„Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri“ Guðný Hrönn skrifar 8. nóvember 2017 11:15 Ása tók þátt í Leitinni að upprunanum og leyfði þjóðinni að fylgjast með ferðalagi sínu til Srí Lanka. Þeir sem fylgjast með þáttunum Leitinni að upprunanum fengu í seinustu tveimur þáttum að fylgjast með ferðalagi Ásu Nishanthi Magnúsdóttur til Srí Lanka, landsins þar sem hún fæddist. Þar freistaði hún þess að finna móður sína með hjálp ættleiðingarskjala sem faðir hennar færði henni fyrir nokkrum árum. Þeim sem sáu ekki þáttinn á sunnudaginn en ætla sér að horfa á hann seinna er bent á að þessi grein gæti spillt fyrir þeim sem ekki vilja vita hvað gerðist. Ferðalag Ásu tók óvænta stefnu þegar í ljós kom að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ásu stóðust ekki. Það voru vissulega vonbrigði fyrir Ásu og ferðin tók á andlegu hliðina. En samt sem áður er Ása ánægð með að hafa látið vaða. „Ég er alveg mjög sátt. Auðvitað var þetta svekkjandi, að hafa ekki fundið hana. Og ég var náttúrulega búin að treysta á að pappírarnir myndu hjálpa mér, það var svona það eina sem ég gat notað til að finna hana. En þetta endaði samt vel, ég var líka í frábærum hóp þarna úti,“ segir Ása sem er búin að fá jákvæð viðbrögð frá fólki sem fylgdist spennt með þáttunum enda sýndi hún mikinn styrk. „Ég er náttúrulega bara búin að fá mikið knús og hrós frá fólki sem segir að ég hafi hafa staðið mig vel. Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri, að fara út og láta reyna á þetta. Og að kynnast menningunni og sjá landið.“ Spurð út í hvort hún ætli sér að fara aftur til Srí Lanka svarar hún hiklaust játandi.„Já. Ég vandist landinu og menningunni fljótt og þessu afslappaða andrúmslofti. Ég fer alveg pottþétt aftur og ætla þá að taka son minn með mér,“ útskýrir Ása sem á sex ára son. Í seinni þættinum um ferðalag Ásu kom fram að blaðamaður frá Srí Lanka, sem aðstoðaði Ásu og Sigrúnu Ósk, stjórnanda þáttanna, í leitinni, bauðst til að auglýsa opinberlega eftir blóðmóður Ásu eftir að í ljós kom að leitin myndi ekki ganga eins og skyldi. Ása afþakkaði það þar sem hún óttaðist að slík auglýsing gæti komið sér illa fyrir blóðmóður hennar. „Maður veit náttúrulega ekkert. Ég veit til dæmis ekki hvort hún er búin að gifta sig aftur og þá hvort hún er búin að segja manni sínum frá þessu.“ Ása er þó ekki búin að gefa upp alla von um að fá einhver svör um uppruna sinn. „Ég er búin að finna heimasíðu þar sem mæður sem hafa gefið frá sér börn eru að leita að börnunum sínum. Ég er búin að vera að skoða hana aðeins og forvitnast. Og ég hugsa að ég setji inn mynd af henni og mynd af mér inn á þá síðu,“ útskýrir Ása og tekur fram að hún ætli að taka öllum upplýsingum sem hún gæti fengið í gegnum þá síðu með fyrirvara og ekki gera sér of miklar vonir. „En leitinni er ekki lokið.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Þeir sem fylgjast með þáttunum Leitinni að upprunanum fengu í seinustu tveimur þáttum að fylgjast með ferðalagi Ásu Nishanthi Magnúsdóttur til Srí Lanka, landsins þar sem hún fæddist. Þar freistaði hún þess að finna móður sína með hjálp ættleiðingarskjala sem faðir hennar færði henni fyrir nokkrum árum. Þeim sem sáu ekki þáttinn á sunnudaginn en ætla sér að horfa á hann seinna er bent á að þessi grein gæti spillt fyrir þeim sem ekki vilja vita hvað gerðist. Ferðalag Ásu tók óvænta stefnu þegar í ljós kom að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ásu stóðust ekki. Það voru vissulega vonbrigði fyrir Ásu og ferðin tók á andlegu hliðina. En samt sem áður er Ása ánægð með að hafa látið vaða. „Ég er alveg mjög sátt. Auðvitað var þetta svekkjandi, að hafa ekki fundið hana. Og ég var náttúrulega búin að treysta á að pappírarnir myndu hjálpa mér, það var svona það eina sem ég gat notað til að finna hana. En þetta endaði samt vel, ég var líka í frábærum hóp þarna úti,“ segir Ása sem er búin að fá jákvæð viðbrögð frá fólki sem fylgdist spennt með þáttunum enda sýndi hún mikinn styrk. „Ég er náttúrulega bara búin að fá mikið knús og hrós frá fólki sem segir að ég hafi hafa staðið mig vel. Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri, að fara út og láta reyna á þetta. Og að kynnast menningunni og sjá landið.“ Spurð út í hvort hún ætli sér að fara aftur til Srí Lanka svarar hún hiklaust játandi.„Já. Ég vandist landinu og menningunni fljótt og þessu afslappaða andrúmslofti. Ég fer alveg pottþétt aftur og ætla þá að taka son minn með mér,“ útskýrir Ása sem á sex ára son. Í seinni þættinum um ferðalag Ásu kom fram að blaðamaður frá Srí Lanka, sem aðstoðaði Ásu og Sigrúnu Ósk, stjórnanda þáttanna, í leitinni, bauðst til að auglýsa opinberlega eftir blóðmóður Ásu eftir að í ljós kom að leitin myndi ekki ganga eins og skyldi. Ása afþakkaði það þar sem hún óttaðist að slík auglýsing gæti komið sér illa fyrir blóðmóður hennar. „Maður veit náttúrulega ekkert. Ég veit til dæmis ekki hvort hún er búin að gifta sig aftur og þá hvort hún er búin að segja manni sínum frá þessu.“ Ása er þó ekki búin að gefa upp alla von um að fá einhver svör um uppruna sinn. „Ég er búin að finna heimasíðu þar sem mæður sem hafa gefið frá sér börn eru að leita að börnunum sínum. Ég er búin að vera að skoða hana aðeins og forvitnast. Og ég hugsa að ég setji inn mynd af henni og mynd af mér inn á þá síðu,“ útskýrir Ása og tekur fram að hún ætli að taka öllum upplýsingum sem hún gæti fengið í gegnum þá síðu með fyrirvara og ekki gera sér of miklar vonir. „En leitinni er ekki lokið.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið