Íslenska crossfit fólkið heldur uppi fjörinu í Evrópuliðinu | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2017 15:45 Evrópska liðið er fullt af Íslendingum. Mynd/Instagram/crossfitgames Allir meðlimir evrópska úrvalsliðsins í crossfit hafa nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu þar sem framundan er CrossFit Invitational mótið um helgina. Ísland á þrjá af fjórum keppendum í Evrópuliðinu sem hefur titil að verja frá því í fyrra. Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir geta unnið annað árið í röð og nú kemur Anníe Mist Þórisdóttir inn fyrir Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var í liðinu fyrir ári sína. Ekki slæmt fyrir eina litla þjóð norður í Atlantshafi að geta skipt út tvöföldum meistara á heimsleikunum fyrir annan tvöfaldan meistara frá heimsleikjunum. Evrópska úrvalsliðið mun þarna keppa við úrvalslið Bandaríkjanna, Kanada og Kyrrahafsins. Evrópa fékk 23 stig í fyrra eða sjö stigum meira en Bandaríkin sem varð í öðru sæti. Hér fyrir neðan má sjá evrópska hópinn á æfingu í gær en myndbandið var sett inn á fésbókarsíðu Crossfit heimsleikana. Liðið er að æfa sig í því að vinna með orminn. Allur hópurinn hefur nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu og á twitter-síðu Crossfit heimsleikanna má sjá skemmtilega mynd af evrópska liðinu og það fer eiginlega ekkert á milli mála að íslensku crossfitararnir halda uppi fjörinu í Evrópuliðinu.Friday in Melbourne: https://t.co/oFkoBzSxGv#CrossFit Invitational pic.twitter.com/k9oLgRYe9Q — The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 3, 2017 Anníe Mist Þórisdóttir setti líka mynd frá æfingu íslenska, fyrirgefið, evrópska liðsins í gær en allir í liðinu þurfa að vinna mjög vel saman í mörgum æfinganna. Eins og sjá má hér þá átti eftir að fara aðeins betur yfir málin en þau hafa tíma til þess því keppnin fer ekki fram fyrr en á sunnudaginn. Making all the mistakes in training means it will be on point once we get on the floor right? Can you spot who made the mistake here? Hint, the blondes took turns... #teameurope @sarasigmunds @bk_gudmundsson @j_smithsa @bicepslikebriggs A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 2, 2017 at 9:26pm PDT CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira
Allir meðlimir evrópska úrvalsliðsins í crossfit hafa nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu þar sem framundan er CrossFit Invitational mótið um helgina. Ísland á þrjá af fjórum keppendum í Evrópuliðinu sem hefur titil að verja frá því í fyrra. Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir geta unnið annað árið í röð og nú kemur Anníe Mist Þórisdóttir inn fyrir Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var í liðinu fyrir ári sína. Ekki slæmt fyrir eina litla þjóð norður í Atlantshafi að geta skipt út tvöföldum meistara á heimsleikunum fyrir annan tvöfaldan meistara frá heimsleikjunum. Evrópska úrvalsliðið mun þarna keppa við úrvalslið Bandaríkjanna, Kanada og Kyrrahafsins. Evrópa fékk 23 stig í fyrra eða sjö stigum meira en Bandaríkin sem varð í öðru sæti. Hér fyrir neðan má sjá evrópska hópinn á æfingu í gær en myndbandið var sett inn á fésbókarsíðu Crossfit heimsleikana. Liðið er að æfa sig í því að vinna með orminn. Allur hópurinn hefur nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu og á twitter-síðu Crossfit heimsleikanna má sjá skemmtilega mynd af evrópska liðinu og það fer eiginlega ekkert á milli mála að íslensku crossfitararnir halda uppi fjörinu í Evrópuliðinu.Friday in Melbourne: https://t.co/oFkoBzSxGv#CrossFit Invitational pic.twitter.com/k9oLgRYe9Q — The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 3, 2017 Anníe Mist Þórisdóttir setti líka mynd frá æfingu íslenska, fyrirgefið, evrópska liðsins í gær en allir í liðinu þurfa að vinna mjög vel saman í mörgum æfinganna. Eins og sjá má hér þá átti eftir að fara aðeins betur yfir málin en þau hafa tíma til þess því keppnin fer ekki fram fyrr en á sunnudaginn. Making all the mistakes in training means it will be on point once we get on the floor right? Can you spot who made the mistake here? Hint, the blondes took turns... #teameurope @sarasigmunds @bk_gudmundsson @j_smithsa @bicepslikebriggs A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 2, 2017 at 9:26pm PDT
CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira