Náðu ekki samstöðu um Viðreisn Höskuldur Kári Schram og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. nóvember 2017 13:13 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir allt benda til þess að áhugi hafi verið fyrir því að bjóða Viðreisn inn í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Hins vegar hafi ekki náðst samstaða um málið. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Einhverjir staðið á móti Viðreisn „Maður hefði haldið að þau myndu vilja styrkja þessa ríkisstjórn, til dæmis með Viðreisn. En það hefur ekki náðst samkomulag innan hópsins um það. Þar hafa einhverjir staðið á móti því, því það hefur verið svo einhvern veginn augljóst að gera það,“ sagði Eiríkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í gær. Hún sagði það aldrei hafa komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn en óformlega hefði þó „eitt og annað“ verið rætt. „Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín.Öðrum mögulega boðið til samstarfs síðar Eiríkur Bergmann ítrekaði þessi orð Þorgerðar Katrínar í Sprengisandi í morgun, að erfitt væri að fá flokk seint inn í stjórnarmyndunarviðræður. „Hvort hægt sé að bjóða síðan öðrum flokkum á seinni stigum, auðvitað er það svolítið erfitt, og búið að læsa þau saman um einhver grundvallaratriði, hvert er þá hlutverk þess sem síðar kemur að borðinu? Hver er hlutdeild hans í þessu?“ spurði Eiríkur. „En þó sæi maður alveg fyrir sér að svona flokkar, þeir kæmu sér saman um grundvallarþátt, eitthvert grundvallarplagg og svo væri öðrum boðið til samstarfs frekar en að þeir yrðu aðilar að stjórninni. Og menn fengju þá einhverju framgengt.“Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56 „Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir allt benda til þess að áhugi hafi verið fyrir því að bjóða Viðreisn inn í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Hins vegar hafi ekki náðst samstaða um málið. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Einhverjir staðið á móti Viðreisn „Maður hefði haldið að þau myndu vilja styrkja þessa ríkisstjórn, til dæmis með Viðreisn. En það hefur ekki náðst samkomulag innan hópsins um það. Þar hafa einhverjir staðið á móti því, því það hefur verið svo einhvern veginn augljóst að gera það,“ sagði Eiríkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í gær. Hún sagði það aldrei hafa komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn en óformlega hefði þó „eitt og annað“ verið rætt. „Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín.Öðrum mögulega boðið til samstarfs síðar Eiríkur Bergmann ítrekaði þessi orð Þorgerðar Katrínar í Sprengisandi í morgun, að erfitt væri að fá flokk seint inn í stjórnarmyndunarviðræður. „Hvort hægt sé að bjóða síðan öðrum flokkum á seinni stigum, auðvitað er það svolítið erfitt, og búið að læsa þau saman um einhver grundvallaratriði, hvert er þá hlutverk þess sem síðar kemur að borðinu? Hver er hlutdeild hans í þessu?“ spurði Eiríkur. „En þó sæi maður alveg fyrir sér að svona flokkar, þeir kæmu sér saman um grundvallarþátt, eitthvert grundvallarplagg og svo væri öðrum boðið til samstarfs frekar en að þeir yrðu aðilar að stjórninni. Og menn fengju þá einhverju framgengt.“Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56 „Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56
„Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16