Gerði aðventukrans í stíl við bílinn Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:00 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri í Blómavali að kanna hráefni í næsta aðventukrans. Visir/Antonbrink Aðventan er í huga margra rómantískur tími en jafnframt tími hefða. Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á sunnudaginn 3. desember, aðventan hefst því nokkuð seint í ár. Aðventukransagerð er að margra mati ómissandi hluti af tilverunni á þessum tíma og sumir hafa sterkar skoðanir á því hvernig kransinn eigi að líta út. Útlit þeirra er ekki óháð tískusveiflum frekar en annað. Á tímabili var í tísku að vera með könglakransa eða einungis kerti á bakka með einhverju skrautlegu í stíl en í huga margra er hinn hefðbundni grenikrans sá eini rétti – helst heimagerður.„Ég er enn að melta það hvernig krans ég geri í ár,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann er einn þeirra sem halda fast í þá hefð að gera sinn eigin krans á aðventu. „Ég hef gert minn eigin krans frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Ég vil gera þetta eins og mamma gerði, ég vef hann sjálfur og nota þrjár gerðir af greinum og fjóra klasa af kúlum. Einfaldleikinn er ríkjandi hjá mér, sjaldnast eitthvert dúllerí, mamma var bara með greni en ég skreyti minn aðeins. Fyrir tveimur árum var ég með krans sem ég föndraði inni í bílskúr og svo áttaði ég mig á því þegar ég var búinn með hann að hann var í litasjetteringu við fjölskyldubílinn. Það var skemmtileg tilviljun en ég fór hefðbundnari leið í fyrra. Var með há hvít kerti og rauð ber en plaststjaka og það endaði ekki vel því á aðfangadag kviknaði í kransinum.“ Á hverju ári er varað við eldhættu þegar kertaskreytingar fylla stofur landsmanna, það er greinilega aldrei of varlega farið. „Ég fer praktísku leiðina í þetta sinn, held mig við eldhelda kramarhúsastjaka sem ég hef oft verið með áður og skipti út sprittkertum eftir þörfum.“ Margir eiga ljúfar æskuminningar um notalega fjölskyldustund þegar kveikt var á aðventukertunum. „Eftir að börnin mín urðu eldri er viðhöfnin minni, en þegar þau voru yngri var oft lesin einhver viðeigandi saga þegar kveikt var á kertinu.“ Föndur Jól Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Aðventan er í huga margra rómantískur tími en jafnframt tími hefða. Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á sunnudaginn 3. desember, aðventan hefst því nokkuð seint í ár. Aðventukransagerð er að margra mati ómissandi hluti af tilverunni á þessum tíma og sumir hafa sterkar skoðanir á því hvernig kransinn eigi að líta út. Útlit þeirra er ekki óháð tískusveiflum frekar en annað. Á tímabili var í tísku að vera með könglakransa eða einungis kerti á bakka með einhverju skrautlegu í stíl en í huga margra er hinn hefðbundni grenikrans sá eini rétti – helst heimagerður.„Ég er enn að melta það hvernig krans ég geri í ár,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann er einn þeirra sem halda fast í þá hefð að gera sinn eigin krans á aðventu. „Ég hef gert minn eigin krans frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Ég vil gera þetta eins og mamma gerði, ég vef hann sjálfur og nota þrjár gerðir af greinum og fjóra klasa af kúlum. Einfaldleikinn er ríkjandi hjá mér, sjaldnast eitthvert dúllerí, mamma var bara með greni en ég skreyti minn aðeins. Fyrir tveimur árum var ég með krans sem ég föndraði inni í bílskúr og svo áttaði ég mig á því þegar ég var búinn með hann að hann var í litasjetteringu við fjölskyldubílinn. Það var skemmtileg tilviljun en ég fór hefðbundnari leið í fyrra. Var með há hvít kerti og rauð ber en plaststjaka og það endaði ekki vel því á aðfangadag kviknaði í kransinum.“ Á hverju ári er varað við eldhættu þegar kertaskreytingar fylla stofur landsmanna, það er greinilega aldrei of varlega farið. „Ég fer praktísku leiðina í þetta sinn, held mig við eldhelda kramarhúsastjaka sem ég hef oft verið með áður og skipti út sprittkertum eftir þörfum.“ Margir eiga ljúfar æskuminningar um notalega fjölskyldustund þegar kveikt var á aðventukertunum. „Eftir að börnin mín urðu eldri er viðhöfnin minni, en þegar þau voru yngri var oft lesin einhver viðeigandi saga þegar kveikt var á kertinu.“
Föndur Jól Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira