Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 06:41 Melania og Donald Trump lentu í Suður-Kóreu nú í morgun. Utanríkisráðherra landsins, Kang Kyung-wha, sést hjá á milli þeirra hjóna. Visir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. Þá verða viðskipti landanna jafnframt ofarlega á baugi enda hefur Trump ítrekað sagst ósáttur við þá samninga sem Bandaríkin höfðu gert við ríki Suðaustur-Asíu áður en hann tók við embætti. Þannig lét hann Japani heyra það í gær en Trump mun sækja fimm Asíulönd heim í þessari ferð sinni, sem er sú lengsta sem hann hefur lagt upp í sem forseti. Í Suður-Kóreu mun hann funda með forseta landsins, Moon Jae-in, bandarískum hermönnum og stjórnmálamönnum. Fyrir fundi sína hrósaði hann forseta landsins á Twitter og sagði að þeir félagar myndu „ráða sig fram úr öllu!“Sjá einnig: Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Þó að Trump muni aðeins verja 24 klukkustundum í Suður-Kóreu telur greinandi breska ríkisútvarpsins þessa heimsókn vera þá þýðingarmestu á ferðalagi forsetans. Er henni ætlað að renna styrkari stoðum undir hernaðarbandalag ríkjanna og senda leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skýr skilaboð um hernar- og samstöðumátt Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Því vona margir í röðum stjórnvalda í Seúl að Trump muni ekki nota jafn eldfimt orðalag og hann gerði fyrr á þessu ári - þegar hann hótaði Norður-Kóreumönnum „eldi og heift“ ef þeir létu ekki af kjarnorkutilraunum sínum. Bandaríkjaforseti mun eftir heimsóknina næst halda til Kína, Víetnam og Filippseyja.South Korean President Moon Jae-in welcomes US President Donald Trump to the Blue House in Seoul https://t.co/l9DLL9hYHN pic.twitter.com/jUyWXyb14I— CNN (@CNN) November 7, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. Þá verða viðskipti landanna jafnframt ofarlega á baugi enda hefur Trump ítrekað sagst ósáttur við þá samninga sem Bandaríkin höfðu gert við ríki Suðaustur-Asíu áður en hann tók við embætti. Þannig lét hann Japani heyra það í gær en Trump mun sækja fimm Asíulönd heim í þessari ferð sinni, sem er sú lengsta sem hann hefur lagt upp í sem forseti. Í Suður-Kóreu mun hann funda með forseta landsins, Moon Jae-in, bandarískum hermönnum og stjórnmálamönnum. Fyrir fundi sína hrósaði hann forseta landsins á Twitter og sagði að þeir félagar myndu „ráða sig fram úr öllu!“Sjá einnig: Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Þó að Trump muni aðeins verja 24 klukkustundum í Suður-Kóreu telur greinandi breska ríkisútvarpsins þessa heimsókn vera þá þýðingarmestu á ferðalagi forsetans. Er henni ætlað að renna styrkari stoðum undir hernaðarbandalag ríkjanna og senda leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skýr skilaboð um hernar- og samstöðumátt Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Því vona margir í röðum stjórnvalda í Seúl að Trump muni ekki nota jafn eldfimt orðalag og hann gerði fyrr á þessu ári - þegar hann hótaði Norður-Kóreumönnum „eldi og heift“ ef þeir létu ekki af kjarnorkutilraunum sínum. Bandaríkjaforseti mun eftir heimsóknina næst halda til Kína, Víetnam og Filippseyja.South Korean President Moon Jae-in welcomes US President Donald Trump to the Blue House in Seoul https://t.co/l9DLL9hYHN pic.twitter.com/jUyWXyb14I— CNN (@CNN) November 7, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03
Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29
Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25