Ein önnur Evrópuþjóð í okkar riðli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Gylfi Þór og strákarnir bíða klárlega spenntir eftir drættinum. vísir/afp Viljum við lenda í „auðveldum“ og bragðdaufum riðli eða fá tækifæri til að mæta einhverjum af stóru þjóðunum á HM í Rússlandi næsta sumar? Það fer líklega allt eftir smekk hvers og eins hverjir eru draumaandstæðingar íslenska landsliðsins á HM 2018. Sumir taka því fagnandi að lenda í riðli með risum eins og Brasilíu, Argentínu, Englandi eða Spáni en aðrir vilja kannski bara mæta þeim í sextán eða átta liða úrslitunum. Það má nú alveg láta sig dreyma.Í þriðja styrkleikaflokki Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður eftir tvær vikur og það sem er öruggt á þessari stundu er að íslenska landsliðið mun ekki mæta Danmörku, Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal eða Íran í riðlakeppninni. Danir voru næstir því að komast upp í annan styrkleikaflokkinn sem þýðir að draumaleikur sumra á móti Dönum kemur aldrei fyrr en í útsláttarkeppninni ef þá báðar þjóðirnar komast þangað. Það eru ekki aðeins styrkleikaflokkarnir sem ráða niðurröðun í riðlana því það eru einnig fjöldatakmarkanir á þjóðum frá sömu álfu. Þannig verða aldrei fleiri en tvær Evrópuþjóðir í hverjum riðli og aldrei meira en ein þjóð frá hverju hinna álfusambandanna. Þetta þýðir að ef Ísland fær Evrópuþjóð úr fyrsta styrkleikaflokki þá verða ekki fleiri Evrópuþjóðir í riðlinum. Alveg eins ef Ísland fær Suður-Ameríkuþjóð úr öðrum styrkleikaflokki (Brasilíu eða Argentína) þá gæti íslenska liðið fengið til dæmis Spán eða England í sinn riðil. Riðill með Brasilíu eða Spáni fær nú okkar stráka örugglega til að svitna aðeins og þá væri nú talsvert auðveldara að mæta bara Rússlandi og Perú.Spennan vex næstu vikur Það eru fjórtán dagar þangað til það kemur í ljós í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Spennan mun magnast mikið næstu tvær vikurnar. Það hafa verið mörg söguleg kvöld hjá íslenska karlalandsliðinu á síðustu árum og kvöldið í Kremlínhöllinni 1. desember næstkomandi verður það ekki síður. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Viljum við lenda í „auðveldum“ og bragðdaufum riðli eða fá tækifæri til að mæta einhverjum af stóru þjóðunum á HM í Rússlandi næsta sumar? Það fer líklega allt eftir smekk hvers og eins hverjir eru draumaandstæðingar íslenska landsliðsins á HM 2018. Sumir taka því fagnandi að lenda í riðli með risum eins og Brasilíu, Argentínu, Englandi eða Spáni en aðrir vilja kannski bara mæta þeim í sextán eða átta liða úrslitunum. Það má nú alveg láta sig dreyma.Í þriðja styrkleikaflokki Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður eftir tvær vikur og það sem er öruggt á þessari stundu er að íslenska landsliðið mun ekki mæta Danmörku, Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal eða Íran í riðlakeppninni. Danir voru næstir því að komast upp í annan styrkleikaflokkinn sem þýðir að draumaleikur sumra á móti Dönum kemur aldrei fyrr en í útsláttarkeppninni ef þá báðar þjóðirnar komast þangað. Það eru ekki aðeins styrkleikaflokkarnir sem ráða niðurröðun í riðlana því það eru einnig fjöldatakmarkanir á þjóðum frá sömu álfu. Þannig verða aldrei fleiri en tvær Evrópuþjóðir í hverjum riðli og aldrei meira en ein þjóð frá hverju hinna álfusambandanna. Þetta þýðir að ef Ísland fær Evrópuþjóð úr fyrsta styrkleikaflokki þá verða ekki fleiri Evrópuþjóðir í riðlinum. Alveg eins ef Ísland fær Suður-Ameríkuþjóð úr öðrum styrkleikaflokki (Brasilíu eða Argentína) þá gæti íslenska liðið fengið til dæmis Spán eða England í sinn riðil. Riðill með Brasilíu eða Spáni fær nú okkar stráka örugglega til að svitna aðeins og þá væri nú talsvert auðveldara að mæta bara Rússlandi og Perú.Spennan vex næstu vikur Það eru fjórtán dagar þangað til það kemur í ljós í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Spennan mun magnast mikið næstu tvær vikurnar. Það hafa verið mörg söguleg kvöld hjá íslenska karlalandsliðinu á síðustu árum og kvöldið í Kremlínhöllinni 1. desember næstkomandi verður það ekki síður.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira