Með dreng í varanlegu fóstri: „Ætla að drekkja þessu barni í ást“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2017 11:45 Gulli og Andrés eru með dreng í varanlegu fóstri og langar þeim að ættleiða hann. „Ég var í jarðaför, kem út í bíl eftir erfidrykkjuna og ég held að það hafi verið svona 18 símtöl sem ég hafði misst af frá Andrési,“ segir Gunnlaugur Kristmundsson sem er með lítinn í varanlegu fóstri ásamt sambýlismanni sínum Andrési James Andréssyni en saman fóru þeir í gegnum ferlið með Sindra Sindrasyni í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var hringt í mig á föstudegi, ég á leiðinni heim úr Grafarvogi, og áður en ég veit af er ég kominn í Árbæinn að fríka út að það sé eitthvað barn að bíða eftir okkur,“ segir Andrés. „Ég hringi í Gulla átján sinnum og hann var í jarðaför. Tíminn gat bara ekki liðið nægilega hratt. Ég algjörlega missti það.“Hvað hugsuði þið rétt áður en þið genguð inni í herbergi þar sem drengurinn var?„Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í,“ segir Andrés. „Við sátum úti í bíl og ég var búinn að slökkva á bílnum og hann bara kólnaði og kólnaði,“ segir Gulli en báðir hugsuðu þeir að um leið og þeir færu inn í þetta hús væri ekki aftur snúið. „Þetta tók svona 0,01 sekúndu. Ég sá hann bara þarna á gólfinu og hugsaði um leið að ég væri til í þetta. Það var ekkert annað í heiminum sem skipti máli þarna og tveimur dögum síðar sagði ég upp vinnunni minni og var bara kominn heim og var heimavinnandi með einn sex mánaða,“ segir Andrés. Andrés segist hafa oft verið spurður út í það hvað hann myndi gera ef drengurinn yrði tekinn af þeim. „Ég sagði alltaf bara að ég myndi þá díla við það á þeirri stundu. En þangað til ætla ég að drekkja þessu barni í ást og stuðningi,“ segir Andrés. „Þegar endanlega niðurstaðan kom þá fann ég hvað þetta hafði verið mikill álagstími og mikið stress á mér og þá pínu hryn ég niður, hryn niður í eitthvað öryggi sem ég kannaðist ekki við,“ segir Gulli. Fósturbörn Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
„Ég var í jarðaför, kem út í bíl eftir erfidrykkjuna og ég held að það hafi verið svona 18 símtöl sem ég hafði misst af frá Andrési,“ segir Gunnlaugur Kristmundsson sem er með lítinn í varanlegu fóstri ásamt sambýlismanni sínum Andrési James Andréssyni en saman fóru þeir í gegnum ferlið með Sindra Sindrasyni í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var hringt í mig á föstudegi, ég á leiðinni heim úr Grafarvogi, og áður en ég veit af er ég kominn í Árbæinn að fríka út að það sé eitthvað barn að bíða eftir okkur,“ segir Andrés. „Ég hringi í Gulla átján sinnum og hann var í jarðaför. Tíminn gat bara ekki liðið nægilega hratt. Ég algjörlega missti það.“Hvað hugsuði þið rétt áður en þið genguð inni í herbergi þar sem drengurinn var?„Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í,“ segir Andrés. „Við sátum úti í bíl og ég var búinn að slökkva á bílnum og hann bara kólnaði og kólnaði,“ segir Gulli en báðir hugsuðu þeir að um leið og þeir færu inn í þetta hús væri ekki aftur snúið. „Þetta tók svona 0,01 sekúndu. Ég sá hann bara þarna á gólfinu og hugsaði um leið að ég væri til í þetta. Það var ekkert annað í heiminum sem skipti máli þarna og tveimur dögum síðar sagði ég upp vinnunni minni og var bara kominn heim og var heimavinnandi með einn sex mánaða,“ segir Andrés. Andrés segist hafa oft verið spurður út í það hvað hann myndi gera ef drengurinn yrði tekinn af þeim. „Ég sagði alltaf bara að ég myndi þá díla við það á þeirri stundu. En þangað til ætla ég að drekkja þessu barni í ást og stuðningi,“ segir Andrés. „Þegar endanlega niðurstaðan kom þá fann ég hvað þetta hafði verið mikill álagstími og mikið stress á mér og þá pínu hryn ég niður, hryn niður í eitthvað öryggi sem ég kannaðist ekki við,“ segir Gulli.
Fósturbörn Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira