Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 22:16 Verkið hefur vakið mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem fólk fær að berja glatað verk meistara augum. Vísir/Getty 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. Lágmarksboð uppboðshússins er 100 milljónir bandaríkjadala eða um 10,3 milljarðar íslenskra króna, að því er fram kemur í frétt á vef BBC. Verkið heitir Salvator Mundi eða Bjargvættur heimsins. Leonardo da Vinci lést árið 1519 og eru færri en 20 málverk eftir hann til í heiminum. Aðeins eitt er talið vera í einkaeigu og er það Salvator Mundi, sem talið er að hafi verið málað eftir 1505. Árið 1958 var verkið selt í London fyrir einungis 60 bandaríkjadali. Þá var almennt talið að málverkið væri eftir einn af lærlingum Leonardos eða aðdáanda hans, en ekki eftir hann sjálfan. Enn efast margir um að verkið sé eftir da Vinci sjálfan en uppboðshúsið Christie‘s er sannfært um að svo sé og hafa kallað það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Árið 2005 vakti verkið mikla athygli þegar fólk uppgötvaði að mögulega væri um að ræða verk eftir Da vinci og hófust þá miklar endurbætur á verkinu. Fjölskylda rússneska milljarðamæringsins Dmitry E Rybolovlev er nú að selja verkið en hann keypti það í maí árið 2013 fyrir um 127,5 milljónir bandaríkjadala. Lágmarksboð Christie‘s er sem fyrr segir 100 milljónir dala en búist er við því að verkið fari fyrir töluvert hærri upphæð. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. Lágmarksboð uppboðshússins er 100 milljónir bandaríkjadala eða um 10,3 milljarðar íslenskra króna, að því er fram kemur í frétt á vef BBC. Verkið heitir Salvator Mundi eða Bjargvættur heimsins. Leonardo da Vinci lést árið 1519 og eru færri en 20 málverk eftir hann til í heiminum. Aðeins eitt er talið vera í einkaeigu og er það Salvator Mundi, sem talið er að hafi verið málað eftir 1505. Árið 1958 var verkið selt í London fyrir einungis 60 bandaríkjadali. Þá var almennt talið að málverkið væri eftir einn af lærlingum Leonardos eða aðdáanda hans, en ekki eftir hann sjálfan. Enn efast margir um að verkið sé eftir da Vinci sjálfan en uppboðshúsið Christie‘s er sannfært um að svo sé og hafa kallað það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Árið 2005 vakti verkið mikla athygli þegar fólk uppgötvaði að mögulega væri um að ræða verk eftir Da vinci og hófust þá miklar endurbætur á verkinu. Fjölskylda rússneska milljarðamæringsins Dmitry E Rybolovlev er nú að selja verkið en hann keypti það í maí árið 2013 fyrir um 127,5 milljónir bandaríkjadala. Lágmarksboð Christie‘s er sem fyrr segir 100 milljónir dala en búist er við því að verkið fari fyrir töluvert hærri upphæð.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira