Náðu ekki samstöðu um Viðreisn Höskuldur Kári Schram og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. nóvember 2017 13:13 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir allt benda til þess að áhugi hafi verið fyrir því að bjóða Viðreisn inn í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Hins vegar hafi ekki náðst samstaða um málið. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Einhverjir staðið á móti Viðreisn „Maður hefði haldið að þau myndu vilja styrkja þessa ríkisstjórn, til dæmis með Viðreisn. En það hefur ekki náðst samkomulag innan hópsins um það. Þar hafa einhverjir staðið á móti því, því það hefur verið svo einhvern veginn augljóst að gera það,“ sagði Eiríkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í gær. Hún sagði það aldrei hafa komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn en óformlega hefði þó „eitt og annað“ verið rætt. „Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín.Öðrum mögulega boðið til samstarfs síðar Eiríkur Bergmann ítrekaði þessi orð Þorgerðar Katrínar í Sprengisandi í morgun, að erfitt væri að fá flokk seint inn í stjórnarmyndunarviðræður. „Hvort hægt sé að bjóða síðan öðrum flokkum á seinni stigum, auðvitað er það svolítið erfitt, og búið að læsa þau saman um einhver grundvallaratriði, hvert er þá hlutverk þess sem síðar kemur að borðinu? Hver er hlutdeild hans í þessu?“ spurði Eiríkur. „En þó sæi maður alveg fyrir sér að svona flokkar, þeir kæmu sér saman um grundvallarþátt, eitthvert grundvallarplagg og svo væri öðrum boðið til samstarfs frekar en að þeir yrðu aðilar að stjórninni. Og menn fengju þá einhverju framgengt.“Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56 „Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir allt benda til þess að áhugi hafi verið fyrir því að bjóða Viðreisn inn í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Hins vegar hafi ekki náðst samstaða um málið. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Einhverjir staðið á móti Viðreisn „Maður hefði haldið að þau myndu vilja styrkja þessa ríkisstjórn, til dæmis með Viðreisn. En það hefur ekki náðst samkomulag innan hópsins um það. Þar hafa einhverjir staðið á móti því, því það hefur verið svo einhvern veginn augljóst að gera það,“ sagði Eiríkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í gær. Hún sagði það aldrei hafa komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn en óformlega hefði þó „eitt og annað“ verið rætt. „Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín.Öðrum mögulega boðið til samstarfs síðar Eiríkur Bergmann ítrekaði þessi orð Þorgerðar Katrínar í Sprengisandi í morgun, að erfitt væri að fá flokk seint inn í stjórnarmyndunarviðræður. „Hvort hægt sé að bjóða síðan öðrum flokkum á seinni stigum, auðvitað er það svolítið erfitt, og búið að læsa þau saman um einhver grundvallaratriði, hvert er þá hlutverk þess sem síðar kemur að borðinu? Hver er hlutdeild hans í þessu?“ spurði Eiríkur. „En þó sæi maður alveg fyrir sér að svona flokkar, þeir kæmu sér saman um grundvallarþátt, eitthvert grundvallarplagg og svo væri öðrum boðið til samstarfs frekar en að þeir yrðu aðilar að stjórninni. Og menn fengju þá einhverju framgengt.“Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56 „Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
„Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56
„Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16