Erlent

Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann

Atli Ísleifsson skrifar
Sýrlensk stjórnvöld greindu frá ákvörðun sinni að gerast aðilar að samkomulaginu á loftslagsráðstefnu í Bonn.
Sýrlensk stjórnvöld greindu frá ákvörðun sinni að gerast aðilar að samkomulaginu á loftslagsráðstefnu í Bonn. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Sýrlandi hafa skrifað undir Parísarsáttmálann sem þýðir að Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður ákvæði sáttmálans.

Donald Trump Bandarikjaforseti tilkynnti í júní að Bandaríkin hyðgust draga sig úr Parísarsáttmálanum. Á þeim tíma þýddi það að Bandaríkin, Sýrland og Nikaragva væru einu ríkin sem ekki studdu samkomulagið, en frá þeim tíma hafa nú bæði Sýrland og Nikaragva skrifað undir.

Sýrlensk stjórnvöld greindu frá ákvörðun sinni að gerast aðilar að samkomulaginu á loftslagsráðstefnu í Bonn í Þýskalandi.

Parísarsáttmálanum er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og koma í veg fyrir að meðalhitastig jarðar hækki ekki um meira en tvær gráður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×