„Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 20:45 Beverly Young Nelson og lögfræðingur hennar Gloria Allred. Vísir/AFP Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. Nú hafa tvær konur sagt Moore hafa brotið gegn sér en þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. Beverly Young Nelson segist hafa verið sextán ára gömul og verið að vinna sem gengilbeina þegar Moore hafi reglulega komið á veitingastaðinn sem hún var að vinna á. Þar hafi hann oft hrósað henni fyrir útlit hennar, daðrað við hana og snert á henni hárið. Eitt kvöld hafi hann boðist til þess að aka henni heim úr vinnu hennar, sem hún þáði. Á blaðamannafundi nú í kvöld sagði Nelson að hún hefði þáð farið þar sem Moore hefði verið saksóknari á þeim tíma.„Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Hún segir hann þó hafa stoppað bílinn í húsasundi og læst honum. Því næst hafi hann káfað á henni og reynt að þvinga hana til munnmaka. Þegar það gekk ekki segir Nelson að hann hafi sagt við hana: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari. Ef þú segir einhverjum frá þessu mun enginn trúa þér“ og sleppt henni úr bílnum. Nelson segist ekki vera á eftir því að Moore verði ákærður né ætli hún sjálf að höfða mál gegn honum. Það eina sem hún vilji sé að bera vitni fyrir þingnefnd og undir eiðstaf. Þannig vill hún þvinga Moore til að svara fyrir ásakanirnar sem hafa verið lagðar fram gegn honum. Kosið verður um öldungadeildarsæti Alabama þann 12. desember. Jeff Sessions skildi það eftir sig þegar hann varð dómsmálaráðherra. Roy Moore er frambjóðandi Repúblikanaflokksins og hafa æðstu menn flokksins kallað eftir því að hann stigi til hliðar.Skrifaði í árbók hennar Moore sjálfur hefur þó sagt að ekkert sé til í þessum ásökunum og um sé að ræða „nornaveiðar“ og árásir pólitískra andstæðinga sinna. Nelson segir að hún hafi engum sagt frá þessu í fyrstu og hún hafi óttast Moore. Hún hafi falið marbletti sína með farða og hætt í vinnunni daginn eftir. Hún hafi aldrei farið aftur á veitingastaðinn. Þá segir hún að þetta komi stjórnmálum ekkert við, hún og eiginmaður hennar hafi kosið Donald Trump til forseta. Hún segir einnig að hún hafi aldrei vitað af öðrum fórnarlömbum Moore og líklega hefði hún tekið þetta leyndarmál með sér í gröfina ef hinar konurnar fjórar hefðu ekki stigið fram. Máli sínu til stuðnings sýndi Nelson blaðamönnum texta sem Moore á að hafa skrifað í árbók hennar frá skólanum. „Ég gæti ekki sagt gleðileg jól við sætari og fallegri stelpu. Jólin 1977. Roy Moore, saksóknari.“Ms. Nelson's printed statement includes a picture of Moore's note in her yearbook... "Love, Roy Moore D.A." pic.twitter.com/cXfLThHkb0 — Michael Del Moro (@MikeDelMoro) November 13, 2017 Í tilkynningu sem Moore sendi frá sér fyrir blaðamannafund Nelson gagnrýndi hann Gloriu Allred, lögmann hennar harðlega. Allred hefur hjálpað þó nokkrum konum að segja frá kynferðisbrotum á undanförnum vikum og mánuðum. Moore sagði Allred leiða „nornaveiðarnar“ gegn sér og að hann væri saklaus. Hann hefði aldrei brotið kynferðislega gegn nokkri manneskju. Þar að auki sagði í tilkynningunni að hann myndi leita réttar síns gegn þeim sem hafi borið hann sökum. Á blaðamannafundinum viðurkenndi Allred að vera skráð í Demókrataflokkinn. Það kæmi málinu hins vegar ekkert við. Hún segir Nelson hafa haft samband við sig en ekki öfugt. Fjöldi þingamannan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Moore stigi til hliðlar og jafnvel hefur verið stungið upp á því að ef hann vinni kosningarnar og fái sæti á öldudeild Bandaríkjaþings kjósi aðrir þingmenn um að reka hann frá þinginu. Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McConnel vill að Moore stigi til hliðar „Ég trúi konununum,“ segir leiðtogi Repúblikana á öldungadeild Bandaríkjaþings. 13. nóvember 2017 17:47 Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. Nú hafa tvær konur sagt Moore hafa brotið gegn sér en þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. Beverly Young Nelson segist hafa verið sextán ára gömul og verið að vinna sem gengilbeina þegar Moore hafi reglulega komið á veitingastaðinn sem hún var að vinna á. Þar hafi hann oft hrósað henni fyrir útlit hennar, daðrað við hana og snert á henni hárið. Eitt kvöld hafi hann boðist til þess að aka henni heim úr vinnu hennar, sem hún þáði. Á blaðamannafundi nú í kvöld sagði Nelson að hún hefði þáð farið þar sem Moore hefði verið saksóknari á þeim tíma.„Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Hún segir hann þó hafa stoppað bílinn í húsasundi og læst honum. Því næst hafi hann káfað á henni og reynt að þvinga hana til munnmaka. Þegar það gekk ekki segir Nelson að hann hafi sagt við hana: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari. Ef þú segir einhverjum frá þessu mun enginn trúa þér“ og sleppt henni úr bílnum. Nelson segist ekki vera á eftir því að Moore verði ákærður né ætli hún sjálf að höfða mál gegn honum. Það eina sem hún vilji sé að bera vitni fyrir þingnefnd og undir eiðstaf. Þannig vill hún þvinga Moore til að svara fyrir ásakanirnar sem hafa verið lagðar fram gegn honum. Kosið verður um öldungadeildarsæti Alabama þann 12. desember. Jeff Sessions skildi það eftir sig þegar hann varð dómsmálaráðherra. Roy Moore er frambjóðandi Repúblikanaflokksins og hafa æðstu menn flokksins kallað eftir því að hann stigi til hliðar.Skrifaði í árbók hennar Moore sjálfur hefur þó sagt að ekkert sé til í þessum ásökunum og um sé að ræða „nornaveiðar“ og árásir pólitískra andstæðinga sinna. Nelson segir að hún hafi engum sagt frá þessu í fyrstu og hún hafi óttast Moore. Hún hafi falið marbletti sína með farða og hætt í vinnunni daginn eftir. Hún hafi aldrei farið aftur á veitingastaðinn. Þá segir hún að þetta komi stjórnmálum ekkert við, hún og eiginmaður hennar hafi kosið Donald Trump til forseta. Hún segir einnig að hún hafi aldrei vitað af öðrum fórnarlömbum Moore og líklega hefði hún tekið þetta leyndarmál með sér í gröfina ef hinar konurnar fjórar hefðu ekki stigið fram. Máli sínu til stuðnings sýndi Nelson blaðamönnum texta sem Moore á að hafa skrifað í árbók hennar frá skólanum. „Ég gæti ekki sagt gleðileg jól við sætari og fallegri stelpu. Jólin 1977. Roy Moore, saksóknari.“Ms. Nelson's printed statement includes a picture of Moore's note in her yearbook... "Love, Roy Moore D.A." pic.twitter.com/cXfLThHkb0 — Michael Del Moro (@MikeDelMoro) November 13, 2017 Í tilkynningu sem Moore sendi frá sér fyrir blaðamannafund Nelson gagnrýndi hann Gloriu Allred, lögmann hennar harðlega. Allred hefur hjálpað þó nokkrum konum að segja frá kynferðisbrotum á undanförnum vikum og mánuðum. Moore sagði Allred leiða „nornaveiðarnar“ gegn sér og að hann væri saklaus. Hann hefði aldrei brotið kynferðislega gegn nokkri manneskju. Þar að auki sagði í tilkynningunni að hann myndi leita réttar síns gegn þeim sem hafi borið hann sökum. Á blaðamannafundinum viðurkenndi Allred að vera skráð í Demókrataflokkinn. Það kæmi málinu hins vegar ekkert við. Hún segir Nelson hafa haft samband við sig en ekki öfugt. Fjöldi þingamannan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Moore stigi til hliðlar og jafnvel hefur verið stungið upp á því að ef hann vinni kosningarnar og fái sæti á öldudeild Bandaríkjaþings kjósi aðrir þingmenn um að reka hann frá þinginu.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McConnel vill að Moore stigi til hliðar „Ég trúi konununum,“ segir leiðtogi Repúblikana á öldungadeild Bandaríkjaþings. 13. nóvember 2017 17:47 Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
McConnel vill að Moore stigi til hliðar „Ég trúi konununum,“ segir leiðtogi Repúblikana á öldungadeild Bandaríkjaþings. 13. nóvember 2017 17:47
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15
Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15