Urmull sníkjudýra fannst í hermanni frá Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Ástand mannsins þykir til marks um lélegt heilbrigðiskerfi. Nordicphotos/AFP „Ótrúlegt magn“ sníkjudýra fannst í líkama norðurkóresks hermanns sem reyndi að flýja til Suður-Kóreu á mánudag. Hermaðurinn var skotinn á leiðinni yfir landamærin en komst til Suður-Kóreu á lífi. Læknar segja líðan hans stöðuga en að sníkjudýrin geri illt verra. „Á mínum tuttugu ára ferli hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði suðurkóreski læknirinn Lee Cook-jong við blaðamenn í gær. Greindi Lee jafnframt frá því að einn ormanna sem fannst í líkama mannsins hafi verið 27 sentimetra langur.Sjá einnig: Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærin Þetta magn sníkjudýra þykir til marks um lélegt heilbrigðiskerfi einræðisríkisins. „Norður-Kórea býr ekki yfir nægilegu fjármagni til að halda uppi nútímalegu heilbrigðiskerfi. Læknarnir eru illa menntaðir og þurfa að vinna með frumstæð tæki,“ sagði Andrei Lankov, prófessor við Kookmin-háskóla í suðurkóresku höfuðborginni Seúl. „Norður-Kórea er afar fátækt land. Líkt og önnur fátæk lönd glímir Norður-Kórea við alvarleg vandamál í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Lankov enn fremur. Rannsóknir Suður-Kóreumanna styðja þessar staðhæfingar. Til að mynda kom í ljós við rannsókn á flóttamönnum árið 2015 að mun fleiri væru með lifrarbólgu B, lifrarbólgu C, berkla og sníkjudýr í Norður-Kóreu en í Suður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
„Ótrúlegt magn“ sníkjudýra fannst í líkama norðurkóresks hermanns sem reyndi að flýja til Suður-Kóreu á mánudag. Hermaðurinn var skotinn á leiðinni yfir landamærin en komst til Suður-Kóreu á lífi. Læknar segja líðan hans stöðuga en að sníkjudýrin geri illt verra. „Á mínum tuttugu ára ferli hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði suðurkóreski læknirinn Lee Cook-jong við blaðamenn í gær. Greindi Lee jafnframt frá því að einn ormanna sem fannst í líkama mannsins hafi verið 27 sentimetra langur.Sjá einnig: Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærin Þetta magn sníkjudýra þykir til marks um lélegt heilbrigðiskerfi einræðisríkisins. „Norður-Kórea býr ekki yfir nægilegu fjármagni til að halda uppi nútímalegu heilbrigðiskerfi. Læknarnir eru illa menntaðir og þurfa að vinna með frumstæð tæki,“ sagði Andrei Lankov, prófessor við Kookmin-háskóla í suðurkóresku höfuðborginni Seúl. „Norður-Kórea er afar fátækt land. Líkt og önnur fátæk lönd glímir Norður-Kórea við alvarleg vandamál í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Lankov enn fremur. Rannsóknir Suður-Kóreumanna styðja þessar staðhæfingar. Til að mynda kom í ljós við rannsókn á flóttamönnum árið 2015 að mun fleiri væru með lifrarbólgu B, lifrarbólgu C, berkla og sníkjudýr í Norður-Kóreu en í Suður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira