Ein önnur Evrópuþjóð í okkar riðli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Gylfi Þór og strákarnir bíða klárlega spenntir eftir drættinum. vísir/afp Viljum við lenda í „auðveldum“ og bragðdaufum riðli eða fá tækifæri til að mæta einhverjum af stóru þjóðunum á HM í Rússlandi næsta sumar? Það fer líklega allt eftir smekk hvers og eins hverjir eru draumaandstæðingar íslenska landsliðsins á HM 2018. Sumir taka því fagnandi að lenda í riðli með risum eins og Brasilíu, Argentínu, Englandi eða Spáni en aðrir vilja kannski bara mæta þeim í sextán eða átta liða úrslitunum. Það má nú alveg láta sig dreyma.Í þriðja styrkleikaflokki Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður eftir tvær vikur og það sem er öruggt á þessari stundu er að íslenska landsliðið mun ekki mæta Danmörku, Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal eða Íran í riðlakeppninni. Danir voru næstir því að komast upp í annan styrkleikaflokkinn sem þýðir að draumaleikur sumra á móti Dönum kemur aldrei fyrr en í útsláttarkeppninni ef þá báðar þjóðirnar komast þangað. Það eru ekki aðeins styrkleikaflokkarnir sem ráða niðurröðun í riðlana því það eru einnig fjöldatakmarkanir á þjóðum frá sömu álfu. Þannig verða aldrei fleiri en tvær Evrópuþjóðir í hverjum riðli og aldrei meira en ein þjóð frá hverju hinna álfusambandanna. Þetta þýðir að ef Ísland fær Evrópuþjóð úr fyrsta styrkleikaflokki þá verða ekki fleiri Evrópuþjóðir í riðlinum. Alveg eins ef Ísland fær Suður-Ameríkuþjóð úr öðrum styrkleikaflokki (Brasilíu eða Argentína) þá gæti íslenska liðið fengið til dæmis Spán eða England í sinn riðil. Riðill með Brasilíu eða Spáni fær nú okkar stráka örugglega til að svitna aðeins og þá væri nú talsvert auðveldara að mæta bara Rússlandi og Perú.Spennan vex næstu vikur Það eru fjórtán dagar þangað til það kemur í ljós í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Spennan mun magnast mikið næstu tvær vikurnar. Það hafa verið mörg söguleg kvöld hjá íslenska karlalandsliðinu á síðustu árum og kvöldið í Kremlínhöllinni 1. desember næstkomandi verður það ekki síður. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira
Viljum við lenda í „auðveldum“ og bragðdaufum riðli eða fá tækifæri til að mæta einhverjum af stóru þjóðunum á HM í Rússlandi næsta sumar? Það fer líklega allt eftir smekk hvers og eins hverjir eru draumaandstæðingar íslenska landsliðsins á HM 2018. Sumir taka því fagnandi að lenda í riðli með risum eins og Brasilíu, Argentínu, Englandi eða Spáni en aðrir vilja kannski bara mæta þeim í sextán eða átta liða úrslitunum. Það má nú alveg láta sig dreyma.Í þriðja styrkleikaflokki Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður eftir tvær vikur og það sem er öruggt á þessari stundu er að íslenska landsliðið mun ekki mæta Danmörku, Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal eða Íran í riðlakeppninni. Danir voru næstir því að komast upp í annan styrkleikaflokkinn sem þýðir að draumaleikur sumra á móti Dönum kemur aldrei fyrr en í útsláttarkeppninni ef þá báðar þjóðirnar komast þangað. Það eru ekki aðeins styrkleikaflokkarnir sem ráða niðurröðun í riðlana því það eru einnig fjöldatakmarkanir á þjóðum frá sömu álfu. Þannig verða aldrei fleiri en tvær Evrópuþjóðir í hverjum riðli og aldrei meira en ein þjóð frá hverju hinna álfusambandanna. Þetta þýðir að ef Ísland fær Evrópuþjóð úr fyrsta styrkleikaflokki þá verða ekki fleiri Evrópuþjóðir í riðlinum. Alveg eins ef Ísland fær Suður-Ameríkuþjóð úr öðrum styrkleikaflokki (Brasilíu eða Argentína) þá gæti íslenska liðið fengið til dæmis Spán eða England í sinn riðil. Riðill með Brasilíu eða Spáni fær nú okkar stráka örugglega til að svitna aðeins og þá væri nú talsvert auðveldara að mæta bara Rússlandi og Perú.Spennan vex næstu vikur Það eru fjórtán dagar þangað til það kemur í ljós í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Spennan mun magnast mikið næstu tvær vikurnar. Það hafa verið mörg söguleg kvöld hjá íslenska karlalandsliðinu á síðustu árum og kvöldið í Kremlínhöllinni 1. desember næstkomandi verður það ekki síður.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira