Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. vísir/afp „Það er ekkert hægt að finna að þessum viðskiptum,“ sagði Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við BBC í gær en fjallað er um það í hinum svokölluðu Paradísarskjölum að ráðherrann hafi í gegnum skipafélagið Navigator stundað viðskipti við rússneska fyrirtækið Sibur. Sibur er rússneskt olíufélag í eigu þeirra Gennady Timchenko, Kirills Shamalov og Leonids Mikhelson. Timchenko er gamall vinur Vladimirs Pútín Rússlandsforseta og Shamalov er giftur Yekaterínu Pútínu, dóttur forsetans. Þá beinast viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum að þeim Timchenko og Mikhelson. Uppljóstrunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi þar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meint afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og tengslum framboðs Donalds Trump forseta við Rússa. Ross á hlut í Navigator í gegnum aflandsfélög á Cayman-eyjum en skipafélagið flutti olíu og gas fyrir Sibur árum saman. „Það er ekkert að því að Navigator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þvingunum gegn Sibur væri það annað mál,“ sagði Ross og bætti því við að hann hefði sagt viðeigandi aðilum frá viðskiptunum áður en hann tók við embætti. Þá neitaði hann því að hafa sagt þingnefndinni sem samþykkti skipun hans í embætti ósatt, líkt og hann hefur verið sakaður um. „Það var villt um fyrir nefndinni. Það var villt um fyrir bandarísku þjóðinni þegar þessi félög voru falin,“ sagði Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í gær. Kallaði hann jafnframt eftir því að tengsl viðskiptaráðherrans við tengdason Pútíns yrðu rannsökuð. En Paradísarskjölin hafa áhrif í fleiri ríkjum en Bandaríkjunum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í gær hvattur til að taka á skattaundanskotum þar í landi eftir að rúmlega 700 nöfn Indverja fundust í skjölunum. Meðal annars nafn eins ráðherra og annars þingmanns úr flokki Modi. Ráðherrann Jayant Sinha, neitaði að tjá sig um málið í gær. Þingmaðurinn, Ravindra Kishore, sagði í yfirlýsingu að hann gæti ekki tjáð sig í vikunni þar sem hann hefði svarið þagnareið af trúarlegum ástæðum. Þá hafa Paradísarskjölin valdið titringi á Bretlandi. Hefur Bretlandsdrottning til að mynda haldið milljónum punda í aflandsfélögum og Ashcroft lávarður, áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sömuleiðis. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var harðorður í gær. „Þessar uppljóstranir sýna að það eru aðrar reglur fyrir hina ofurríku en aðra þegar kemur að því að borga skatta,“ sagði Corbyn. Lagði Corbyn til að drottningin myndi biðjast afsökunar. „Allir sem setja peninga sína í skattaskjól ættu að gera tvennt. Annars vegar að biðjast afsökunar og hins vegar að átta sig á því hvað þetta gerir samfélaginu okkar.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Paradísarskjölin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
„Það er ekkert hægt að finna að þessum viðskiptum,“ sagði Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við BBC í gær en fjallað er um það í hinum svokölluðu Paradísarskjölum að ráðherrann hafi í gegnum skipafélagið Navigator stundað viðskipti við rússneska fyrirtækið Sibur. Sibur er rússneskt olíufélag í eigu þeirra Gennady Timchenko, Kirills Shamalov og Leonids Mikhelson. Timchenko er gamall vinur Vladimirs Pútín Rússlandsforseta og Shamalov er giftur Yekaterínu Pútínu, dóttur forsetans. Þá beinast viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum að þeim Timchenko og Mikhelson. Uppljóstrunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi þar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meint afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og tengslum framboðs Donalds Trump forseta við Rússa. Ross á hlut í Navigator í gegnum aflandsfélög á Cayman-eyjum en skipafélagið flutti olíu og gas fyrir Sibur árum saman. „Það er ekkert að því að Navigator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þvingunum gegn Sibur væri það annað mál,“ sagði Ross og bætti því við að hann hefði sagt viðeigandi aðilum frá viðskiptunum áður en hann tók við embætti. Þá neitaði hann því að hafa sagt þingnefndinni sem samþykkti skipun hans í embætti ósatt, líkt og hann hefur verið sakaður um. „Það var villt um fyrir nefndinni. Það var villt um fyrir bandarísku þjóðinni þegar þessi félög voru falin,“ sagði Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í gær. Kallaði hann jafnframt eftir því að tengsl viðskiptaráðherrans við tengdason Pútíns yrðu rannsökuð. En Paradísarskjölin hafa áhrif í fleiri ríkjum en Bandaríkjunum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í gær hvattur til að taka á skattaundanskotum þar í landi eftir að rúmlega 700 nöfn Indverja fundust í skjölunum. Meðal annars nafn eins ráðherra og annars þingmanns úr flokki Modi. Ráðherrann Jayant Sinha, neitaði að tjá sig um málið í gær. Þingmaðurinn, Ravindra Kishore, sagði í yfirlýsingu að hann gæti ekki tjáð sig í vikunni þar sem hann hefði svarið þagnareið af trúarlegum ástæðum. Þá hafa Paradísarskjölin valdið titringi á Bretlandi. Hefur Bretlandsdrottning til að mynda haldið milljónum punda í aflandsfélögum og Ashcroft lávarður, áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sömuleiðis. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var harðorður í gær. „Þessar uppljóstranir sýna að það eru aðrar reglur fyrir hina ofurríku en aðra þegar kemur að því að borga skatta,“ sagði Corbyn. Lagði Corbyn til að drottningin myndi biðjast afsökunar. „Allir sem setja peninga sína í skattaskjól ættu að gera tvennt. Annars vegar að biðjast afsökunar og hins vegar að átta sig á því hvað þetta gerir samfélaginu okkar.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Paradísarskjölin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08
Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30
Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45