Aðventukransinn alltaf að breytast Elín Albertsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 10:00 Elísa hefur langa reynslu í blómaskreytingum og veit hvað er vinsælast hverju sinni. MYNDIR/ANTON BRINK Elísa Ólöf Guðmundsdóttir, blómaskreytir og eigandi blómabúðarinnar 4 Árstíðir, hefur starfað við fagið frá því hún var unglingur. Hún segir að miklar breytingar hafi orðið í jólaskreytingum. Aðventan byrjar seint í ár eða 3. desember. Margir eru engu að síður farnir að huga að aðventuskreytingum, jafnvel byrjaðir að setja upp jólaskrautið. Elísa segir að margvíslegar breytingar hafi orðið í skreytingum á undanförnum árum, til dæmis sé hinn hefðbundni kringlótti aðventukrans á undanhaldi. Fósturfaðir Elísu rak Alaska blómabúðirnar og hún var aðeins tólf ára þegar hún hóf störf þar fyrir jólin og á sumrin. Elísa var verslunarstjóri í Alaska í Breiðholti til ársins 1994 þegar hún byrjaði að vinna sjálfstætt sem blómaskreytingameistari.Glæsileg aðventuskreyting þar sem Elísa leitar til náttúrunnar eftir efniviði. MYND/ANTON BRINKDempaðir litir „Ég vinn sjálf nær eingöngu með efni úr náttúrunni, vil hafa skreytingarnar ferskar og sem náttúrulegastar. Við blöndum saman mismunandi greni og tilheyrandi greinum. Svo bæti ég við hinum ýmsu plöntum úr náttúrunni. Litirnir eru muskaðir eða dempaðir, dumbrauður, -grænn, -fjólublár, eða -blár. Með þessum litum eru notaðir beige, hvítur og svo auðvitað gull og silfur sem mikill áhugi er fyrir. Fjólublái liturinn er mjög vinsæll og gerir skreytingarnar jólalegar. Kertakrúsir eru gylltar og sömuleiðis jólaskreytingar,“ útskýrir Elísa. „Þetta hringlaga form í aðventukrönsum er á undanhaldi en í staðinn erum við að vinna með ferkantaða eða ílanga bakka. Einnig eru ég með glerhús sem skreytingar eru unnar ofan í. Í rauninni er verið að vinna í alls kyns formum með kertum,“ segir Elísa en hún hefur rekið 4 Árstíðir í Lágmúla í þrjú ár.Hinn hefðbundi aðventukrans er á undanhaldi en í staðinn má leika sér með formið.Í blómum alla tíð Elísa segist alltaf hafa haft áhuga á blómaskreytingum. „Þetta var mér eiginlega í blóð borið. Amma mín var mikil blómakona og fyrir alls kyns plöntur. Svo ólst ég upp með blómabúðinni Alaska. Ég held samt að maður fæðist með græna fingur því mér finnst þessi vinna alveg dásamlega skemmtilegt. Þess vegna opnaði ég blómabúð aftur. Mér finnst svo æðislegt að fólk vill aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig á heimilum. Blómabúðir hafa líka breyst, það er heldur meiri metnaður en var um árabil. Mikið úrval af alls kyns plöntum og fallegum gjafavörum.Fólk vill gera kósí í kringum sig, þá sérstaklega yfir vetrartímann meðan það er mikið innandyra. Það er mikið úrval af fallegum kertum, sum með góðum ilmi og það er hægt að fegra heimilið á auðveldan hátt. Allar árstíðir hafa sjarma í blómabúðinni. Ég fagna því. Sjálf er ég jólabarn og byrja að skreyta smátt og smátt eftir því sem aðventan líður. Ég hlakka alltaf til jólanna, þetta er fjölskyldutími og svo margt að þakka fyrir,“ segir Elísa. Garðyrkja Jól Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Elísa Ólöf Guðmundsdóttir, blómaskreytir og eigandi blómabúðarinnar 4 Árstíðir, hefur starfað við fagið frá því hún var unglingur. Hún segir að miklar breytingar hafi orðið í jólaskreytingum. Aðventan byrjar seint í ár eða 3. desember. Margir eru engu að síður farnir að huga að aðventuskreytingum, jafnvel byrjaðir að setja upp jólaskrautið. Elísa segir að margvíslegar breytingar hafi orðið í skreytingum á undanförnum árum, til dæmis sé hinn hefðbundni kringlótti aðventukrans á undanhaldi. Fósturfaðir Elísu rak Alaska blómabúðirnar og hún var aðeins tólf ára þegar hún hóf störf þar fyrir jólin og á sumrin. Elísa var verslunarstjóri í Alaska í Breiðholti til ársins 1994 þegar hún byrjaði að vinna sjálfstætt sem blómaskreytingameistari.Glæsileg aðventuskreyting þar sem Elísa leitar til náttúrunnar eftir efniviði. MYND/ANTON BRINKDempaðir litir „Ég vinn sjálf nær eingöngu með efni úr náttúrunni, vil hafa skreytingarnar ferskar og sem náttúrulegastar. Við blöndum saman mismunandi greni og tilheyrandi greinum. Svo bæti ég við hinum ýmsu plöntum úr náttúrunni. Litirnir eru muskaðir eða dempaðir, dumbrauður, -grænn, -fjólublár, eða -blár. Með þessum litum eru notaðir beige, hvítur og svo auðvitað gull og silfur sem mikill áhugi er fyrir. Fjólublái liturinn er mjög vinsæll og gerir skreytingarnar jólalegar. Kertakrúsir eru gylltar og sömuleiðis jólaskreytingar,“ útskýrir Elísa. „Þetta hringlaga form í aðventukrönsum er á undanhaldi en í staðinn erum við að vinna með ferkantaða eða ílanga bakka. Einnig eru ég með glerhús sem skreytingar eru unnar ofan í. Í rauninni er verið að vinna í alls kyns formum með kertum,“ segir Elísa en hún hefur rekið 4 Árstíðir í Lágmúla í þrjú ár.Hinn hefðbundi aðventukrans er á undanhaldi en í staðinn má leika sér með formið.Í blómum alla tíð Elísa segist alltaf hafa haft áhuga á blómaskreytingum. „Þetta var mér eiginlega í blóð borið. Amma mín var mikil blómakona og fyrir alls kyns plöntur. Svo ólst ég upp með blómabúðinni Alaska. Ég held samt að maður fæðist með græna fingur því mér finnst þessi vinna alveg dásamlega skemmtilegt. Þess vegna opnaði ég blómabúð aftur. Mér finnst svo æðislegt að fólk vill aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig á heimilum. Blómabúðir hafa líka breyst, það er heldur meiri metnaður en var um árabil. Mikið úrval af alls kyns plöntum og fallegum gjafavörum.Fólk vill gera kósí í kringum sig, þá sérstaklega yfir vetrartímann meðan það er mikið innandyra. Það er mikið úrval af fallegum kertum, sum með góðum ilmi og það er hægt að fegra heimilið á auðveldan hátt. Allar árstíðir hafa sjarma í blómabúðinni. Ég fagna því. Sjálf er ég jólabarn og byrja að skreyta smátt og smátt eftir því sem aðventan líður. Ég hlakka alltaf til jólanna, þetta er fjölskyldutími og svo margt að þakka fyrir,“ segir Elísa.
Garðyrkja Jól Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning