Íslenska crossfit fólkið heldur uppi fjörinu í Evrópuliðinu | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2017 15:45 Evrópska liðið er fullt af Íslendingum. Mynd/Instagram/crossfitgames Allir meðlimir evrópska úrvalsliðsins í crossfit hafa nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu þar sem framundan er CrossFit Invitational mótið um helgina. Ísland á þrjá af fjórum keppendum í Evrópuliðinu sem hefur titil að verja frá því í fyrra. Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir geta unnið annað árið í röð og nú kemur Anníe Mist Þórisdóttir inn fyrir Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var í liðinu fyrir ári sína. Ekki slæmt fyrir eina litla þjóð norður í Atlantshafi að geta skipt út tvöföldum meistara á heimsleikunum fyrir annan tvöfaldan meistara frá heimsleikjunum. Evrópska úrvalsliðið mun þarna keppa við úrvalslið Bandaríkjanna, Kanada og Kyrrahafsins. Evrópa fékk 23 stig í fyrra eða sjö stigum meira en Bandaríkin sem varð í öðru sæti. Hér fyrir neðan má sjá evrópska hópinn á æfingu í gær en myndbandið var sett inn á fésbókarsíðu Crossfit heimsleikana. Liðið er að æfa sig í því að vinna með orminn. Allur hópurinn hefur nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu og á twitter-síðu Crossfit heimsleikanna má sjá skemmtilega mynd af evrópska liðinu og það fer eiginlega ekkert á milli mála að íslensku crossfitararnir halda uppi fjörinu í Evrópuliðinu.Friday in Melbourne: https://t.co/oFkoBzSxGv#CrossFit Invitational pic.twitter.com/k9oLgRYe9Q — The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 3, 2017 Anníe Mist Þórisdóttir setti líka mynd frá æfingu íslenska, fyrirgefið, evrópska liðsins í gær en allir í liðinu þurfa að vinna mjög vel saman í mörgum æfinganna. Eins og sjá má hér þá átti eftir að fara aðeins betur yfir málin en þau hafa tíma til þess því keppnin fer ekki fram fyrr en á sunnudaginn. Making all the mistakes in training means it will be on point once we get on the floor right? Can you spot who made the mistake here? Hint, the blondes took turns... #teameurope @sarasigmunds @bk_gudmundsson @j_smithsa @bicepslikebriggs A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 2, 2017 at 9:26pm PDT CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Allir meðlimir evrópska úrvalsliðsins í crossfit hafa nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu þar sem framundan er CrossFit Invitational mótið um helgina. Ísland á þrjá af fjórum keppendum í Evrópuliðinu sem hefur titil að verja frá því í fyrra. Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir geta unnið annað árið í röð og nú kemur Anníe Mist Þórisdóttir inn fyrir Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var í liðinu fyrir ári sína. Ekki slæmt fyrir eina litla þjóð norður í Atlantshafi að geta skipt út tvöföldum meistara á heimsleikunum fyrir annan tvöfaldan meistara frá heimsleikjunum. Evrópska úrvalsliðið mun þarna keppa við úrvalslið Bandaríkjanna, Kanada og Kyrrahafsins. Evrópa fékk 23 stig í fyrra eða sjö stigum meira en Bandaríkin sem varð í öðru sæti. Hér fyrir neðan má sjá evrópska hópinn á æfingu í gær en myndbandið var sett inn á fésbókarsíðu Crossfit heimsleikana. Liðið er að æfa sig í því að vinna með orminn. Allur hópurinn hefur nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu og á twitter-síðu Crossfit heimsleikanna má sjá skemmtilega mynd af evrópska liðinu og það fer eiginlega ekkert á milli mála að íslensku crossfitararnir halda uppi fjörinu í Evrópuliðinu.Friday in Melbourne: https://t.co/oFkoBzSxGv#CrossFit Invitational pic.twitter.com/k9oLgRYe9Q — The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 3, 2017 Anníe Mist Þórisdóttir setti líka mynd frá æfingu íslenska, fyrirgefið, evrópska liðsins í gær en allir í liðinu þurfa að vinna mjög vel saman í mörgum æfinganna. Eins og sjá má hér þá átti eftir að fara aðeins betur yfir málin en þau hafa tíma til þess því keppnin fer ekki fram fyrr en á sunnudaginn. Making all the mistakes in training means it will be on point once we get on the floor right? Can you spot who made the mistake here? Hint, the blondes took turns... #teameurope @sarasigmunds @bk_gudmundsson @j_smithsa @bicepslikebriggs A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 2, 2017 at 9:26pm PDT
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira