kjarasamningur flugliða WOW air hefur verið laus frá því í september í fyrra og hafa formlegar samningaviðræður staðið yfir á árinu. Samningar hafa náðst og vilja flugliðar WOW air fá að kjósa um samninginn. Segja flugliðar WOW air sem standa að hinu nýja stéttarfélagi að formaður Flugfreyjufélagsins hafi ekki viljað skrifa undir hinn nýja kjarasamning og því væri ekki hægt að kjósa um hann. Í yfirlýsingu Flugfreyjufélagsins segir að samkvæmt lögum félagsins þurfi að leggja formlegt mat á samninginn sem ekki hafi farið fram. Þá tryggi samningurinn sem liggur fyrir ekki eðlilegar launahækkanir „Stjórn FFÍ hefur lagt á það áherslu að farið sé eftir lögum félagsins og lagt verði formlegt mat á þann kjarasamning sem samninganefnd er tilbúin að setja nafn sitt við. Það heildarmat hefur ekki farið fram. Sá samningur sem liggur til grundvallar tryggir ekki eðlilegar og réttmætar launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði en hlutverk FFÍ er að standa vörð um og tryggja hagsmuni allra félagsmanna.“ Segir stjórn Flugfreyjufélagsins að „að unnið sé að heilindum í málinu og að hagsmunir félagsmanna eru ávallt hafðir að leiðarljós. Markmiðið er að tryggja kjör og réttindi félagsmanna á sem bestan hátt, nú sem og endranær.“Yfirlýsing stjórnar Flugfreyjufélags Íslands vegna fréttatilkynningar um stofnun nýs stéttarfélags fyrir flugliða„Stjórn FFÍ harmar þá leið sem farin er í kjarabaráttu flugfreyja og flugþjóna hjá Wow air og boðuð er í fyrrgreindri fréttatilkynningu.Styrkur FFÍ felst í samstöðu allra félagsmanna í að tryggja hagsmuni sína og stéttarinnar í heild. Í nútíma vinnuumhverfi þar sem frjáls för vinnuafls og undirboð eru tíðkuð m.a. með erlendu ódýrum vinnuafla með takmörkuð réttindi, er enn brýnna en áður að félagsmenn standi saman og vinni saman að hagsmunum sínum.Allt frá stofnun Wow air á árinu 2012 hefur FFÍ verið flugfreyjum og flugþjónum sem starfað hafa hjá félaginu innan handar og gætt hagsmuna þeirra í hvívetna. Flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hafa þannig notið góðs af áratuga reynslu félagsins og þeirri kjarabaráttu sem félagið hefur staðið fyrir m.a. með þvinguðum vinnumarkaðsúrræðum.Í þeim tveim kjarasamningum sem FFÍ og Wow air hafa staðið að þá hafa réttindi og kjör flugfreyja og flugþjóna verið tryggð eins og unnt er og hefur verið gætt samræmis milli hópa svo allir hafa getað vel við unað þó svo alltaf megi gera betur.Stjórn FFÍ harma þau ummæli sem fram koma í fyrrgreindri fréttatilkynningu og mótmælir harðlega að flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hafi lítið vægi innan FFÍ. Hið rétta er að félagið hefur lagt sig fram allt frá stofnun Wow air að mismuna ekki félagsmönnum og hefur FFÍ gætt hagsmuna flugliða hjá Wow air fullum fetum.Stjórn FFÍ var kunnugt um þann stöðufund sem samninganefnd Wow air hélt þann 27. október sl. en var ekki kunnugt um að flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hefðu ákveðið að stofna nýtt félag, fyrr en með fréttatilkynningu þess efnis. Fundur þessi var alfarið haldinn af samninganefnd og án aðkomu FFÍ.Stjórn FFÍ hefur lagt á það áherslu að farið sé eftir lögum félagsins og lagt verði formlegt mat á þann kjarasamning sem samninganefnd er tilbúin að setja nafn sitt við. Það heildarmat hefur ekki farið fram. Sá samningur sem liggur til grundvallar tryggir ekki eðlilegar og réttmætar launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði en hlutverk FFÍ er að standa vörð um og tryggja hagsmuni allra félagsmanna.Stjórn FFÍ vill koma þvi á framfæri að unnið sé að heilindum í málinu og að hagsmunir félagsmanna eru ávallt hafðir að leiðarljós. Markmiðið er að tryggja kjör og réttindi félagsmanna á sem bestan hátt, nú sem og endranær.F.h. stjórnar FFÍ.Berglind Hafsteinsdóttir“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugliðar WOW air stofna nýtt stéttarfélag Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2017 08:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Stjórn Flugfreyjufélags Íslands harmar áætlanir flugliða WOW air um að stofna nýtt stéttarfélag flugliða. Stjórnin telur mikilvægt að að félagsmenn Flugfreyjufélagsins standi saman til að tryggja hagsmuni stéttarinnar sem heild. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Flugfreyjufélagsins í tilefni þess að boðað hefur verið til stofnfundar Sambands íslenskra flugliða þann 20. nóvember næstkomandi. Félagið mun verða nýtt stéttarfélag flugliða og að því standa flugliðar hjá WOW air. Telja þeir sig hafa lága rödd innan Flugfreyjufélagsins auk þess sem þeir telja að hagsmunum flugliða WOW air sé ekki best gætt innan Flugfreyufélagsins. Þessu er vísað á bug af stjórn Flugfreyjufélagsins. Í tilkynningunni segir að flugliðar WOW air hafi frá stofnun flugfélagsins notið góðs af reynslu og þeirri kjarabaráttu sem félagið hefur staðið fyrir. Réttindi og kjör flugliða WOW air hafi verið tryggð eins og unnt er í þeim tveimur kjarasamningum sem Flugfreyjufélagið og WOW air hafi staðið.Samningurinn tryggi ekki eðlilegar launahækkanir Kjarasamningur flugliða WOW air hefur verið laus frá því í september í fyrra og hafa formlegar samningaviðræður staðið yfir á árinu. Samningar hafa náðst og vilja flugliðar WOW air fá að kjósa um samninginn. Segja flugliðar WOW air sem standa að hinu nýja stéttarfélagi að formaður Flugfreyjufélagsins hafi ekki viljað skrifa undir hinn nýja kjarasamning og því væri ekki hægt að kjósa um hann. Í yfirlýsingu Flugfreyjufélagsins segir að samkvæmt lögum félagsins þurfi að leggja formlegt mat á samninginn sem ekki hafi farið fram. Þá tryggi samningurinn sem liggur fyrir ekki eðlilegar launahækkanir „Stjórn FFÍ hefur lagt á það áherslu að farið sé eftir lögum félagsins og lagt verði formlegt mat á þann kjarasamning sem samninganefnd er tilbúin að setja nafn sitt við. Það heildarmat hefur ekki farið fram. Sá samningur sem liggur til grundvallar tryggir ekki eðlilegar og réttmætar launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði en hlutverk FFÍ er að standa vörð um og tryggja hagsmuni allra félagsmanna.“ Segir stjórn Flugfreyjufélagsins að „að unnið sé að heilindum í málinu og að hagsmunir félagsmanna eru ávallt hafðir að leiðarljós. Markmiðið er að tryggja kjör og réttindi félagsmanna á sem bestan hátt, nú sem og endranær.“Yfirlýsing stjórnar Flugfreyjufélags Íslands vegna fréttatilkynningar um stofnun nýs stéttarfélags fyrir flugliða„Stjórn FFÍ harmar þá leið sem farin er í kjarabaráttu flugfreyja og flugþjóna hjá Wow air og boðuð er í fyrrgreindri fréttatilkynningu.Styrkur FFÍ felst í samstöðu allra félagsmanna í að tryggja hagsmuni sína og stéttarinnar í heild. Í nútíma vinnuumhverfi þar sem frjáls för vinnuafls og undirboð eru tíðkuð m.a. með erlendu ódýrum vinnuafla með takmörkuð réttindi, er enn brýnna en áður að félagsmenn standi saman og vinni saman að hagsmunum sínum.Allt frá stofnun Wow air á árinu 2012 hefur FFÍ verið flugfreyjum og flugþjónum sem starfað hafa hjá félaginu innan handar og gætt hagsmuna þeirra í hvívetna. Flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hafa þannig notið góðs af áratuga reynslu félagsins og þeirri kjarabaráttu sem félagið hefur staðið fyrir m.a. með þvinguðum vinnumarkaðsúrræðum.Í þeim tveim kjarasamningum sem FFÍ og Wow air hafa staðið að þá hafa réttindi og kjör flugfreyja og flugþjóna verið tryggð eins og unnt er og hefur verið gætt samræmis milli hópa svo allir hafa getað vel við unað þó svo alltaf megi gera betur.Stjórn FFÍ harma þau ummæli sem fram koma í fyrrgreindri fréttatilkynningu og mótmælir harðlega að flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hafi lítið vægi innan FFÍ. Hið rétta er að félagið hefur lagt sig fram allt frá stofnun Wow air að mismuna ekki félagsmönnum og hefur FFÍ gætt hagsmuna flugliða hjá Wow air fullum fetum.Stjórn FFÍ var kunnugt um þann stöðufund sem samninganefnd Wow air hélt þann 27. október sl. en var ekki kunnugt um að flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hefðu ákveðið að stofna nýtt félag, fyrr en með fréttatilkynningu þess efnis. Fundur þessi var alfarið haldinn af samninganefnd og án aðkomu FFÍ.Stjórn FFÍ hefur lagt á það áherslu að farið sé eftir lögum félagsins og lagt verði formlegt mat á þann kjarasamning sem samninganefnd er tilbúin að setja nafn sitt við. Það heildarmat hefur ekki farið fram. Sá samningur sem liggur til grundvallar tryggir ekki eðlilegar og réttmætar launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði en hlutverk FFÍ er að standa vörð um og tryggja hagsmuni allra félagsmanna.Stjórn FFÍ vill koma þvi á framfæri að unnið sé að heilindum í málinu og að hagsmunir félagsmanna eru ávallt hafðir að leiðarljós. Markmiðið er að tryggja kjör og réttindi félagsmanna á sem bestan hátt, nú sem og endranær.F.h. stjórnar FFÍ.Berglind Hafsteinsdóttir“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugliðar WOW air stofna nýtt stéttarfélag Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2017 08:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Flugliðar WOW air stofna nýtt stéttarfélag Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2017 08:26