Leitinni er ekki lokið Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2017 14:30 Ása Nishanthi Magnúsdóttir leitar enn að móður sinni. Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.Sumir dagar voru erfiðir fyrir Ásu úti í Sri Lanka.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum á sunnudaginn kom fátt í ljós um blóðmóður Ásu. Leitin gekk einfaldlega ekki upp og keyrði teymið í raun alltaf inn í botnlanga eins og Ása orðaði það sjálf í þættinum. Ása og Sigrún Ósk fóru á hvern fundinn á eftir öðrum og gátu fáir gefið skýr svör um.Myndin umtalaða frá árinu 1985.Blaðamaður frá Sri Lanka telur fullvíst að ættleiðingarskjöl Ásu séu í raun fölsuð og þegar það varð ljóst brotnaði hún niður.Andlega búin á því „Ég bjóst ekki við þessu öllu með skjölin og það er það sem er búið að flækja þetta allt svakalega mikið,“ segir Ása. „Ég er andlega búin á því, ég get bara sagt það. Innst inni í mér var mikil von en ég reyndi svo svakalega að halda aftur af mér. Þetta var svolítið sárt í dag. Það var bara eins og það væru allar götur lokaðar, hver botnlanginn á eftir öðrum. Það sem mér finnst verst að heyra er að blóðmóðir mín er að gefa mig í góðri trú, móðir mín er að ættleiða mig í góðri trú en svo eru svindlarar þarna á milli.“ Ása var stundum í miklum vandræðum með tilfinningar sínar í þættinum. Hún hefur alltaf átt mynd af móður sinni og sér frá árinu 1985 þegar hún var ættleidd. Ása hugsaði stundum í ferlinu hvort þetta væri í raun móðir hennar. „Þetta er hún og ég ætla bara halda áfram að hugsa það. Hver er ég þá? Ef ekkert stenst? Ekki pappírarnir og ekki myndin. Þetta er bara sárt.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn en Ása ætlar ekki að gefast upp og áttar sig á því að svona leit getur tekið tíma. Leitin að upprunanum Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.Sumir dagar voru erfiðir fyrir Ásu úti í Sri Lanka.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum á sunnudaginn kom fátt í ljós um blóðmóður Ásu. Leitin gekk einfaldlega ekki upp og keyrði teymið í raun alltaf inn í botnlanga eins og Ása orðaði það sjálf í þættinum. Ása og Sigrún Ósk fóru á hvern fundinn á eftir öðrum og gátu fáir gefið skýr svör um.Myndin umtalaða frá árinu 1985.Blaðamaður frá Sri Lanka telur fullvíst að ættleiðingarskjöl Ásu séu í raun fölsuð og þegar það varð ljóst brotnaði hún niður.Andlega búin á því „Ég bjóst ekki við þessu öllu með skjölin og það er það sem er búið að flækja þetta allt svakalega mikið,“ segir Ása. „Ég er andlega búin á því, ég get bara sagt það. Innst inni í mér var mikil von en ég reyndi svo svakalega að halda aftur af mér. Þetta var svolítið sárt í dag. Það var bara eins og það væru allar götur lokaðar, hver botnlanginn á eftir öðrum. Það sem mér finnst verst að heyra er að blóðmóðir mín er að gefa mig í góðri trú, móðir mín er að ættleiða mig í góðri trú en svo eru svindlarar þarna á milli.“ Ása var stundum í miklum vandræðum með tilfinningar sínar í þættinum. Hún hefur alltaf átt mynd af móður sinni og sér frá árinu 1985 þegar hún var ættleidd. Ása hugsaði stundum í ferlinu hvort þetta væri í raun móðir hennar. „Þetta er hún og ég ætla bara halda áfram að hugsa það. Hver er ég þá? Ef ekkert stenst? Ekki pappírarnir og ekki myndin. Þetta er bara sárt.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn en Ása ætlar ekki að gefast upp og áttar sig á því að svona leit getur tekið tíma.
Leitin að upprunanum Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira