Íslensku skrímslin munu fara alla leið til Japan Guðný Hrönn skrifar 8. nóvember 2017 11:00 Haldið verður útgáfuteiti í Hafnarborg Hafnarfirði vegna bókarinnar Skrímslin í Hraunlandi á laugardaginn. Íslenska fyrirtækið Monstri ehf. hefur handgert lítil ullarskrímsli úr afgangsefnum frá árinu 2011 sem hafa vakið lukku hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum á Íslandi. En nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar og fer alla leið til Japan. Það var síðastliðið haust sem japanskur dreifingaraðilli hafði samband við Ölmu Björk Ástþórsdóttur, eiganda Monstra ehf. Hann hafði heillast af skrímslunum þegar hann var hér á landi sem ferðamaður og vildi fá þau alla leið til Japans. Alma fékk þá hjálp frá sendiráði Íslands í Tókýó og Íslandsstofu við að koma á samstarfi. „Í febrúar fórum við svo til Tókýó þar sem ég skrifaði undir dreifingarsamninginn,“ segir Alma sem hefur háleit markmið. „Við ætlum ekkert að stoppa við Japan. Við sjáum það á erlendum viðskiptavinum okkar hérlendis að skrímslin eiga klárlega erindi um allan heim. Þau eru öll handgerð þar sem vandað er til verka og fólk kann að meta það.“ Spurð út í hvort hana hafi einhvern tímann grunað að skrímslin myndu ná svona langt segir Alma Björk: „Nei, alls ekki. Í fyrstu var hugsunin bara að gera eitthvað úr afgangsefnum í stað þess að henda þeim. Ég notaði alls kyns búta, afklippur og jafnvel gömul föt í útlimi. En salan fór strax vel af stað og áður en ég vissi af var ég farin að kaupa afgangsull hjá Glófa og góðar saumakonur í bænum voru duglegar að safna afskurði fyrir mig.“ Aðspurð hvar hún sjái skrímslin sín fyrir sér eftir 10 ár segir Alma næstu skref vera að stækka fyrirtækið enn frekar. „Næstu skref hjá okkur eru að stækka fyrirtækið, gefa út fleiri bækur og koma upp skrímslasmiðjum bæði hérlendis og erlendis.“ Nýverið kom svo út bók um skrímslin, bókin Skrímslin í Hraunlandi. „Í bókinni „Skrímslin í Hraunlandi“ fylgjumst við með því hvernig skrímslin þurftu að flýja heimili sín, torfbæina, sökum tækninnar og þurfa nú að læra að lifa af í íslenskri náttúru. Útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með bókinni viljum við kynna skrímslin betur fyrir íslenskum börnum enda hafa skrímslin tengingu í íslenska arfleifð og náttúru ásamt því að boða umhverfisvernd. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast þessum málefnum á skemmtilegan hátt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Monstri ehf. hefur handgert lítil ullarskrímsli úr afgangsefnum frá árinu 2011 sem hafa vakið lukku hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum á Íslandi. En nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar og fer alla leið til Japan. Það var síðastliðið haust sem japanskur dreifingaraðilli hafði samband við Ölmu Björk Ástþórsdóttur, eiganda Monstra ehf. Hann hafði heillast af skrímslunum þegar hann var hér á landi sem ferðamaður og vildi fá þau alla leið til Japans. Alma fékk þá hjálp frá sendiráði Íslands í Tókýó og Íslandsstofu við að koma á samstarfi. „Í febrúar fórum við svo til Tókýó þar sem ég skrifaði undir dreifingarsamninginn,“ segir Alma sem hefur háleit markmið. „Við ætlum ekkert að stoppa við Japan. Við sjáum það á erlendum viðskiptavinum okkar hérlendis að skrímslin eiga klárlega erindi um allan heim. Þau eru öll handgerð þar sem vandað er til verka og fólk kann að meta það.“ Spurð út í hvort hana hafi einhvern tímann grunað að skrímslin myndu ná svona langt segir Alma Björk: „Nei, alls ekki. Í fyrstu var hugsunin bara að gera eitthvað úr afgangsefnum í stað þess að henda þeim. Ég notaði alls kyns búta, afklippur og jafnvel gömul föt í útlimi. En salan fór strax vel af stað og áður en ég vissi af var ég farin að kaupa afgangsull hjá Glófa og góðar saumakonur í bænum voru duglegar að safna afskurði fyrir mig.“ Aðspurð hvar hún sjái skrímslin sín fyrir sér eftir 10 ár segir Alma næstu skref vera að stækka fyrirtækið enn frekar. „Næstu skref hjá okkur eru að stækka fyrirtækið, gefa út fleiri bækur og koma upp skrímslasmiðjum bæði hérlendis og erlendis.“ Nýverið kom svo út bók um skrímslin, bókin Skrímslin í Hraunlandi. „Í bókinni „Skrímslin í Hraunlandi“ fylgjumst við með því hvernig skrímslin þurftu að flýja heimili sín, torfbæina, sökum tækninnar og þurfa nú að læra að lifa af í íslenskri náttúru. Útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með bókinni viljum við kynna skrímslin betur fyrir íslenskum börnum enda hafa skrímslin tengingu í íslenska arfleifð og náttúru ásamt því að boða umhverfisvernd. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast þessum málefnum á skemmtilegan hátt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira