Alfreð auglýsir íslenska reðursafnið í nýju viðtali í Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 09:15 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason hefur gert mjög góða hluti með Augsburg í Bundesligunni á þessu tímabili og er síðan auðvitað kominn með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Alfreð gat ekki hjálpað íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Katar vegna meiðsla en verður vonandi orðinn klár í slaginn þegar þýska deildin hefst á ný. Alfreð er kominn með fimm mörk í tíu deildarleikjum á þessu tímabili en þar á meðal er þrenna á móti Köln. Alfreð var tekinn í viðtal í DW Kickoff þættinum á Deutsche Welle sjónvarpstöðinni þar sem hann ræddi meðal annars árangur íslenska landsliðsins sem er nú með á HM í fótbolta í fyrsta sinn. „Við erum ein stór fjölskylda á Íslandi. Sex til sjö af bestu vinum mínum eru sem dæmi með mér í landsliðinu. Það sést líka á leik okkar því við erum að berjast fyrir hvern annan og það vita líka allir í dag að við förum í alla leiki til að vinna og þá skiptir það ekki máli þótt að við séum að spila við England, Brasilíu eða Króatíu,“ sagði Alfreð í þessu viðtali. „Þetta er hugarfar okkar Íslendinga. Sumir kalla okkur kannski vitleysinga að halda að við getum unnið alla en það er bara hluti af okkar DNA,“ sagði Alfreð. Alfreð var spurður út í heimkomuna ógleymanlegu eftir Evrópumótið og svo að sjálfsögðu hið heimsfræga Víkingaklapp. „Þótt að við höfum ekki planað það þannig þá var Víkingaklappið snilldar markaðsherferð fyrir liðið. Það héldu mjög margir með okkar liði og flestir hrifust líka af því hversu tengdir við vorum stuðningsfólki okkar,“ sagði Alfreð. Alfreð segist ekki vera mikill aðdáandi þýska matarins en tekur það jafnframt fram að það sé margt gott í Þýkalandi. Alfreð er líka spurður út í hluti tengdum Íslandi í viðtalinu og þá sérstaklega það sem spyrlinum þóttu skrítnir. Þar segir Alfreð skoðun sína á þorramat, álfum og síðast en ekki síst þá auglýsir íslenski landsliðsframherjinn íslenska reðursafnið í þessu viðtali. Hvort þýskum gestum fjölgi í safninu á næstunni verður hinsvegar bara að koma í ljós. Það má sjá allt viðtalið við Alfreð hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason hefur gert mjög góða hluti með Augsburg í Bundesligunni á þessu tímabili og er síðan auðvitað kominn með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Alfreð gat ekki hjálpað íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Katar vegna meiðsla en verður vonandi orðinn klár í slaginn þegar þýska deildin hefst á ný. Alfreð er kominn með fimm mörk í tíu deildarleikjum á þessu tímabili en þar á meðal er þrenna á móti Köln. Alfreð var tekinn í viðtal í DW Kickoff þættinum á Deutsche Welle sjónvarpstöðinni þar sem hann ræddi meðal annars árangur íslenska landsliðsins sem er nú með á HM í fótbolta í fyrsta sinn. „Við erum ein stór fjölskylda á Íslandi. Sex til sjö af bestu vinum mínum eru sem dæmi með mér í landsliðinu. Það sést líka á leik okkar því við erum að berjast fyrir hvern annan og það vita líka allir í dag að við förum í alla leiki til að vinna og þá skiptir það ekki máli þótt að við séum að spila við England, Brasilíu eða Króatíu,“ sagði Alfreð í þessu viðtali. „Þetta er hugarfar okkar Íslendinga. Sumir kalla okkur kannski vitleysinga að halda að við getum unnið alla en það er bara hluti af okkar DNA,“ sagði Alfreð. Alfreð var spurður út í heimkomuna ógleymanlegu eftir Evrópumótið og svo að sjálfsögðu hið heimsfræga Víkingaklapp. „Þótt að við höfum ekki planað það þannig þá var Víkingaklappið snilldar markaðsherferð fyrir liðið. Það héldu mjög margir með okkar liði og flestir hrifust líka af því hversu tengdir við vorum stuðningsfólki okkar,“ sagði Alfreð. Alfreð segist ekki vera mikill aðdáandi þýska matarins en tekur það jafnframt fram að það sé margt gott í Þýkalandi. Alfreð er líka spurður út í hluti tengdum Íslandi í viðtalinu og þá sérstaklega það sem spyrlinum þóttu skrítnir. Þar segir Alfreð skoðun sína á þorramat, álfum og síðast en ekki síst þá auglýsir íslenski landsliðsframherjinn íslenska reðursafnið í þessu viðtali. Hvort þýskum gestum fjölgi í safninu á næstunni verður hinsvegar bara að koma í ljós. Það má sjá allt viðtalið við Alfreð hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira