Ég trúi Telma Tómasson skrifar 14. nóvember 2017 07:00 Hvað trúir þú á, ef ekki guð?“ spyr predikari forviða, hvessir á mig augun, röddin höst. Ágætis spurning í upptakti jólaflóðs. Eilífðarspurning um ást hinna umburðarlyndu, ógnir stríðs, fegurð handanlífs, upphaf átaka, leynd hins yfirnáttúrulega, veldi hempunnar, altæka skipun tilverunnar. Kristni, íslam, búddismi… Tilgangur lífsins? Myndin er þessi. Í sveitinni í denn var oft myrkur svo svart að ekki sást handa skil. Stundum fegurð, stundum ógn. Engin ljós til að lýsa upp landslag. Drengur um tíu ára gengur hægum skrefum upp brekku í Borgarfirði, týran frá bænum minnkar eftir því sem hann fjarlægist. Bandbeislið danglar í kæruleysislegri sveiflu. Grána bíður á túninu í ljósaskiptunum. Þokuslæða sveipar dalina dulúð. Móðir og sonur, á að giska jafnaldri drengsins, birtast skyndilega við brekkubrún. Piltur pírir augun, þetta eru ókunnugir. Þau eru lágvaxin og klæðnaður vekur athygli. Konan er í síðum kjól, drengurinn í stuttbuxum. Engan veginn tíska þess dags. Mæðgin hverfa jafn skjótt og þau birtast. „Þetta voru álfar,“ segir hávaxni, svipfagri öldungurinn. Hörkutólið, sem flaug um himinhvolfin, sigldi um höfin blá, heimsótti fjarlægar lendur. „Ég man sem það hafi gerst í gær. Og skrökva engu.“ Hann trúði á handanheim og frelsi andans. Bara ekki á guð. „Trú er laus við merkimiða,“ sagði hann. Og þannig hófst mín trú á lækinn sem tifar létt um máða steina, fjallanöfnin, náttúruna og landslagið sem væri lítils virði ef það héti ekki neitt. Trúin á galdur þess að berast á fáki fráum. Að vera kóngur um stund. Trúin á tímann sem er eins og vatnið. Og að sigra heiminn sé eins og að spila á spil. Þessi fallegi dagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Telma Tómasson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun
Hvað trúir þú á, ef ekki guð?“ spyr predikari forviða, hvessir á mig augun, röddin höst. Ágætis spurning í upptakti jólaflóðs. Eilífðarspurning um ást hinna umburðarlyndu, ógnir stríðs, fegurð handanlífs, upphaf átaka, leynd hins yfirnáttúrulega, veldi hempunnar, altæka skipun tilverunnar. Kristni, íslam, búddismi… Tilgangur lífsins? Myndin er þessi. Í sveitinni í denn var oft myrkur svo svart að ekki sást handa skil. Stundum fegurð, stundum ógn. Engin ljós til að lýsa upp landslag. Drengur um tíu ára gengur hægum skrefum upp brekku í Borgarfirði, týran frá bænum minnkar eftir því sem hann fjarlægist. Bandbeislið danglar í kæruleysislegri sveiflu. Grána bíður á túninu í ljósaskiptunum. Þokuslæða sveipar dalina dulúð. Móðir og sonur, á að giska jafnaldri drengsins, birtast skyndilega við brekkubrún. Piltur pírir augun, þetta eru ókunnugir. Þau eru lágvaxin og klæðnaður vekur athygli. Konan er í síðum kjól, drengurinn í stuttbuxum. Engan veginn tíska þess dags. Mæðgin hverfa jafn skjótt og þau birtast. „Þetta voru álfar,“ segir hávaxni, svipfagri öldungurinn. Hörkutólið, sem flaug um himinhvolfin, sigldi um höfin blá, heimsótti fjarlægar lendur. „Ég man sem það hafi gerst í gær. Og skrökva engu.“ Hann trúði á handanheim og frelsi andans. Bara ekki á guð. „Trú er laus við merkimiða,“ sagði hann. Og þannig hófst mín trú á lækinn sem tifar létt um máða steina, fjallanöfnin, náttúruna og landslagið sem væri lítils virði ef það héti ekki neitt. Trúin á galdur þess að berast á fáki fráum. Að vera kóngur um stund. Trúin á tímann sem er eins og vatnið. Og að sigra heiminn sé eins og að spila á spil. Þessi fallegi dagur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun