Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 14:24 Harvey Weinstein og Rose McGowan árið 2007. Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Frá þessu segir í frétt The New Yorker, en tugir kvenna hafa á síðustu vikum sakað Weinstein ýmist um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Í fréttinni segir að njósnararnir hafi haft það hlutverk að ná upplýsingum upp úr fórnarlömbum Weinstein og á eitt skotmarka Weinstein að hafa verið leikkonan Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Weinstein á að hafa ráðið einkarekin öryggisfyrirtæki til starfa, meðal annars Kroll og Black Cube, þar sem stýrt era f fyrrverandi starfsmönnum ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, til að safna saman upplýsingum um konur og fréttamenn sem unnu að því að greina frá gjörðum Weinstein í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tugum skjala og vitnisburða sjö einstaklinga sem tengd eru málinu með beinum hætti, að því er fram kemur í grein New Yorker. Þá segir að „fréttamenn“, gerðir út af Weinstein, hafi einnig leitað upplýsinga hjá fórnarlömbum Weinstein og komið þeim til framleiðandans eða öryggisfyrirtækjanna. Í samskiptum við Rose McGowan Njósnararnir eiga að hafa starfað fyrir Weinstein í um ár þar sem njósnað var um tugi kvenna. Greinargerðum var meðal annars skilað inn til Weinstein um persónulega sögu kvennanna og sögu þeirra í kynferðismálum. New Yorker segir frá því að tveir njósnaranna hafi verið í samskiptum við leikkonuna Rose McGowan. Einn þeirra gekk undir nafninu Diana Filip og þóttist hún vera fulltrúi samtaka sem berjast fyrir kvenréttindum. Filip tók upp að lágmarki fjögur samtöl sem hún átti með McGowan. Þá á sami njósnari að hafa hitt fréttamann í þeim tilgangi að komast að því hvaða konur væru að ræða við fjölmiðla um árásir Weinstein. Filip var hins vegar í raun og veru fyrrverandi starfsmaður ísraelska hersins og starfaði hjá Black Cube. Þegar fréttamaður New Yorker sendi McGowan mynd af njósnaranum, sagðist hún strax kannast við konuna. Rataði í fréttirnar hér á landi Black Cube rataði í fréttirnar hér á landi á árunum eftir hrun þegar Vincent Tchenguiz réði starfsmenn fyrirtækisins til stafa til að aðstoða hann í deilum sínum við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office (SFO). Tchenguiz var handtekinn af lögreglunni í kjölfar falls Kaupþings banka og notaðist Tchenguiz við gögn úr rannsókn starfsmanna Black Cube í málaferlum sínum gegn SFO. Dómari átti síðar eftir að dæma breska ríkið til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegrar handtöku Tchenguiz. Hér má lesa grein New Yorker í heild sinni. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Frá þessu segir í frétt The New Yorker, en tugir kvenna hafa á síðustu vikum sakað Weinstein ýmist um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Í fréttinni segir að njósnararnir hafi haft það hlutverk að ná upplýsingum upp úr fórnarlömbum Weinstein og á eitt skotmarka Weinstein að hafa verið leikkonan Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Weinstein á að hafa ráðið einkarekin öryggisfyrirtæki til starfa, meðal annars Kroll og Black Cube, þar sem stýrt era f fyrrverandi starfsmönnum ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, til að safna saman upplýsingum um konur og fréttamenn sem unnu að því að greina frá gjörðum Weinstein í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tugum skjala og vitnisburða sjö einstaklinga sem tengd eru málinu með beinum hætti, að því er fram kemur í grein New Yorker. Þá segir að „fréttamenn“, gerðir út af Weinstein, hafi einnig leitað upplýsinga hjá fórnarlömbum Weinstein og komið þeim til framleiðandans eða öryggisfyrirtækjanna. Í samskiptum við Rose McGowan Njósnararnir eiga að hafa starfað fyrir Weinstein í um ár þar sem njósnað var um tugi kvenna. Greinargerðum var meðal annars skilað inn til Weinstein um persónulega sögu kvennanna og sögu þeirra í kynferðismálum. New Yorker segir frá því að tveir njósnaranna hafi verið í samskiptum við leikkonuna Rose McGowan. Einn þeirra gekk undir nafninu Diana Filip og þóttist hún vera fulltrúi samtaka sem berjast fyrir kvenréttindum. Filip tók upp að lágmarki fjögur samtöl sem hún átti með McGowan. Þá á sami njósnari að hafa hitt fréttamann í þeim tilgangi að komast að því hvaða konur væru að ræða við fjölmiðla um árásir Weinstein. Filip var hins vegar í raun og veru fyrrverandi starfsmaður ísraelska hersins og starfaði hjá Black Cube. Þegar fréttamaður New Yorker sendi McGowan mynd af njósnaranum, sagðist hún strax kannast við konuna. Rataði í fréttirnar hér á landi Black Cube rataði í fréttirnar hér á landi á árunum eftir hrun þegar Vincent Tchenguiz réði starfsmenn fyrirtækisins til stafa til að aðstoða hann í deilum sínum við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office (SFO). Tchenguiz var handtekinn af lögreglunni í kjölfar falls Kaupþings banka og notaðist Tchenguiz við gögn úr rannsókn starfsmanna Black Cube í málaferlum sínum gegn SFO. Dómari átti síðar eftir að dæma breska ríkið til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegrar handtöku Tchenguiz. Hér má lesa grein New Yorker í heild sinni.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30