Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Haraldur Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2017 06:00 Magnús Garðarsson, stofnandi kísilversins í Helguvík, vill lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutafé hans í United Silicon. vísir/eyþór Fjórir fyrrverandi hluthafar United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri kísilversins, vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu. Málið verður tekið fyrir í héraði á föstudag en hluthafarnir fyrrverandi fóru fram á lögbannið í lok september. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Magnúsar og Kísils Íslands hf. og hollensku félaganna United Silicon Holding B.V. og USI Holding B.V., staðfestir að hann muni þar leggja fram greinargerð með rökstuðningi þeirra um að bankanum hafi ekki verið heimilt að ganga að hlutafénu. Um er að ræða helstu stofnendur kísilversins í Helguvík en Kísill Ísland er í eigu United Silicon Holding B.V. Aftur á móti hefur aldrei verið upplýst um raunverulega eigendur þess félags en ljóst er að hollenska hrávörufyrirtækið Bit Fondel er í þeim hópi. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í United Silicon. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, gekk um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók þá hlutabréfin yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en eins og komið hefur fram er Arion með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Fulltrúar Kísils Íslands misstu þá stjórnarsæti sín í félaginu en bankinn sagði yfirráðin einungis tímabundin og að til stæði að endurskipuleggja félagið og fá inn nýja fjárfesta. Bankinn hefur, eins og Fréttablaðið greindi frá mánuði eftir yfirtökuna, sent kæru til héraðssaksóknara vegna meintrar mögulegrar refsiverðrar háttsemi Magnúsar. Kom kæran í kjölfar ákvörðunar stjórnar United Silicon um að kæra hann til sama embættis vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar og talsmaður Arion banka vildi ekki tjá sig um málareksturinn fyrir héraðsdómi. United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Fjórir fyrrverandi hluthafar United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri kísilversins, vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu. Málið verður tekið fyrir í héraði á föstudag en hluthafarnir fyrrverandi fóru fram á lögbannið í lok september. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Magnúsar og Kísils Íslands hf. og hollensku félaganna United Silicon Holding B.V. og USI Holding B.V., staðfestir að hann muni þar leggja fram greinargerð með rökstuðningi þeirra um að bankanum hafi ekki verið heimilt að ganga að hlutafénu. Um er að ræða helstu stofnendur kísilversins í Helguvík en Kísill Ísland er í eigu United Silicon Holding B.V. Aftur á móti hefur aldrei verið upplýst um raunverulega eigendur þess félags en ljóst er að hollenska hrávörufyrirtækið Bit Fondel er í þeim hópi. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í United Silicon. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, gekk um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók þá hlutabréfin yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en eins og komið hefur fram er Arion með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Fulltrúar Kísils Íslands misstu þá stjórnarsæti sín í félaginu en bankinn sagði yfirráðin einungis tímabundin og að til stæði að endurskipuleggja félagið og fá inn nýja fjárfesta. Bankinn hefur, eins og Fréttablaðið greindi frá mánuði eftir yfirtökuna, sent kæru til héraðssaksóknara vegna meintrar mögulegrar refsiverðrar háttsemi Magnúsar. Kom kæran í kjölfar ákvörðunar stjórnar United Silicon um að kæra hann til sama embættis vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar og talsmaður Arion banka vildi ekki tjá sig um málareksturinn fyrir héraðsdómi.
United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39
Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30