Moore hefur einangrast verulega eftir að ásakanirnar voru settar fram en kosningarnar í Alabama munu fara fram þann tólfta desember og of seint er að taka Moore af kjörseðlinum. Repúblikanar hafa verið að kanna aðra möguleika eins og að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars frambjóðanda.
Samkvæmt frétt Politico hafa öldungadeildarþingmenn einnig verið að velta upp þeim möguleika að kjósa um að reka Moore frá þinginu nái hann kjöri.
Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“
Sjálfur segir Moore að ásakanirnar gegn honum séu nornaveiðar og drifnar áfram af pólitískum andstæðingum sínum.
Jones hefur mælst með meiri stuðning en Moore eftir að ásakanirnar gegn honum litu dagsins ljós. Þar að auki er ljóst að ákvörðun Landsnefndar Repúblikanaflokksins muni gera honum mun erfiðara að ná kjöri.