Fékk sér i glas og reykti maríjúana fyrir flesta leiki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2017 13:00 Josh Gordon í leik með Cleveland fyrir þremur árum síðan. vísir/getty Helsti vandræðapési NFL-deildarinnar, Josh Gordon, hefur loksins opnað sig varðandi sín vandamál með vímuefni. Saga hans er í einu orði sagt ótrúleg. Gordon er orðinn 26 ára gamall. Hann var valinn af Cleveland Browns í nýliðavalinu árið 2012 en hefur lítið spila enda nánast verið í leikbanni frá því hann kom inn í deildina. Gordon fór í opinskátt viðtal hjá GQ þar sem hann opnaði sig loksins og greindi frá því að hann hefði reglulega notað áfengi og eiturlyf fyrir leiki. „Þetta var komið upp í vana hjá mér. Ef ég hafði farið í lyfjapróf í vikunni þá var klárt að ég myndi alltaf fá tvo aukadaga til þess að hreinsa kerfið. Ég átti það til að reykja mikið marijúana fyrir leiki og reyndi svo að fela lyktina af fötunum. Það er reyndar fullt af leikmönnum sem reykja fyrir leiki en það er enginn að tala um þá,“ segir Gordon en hann fékk sér líka í glas fyrir leiki. „Ég var alltaf tilbúinn með glös. Ég elskaði Grand Marnier. Það rann ljúflega niður. Ég gat venjulega drukkið mjög mikið. Ef það var ekki Grand þá drakk ég vískí eða eitthvað álíka. Ég tók kannski tvo staup til þess að hita upp kerfið. Koma vélinni í gang. Þetta er það sem ég gerði fyrir leiki. Svo var alltaf partí eftir leiki. Það var eitthvað í mér fyrir nánast alla leiki.“ Gordon segir að þetta hafi hann gert fyrir nánast alla leiki bæði í háskóla og NFL-deildinni. Þar sem hann hefur ítrekað fallið á lyfjaprófum síðustu ár þá hefur hann ekki spilað síðan árið 2014. Gríðarlegur missir fyrir Cleveland enda ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem var með flesta jarda hjá útherjum deildarinnar árið 2013 og það aðeins í fjórtán leikjum. NFL-deildin hefur nú sett hann á skilorð og hann má snúa aftur í þrettándu leikviku ef hann fer eftir þeim reglum sem deildin hefur sett honum. Á meðal þess sem hann þarf að gera er að taka regluleg lyfjapróf og sækja AA-fundi. Það verður klárlega hans síðasta tækifæri í deildinni. NFL Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Sjá meira
Helsti vandræðapési NFL-deildarinnar, Josh Gordon, hefur loksins opnað sig varðandi sín vandamál með vímuefni. Saga hans er í einu orði sagt ótrúleg. Gordon er orðinn 26 ára gamall. Hann var valinn af Cleveland Browns í nýliðavalinu árið 2012 en hefur lítið spila enda nánast verið í leikbanni frá því hann kom inn í deildina. Gordon fór í opinskátt viðtal hjá GQ þar sem hann opnaði sig loksins og greindi frá því að hann hefði reglulega notað áfengi og eiturlyf fyrir leiki. „Þetta var komið upp í vana hjá mér. Ef ég hafði farið í lyfjapróf í vikunni þá var klárt að ég myndi alltaf fá tvo aukadaga til þess að hreinsa kerfið. Ég átti það til að reykja mikið marijúana fyrir leiki og reyndi svo að fela lyktina af fötunum. Það er reyndar fullt af leikmönnum sem reykja fyrir leiki en það er enginn að tala um þá,“ segir Gordon en hann fékk sér líka í glas fyrir leiki. „Ég var alltaf tilbúinn með glös. Ég elskaði Grand Marnier. Það rann ljúflega niður. Ég gat venjulega drukkið mjög mikið. Ef það var ekki Grand þá drakk ég vískí eða eitthvað álíka. Ég tók kannski tvo staup til þess að hita upp kerfið. Koma vélinni í gang. Þetta er það sem ég gerði fyrir leiki. Svo var alltaf partí eftir leiki. Það var eitthvað í mér fyrir nánast alla leiki.“ Gordon segir að þetta hafi hann gert fyrir nánast alla leiki bæði í háskóla og NFL-deildinni. Þar sem hann hefur ítrekað fallið á lyfjaprófum síðustu ár þá hefur hann ekki spilað síðan árið 2014. Gríðarlegur missir fyrir Cleveland enda ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem var með flesta jarda hjá útherjum deildarinnar árið 2013 og það aðeins í fjórtán leikjum. NFL-deildin hefur nú sett hann á skilorð og hann má snúa aftur í þrettándu leikviku ef hann fer eftir þeim reglum sem deildin hefur sett honum. Á meðal þess sem hann þarf að gera er að taka regluleg lyfjapróf og sækja AA-fundi. Það verður klárlega hans síðasta tækifæri í deildinni.
NFL Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Sjá meira