„Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 17:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vísir/Ernir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur. Hún segir flokkinn líklega geta stutt ýmis mál ríkisstjórnar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Pírata ef flokkarnir ná saman um stjórnarsáttmála. Hún segist einnig vona að ríkisstjórnin styðji jafnframt einhver mál stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir að það sé frekar Framsóknarflokkurinn en Píratar sem skapi óvissu í viðræðum flokkanna fjögurra sem nú standa yfir. „Þetta er fólk sem er búið að vera á þingi. Það nálgast kannski hlutina með öðrum hætti og það er eitthvað sem við eigum líka svolítið að taka upp og skoða og hlusta. Margt sem Píratar hafa lagt fram sem mér finnst til fyrirmyndar. Ég hef ekki áhyggjur endilega af pírötum í þessari breytu það væri miklu frekar að ég hefði ákveðnar áhyggjur með Framsóknarflokkinn, að hann gangi ekki alveg heill inn í þetta starf,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég vona nú að það verði ekki þannig að þessi ríkisstjórn verði í rauninni ríkisstjórn sem kaupir allt frá framsókn því þá erum við að tala um ákveðna stöðnun, að það megi ekki breyta neinu á ákveðnum sviðum. Það verður mjög erfitt fyrir flokk eins og Pírata, flokk eins og Samfylkingu.“Viðreisn verði öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur Aðspurð segir Þorgerður að það hafi aldrei komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn. Flokkarnir fjórir hafa 32 þingmenn, eða minnsta mögulega meirihluta. Með Viðreisn sem fimmta flokkinn væri meirihluti ríkisstjórnarinnar 36 þingmenn. „Við ræddum óformlega eitt og annað en við vorum aldrei hluti af þessu samtali. Ég held að það sé líka bara gott að þau reyni að klára þetta. Þau hafa þessa 32 þingmenn og ætla að láta á það reyna. Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín. „Við munum veita þeim málefnalegt aðhald. Ég hef talað um öðruvísi stjórnarandstöðu og við ætlum að gera hvað við getum hvað það varðar. Enda sýnist mér við líka vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en þeir sem verða þá væntanlega. Við munum aðgreina okkur frá þeim líka.“ Þorgerður segist sjá fram á að ríkisstjórn fjögurra flokka leggi fram ýmis mál sem Viðreisn geti stutt. „En það verða líka mál sem ég vonast til að ríkisstjórnin geti þá stutt á móti. Þetta gengur ekki bara á einn veg. Við erum að tala um ákveðin ný stjórnmál og þá vil ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin hlusti á það sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa og líka hleypi málum í gegn.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur. Hún segir flokkinn líklega geta stutt ýmis mál ríkisstjórnar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Pírata ef flokkarnir ná saman um stjórnarsáttmála. Hún segist einnig vona að ríkisstjórnin styðji jafnframt einhver mál stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir að það sé frekar Framsóknarflokkurinn en Píratar sem skapi óvissu í viðræðum flokkanna fjögurra sem nú standa yfir. „Þetta er fólk sem er búið að vera á þingi. Það nálgast kannski hlutina með öðrum hætti og það er eitthvað sem við eigum líka svolítið að taka upp og skoða og hlusta. Margt sem Píratar hafa lagt fram sem mér finnst til fyrirmyndar. Ég hef ekki áhyggjur endilega af pírötum í þessari breytu það væri miklu frekar að ég hefði ákveðnar áhyggjur með Framsóknarflokkinn, að hann gangi ekki alveg heill inn í þetta starf,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég vona nú að það verði ekki þannig að þessi ríkisstjórn verði í rauninni ríkisstjórn sem kaupir allt frá framsókn því þá erum við að tala um ákveðna stöðnun, að það megi ekki breyta neinu á ákveðnum sviðum. Það verður mjög erfitt fyrir flokk eins og Pírata, flokk eins og Samfylkingu.“Viðreisn verði öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur Aðspurð segir Þorgerður að það hafi aldrei komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn. Flokkarnir fjórir hafa 32 þingmenn, eða minnsta mögulega meirihluta. Með Viðreisn sem fimmta flokkinn væri meirihluti ríkisstjórnarinnar 36 þingmenn. „Við ræddum óformlega eitt og annað en við vorum aldrei hluti af þessu samtali. Ég held að það sé líka bara gott að þau reyni að klára þetta. Þau hafa þessa 32 þingmenn og ætla að láta á það reyna. Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín. „Við munum veita þeim málefnalegt aðhald. Ég hef talað um öðruvísi stjórnarandstöðu og við ætlum að gera hvað við getum hvað það varðar. Enda sýnist mér við líka vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en þeir sem verða þá væntanlega. Við munum aðgreina okkur frá þeim líka.“ Þorgerður segist sjá fram á að ríkisstjórn fjögurra flokka leggi fram ýmis mál sem Viðreisn geti stutt. „En það verða líka mál sem ég vonast til að ríkisstjórnin geti þá stutt á móti. Þetta gengur ekki bara á einn veg. Við erum að tala um ákveðin ný stjórnmál og þá vil ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin hlusti á það sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa og líka hleypi málum í gegn.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30
Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30