Alfreð auglýsir íslenska reðursafnið í nýju viðtali í Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 09:15 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason hefur gert mjög góða hluti með Augsburg í Bundesligunni á þessu tímabili og er síðan auðvitað kominn með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Alfreð gat ekki hjálpað íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Katar vegna meiðsla en verður vonandi orðinn klár í slaginn þegar þýska deildin hefst á ný. Alfreð er kominn með fimm mörk í tíu deildarleikjum á þessu tímabili en þar á meðal er þrenna á móti Köln. Alfreð var tekinn í viðtal í DW Kickoff þættinum á Deutsche Welle sjónvarpstöðinni þar sem hann ræddi meðal annars árangur íslenska landsliðsins sem er nú með á HM í fótbolta í fyrsta sinn. „Við erum ein stór fjölskylda á Íslandi. Sex til sjö af bestu vinum mínum eru sem dæmi með mér í landsliðinu. Það sést líka á leik okkar því við erum að berjast fyrir hvern annan og það vita líka allir í dag að við förum í alla leiki til að vinna og þá skiptir það ekki máli þótt að við séum að spila við England, Brasilíu eða Króatíu,“ sagði Alfreð í þessu viðtali. „Þetta er hugarfar okkar Íslendinga. Sumir kalla okkur kannski vitleysinga að halda að við getum unnið alla en það er bara hluti af okkar DNA,“ sagði Alfreð. Alfreð var spurður út í heimkomuna ógleymanlegu eftir Evrópumótið og svo að sjálfsögðu hið heimsfræga Víkingaklapp. „Þótt að við höfum ekki planað það þannig þá var Víkingaklappið snilldar markaðsherferð fyrir liðið. Það héldu mjög margir með okkar liði og flestir hrifust líka af því hversu tengdir við vorum stuðningsfólki okkar,“ sagði Alfreð. Alfreð segist ekki vera mikill aðdáandi þýska matarins en tekur það jafnframt fram að það sé margt gott í Þýkalandi. Alfreð er líka spurður út í hluti tengdum Íslandi í viðtalinu og þá sérstaklega það sem spyrlinum þóttu skrítnir. Þar segir Alfreð skoðun sína á þorramat, álfum og síðast en ekki síst þá auglýsir íslenski landsliðsframherjinn íslenska reðursafnið í þessu viðtali. Hvort þýskum gestum fjölgi í safninu á næstunni verður hinsvegar bara að koma í ljós. Það má sjá allt viðtalið við Alfreð hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Alfreð Finnbogason hefur gert mjög góða hluti með Augsburg í Bundesligunni á þessu tímabili og er síðan auðvitað kominn með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Alfreð gat ekki hjálpað íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Katar vegna meiðsla en verður vonandi orðinn klár í slaginn þegar þýska deildin hefst á ný. Alfreð er kominn með fimm mörk í tíu deildarleikjum á þessu tímabili en þar á meðal er þrenna á móti Köln. Alfreð var tekinn í viðtal í DW Kickoff þættinum á Deutsche Welle sjónvarpstöðinni þar sem hann ræddi meðal annars árangur íslenska landsliðsins sem er nú með á HM í fótbolta í fyrsta sinn. „Við erum ein stór fjölskylda á Íslandi. Sex til sjö af bestu vinum mínum eru sem dæmi með mér í landsliðinu. Það sést líka á leik okkar því við erum að berjast fyrir hvern annan og það vita líka allir í dag að við förum í alla leiki til að vinna og þá skiptir það ekki máli þótt að við séum að spila við England, Brasilíu eða Króatíu,“ sagði Alfreð í þessu viðtali. „Þetta er hugarfar okkar Íslendinga. Sumir kalla okkur kannski vitleysinga að halda að við getum unnið alla en það er bara hluti af okkar DNA,“ sagði Alfreð. Alfreð var spurður út í heimkomuna ógleymanlegu eftir Evrópumótið og svo að sjálfsögðu hið heimsfræga Víkingaklapp. „Þótt að við höfum ekki planað það þannig þá var Víkingaklappið snilldar markaðsherferð fyrir liðið. Það héldu mjög margir með okkar liði og flestir hrifust líka af því hversu tengdir við vorum stuðningsfólki okkar,“ sagði Alfreð. Alfreð segist ekki vera mikill aðdáandi þýska matarins en tekur það jafnframt fram að það sé margt gott í Þýkalandi. Alfreð er líka spurður út í hluti tengdum Íslandi í viðtalinu og þá sérstaklega það sem spyrlinum þóttu skrítnir. Þar segir Alfreð skoðun sína á þorramat, álfum og síðast en ekki síst þá auglýsir íslenski landsliðsframherjinn íslenska reðursafnið í þessu viðtali. Hvort þýskum gestum fjölgi í safninu á næstunni verður hinsvegar bara að koma í ljós. Það má sjá allt viðtalið við Alfreð hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira