Fótbolti

Roma og Napoli með sigra

Dagur Lárusson skrifar
Lorenzo Insigne
Lorenzo Insigne vísir/getty
Tveir leikir fóru fram í ítalska boltanum í kvöld en það voru viðureignir Roma og Lazio og Napoli og AC Milan.

Það var sannkallaður grannaslagur á Ólympíuleikvangnum í Róm þar sem erkifjendurnir í Lazio mættu í heimsókn.

Bæði lið vörðust vel í fyrri hálfleiknum og ætluðu ekki að leyfa hvort öðru að skora fyrsta markið og því var markalaust í leikhlé.

Liðsmenn Roma mættu hinsvegar tvíelfdir til leiks í seinni háfleikinn og kræktu sér í vítaspyrnu á 49. mínútu. Á punktinn steig Diego Perotti og skoraði hann af öryggi og kom Roma í forystu.

Roma voru ekki lengi að bæta við öðru marki því strax á 53. mínútu var staðan orðin 2-0 því Radja Nainggolan skoraði. Á 72. mínútu var það komið að Lazio að fá vítaspyrnu og úr henni skoraði Ciro Immobile og staðan orðin 2-1.

Þetta reyndust lokatölur leiksins og eftir leikinn er Roma komið 30 stig í 3.sæti á meðan Lazio er í 5.sæti með 28 stig.

Topplið Napoli tók á móti AC Milan í seinni leik kvöldsins en fyrir leikinn var Napoli með 1 stigs forskot á Juventus í 2.sætinu.

Það var Ítalinn Lorenzo Insigne sem skoraði fyrra mark Lazio en það kom á 33. mínútu. Piotr Zielinski skoraði annað mark Lazio á 73. mínútu og allt virtist stefna í öruggan sigur en Alessio Ramagnoli gerði lokamínúturnar æsispennandi þegar hann skoraði í uppbótartíma en nær komust þeir þó ekki. Eftir leikinn er Napoli komið með 35 stig á meðan AC Milan er í 7.sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×