„Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri“ Guðný Hrönn skrifar 8. nóvember 2017 11:15 Ása tók þátt í Leitinni að upprunanum og leyfði þjóðinni að fylgjast með ferðalagi sínu til Srí Lanka. Þeir sem fylgjast með þáttunum Leitinni að upprunanum fengu í seinustu tveimur þáttum að fylgjast með ferðalagi Ásu Nishanthi Magnúsdóttur til Srí Lanka, landsins þar sem hún fæddist. Þar freistaði hún þess að finna móður sína með hjálp ættleiðingarskjala sem faðir hennar færði henni fyrir nokkrum árum. Þeim sem sáu ekki þáttinn á sunnudaginn en ætla sér að horfa á hann seinna er bent á að þessi grein gæti spillt fyrir þeim sem ekki vilja vita hvað gerðist. Ferðalag Ásu tók óvænta stefnu þegar í ljós kom að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ásu stóðust ekki. Það voru vissulega vonbrigði fyrir Ásu og ferðin tók á andlegu hliðina. En samt sem áður er Ása ánægð með að hafa látið vaða. „Ég er alveg mjög sátt. Auðvitað var þetta svekkjandi, að hafa ekki fundið hana. Og ég var náttúrulega búin að treysta á að pappírarnir myndu hjálpa mér, það var svona það eina sem ég gat notað til að finna hana. En þetta endaði samt vel, ég var líka í frábærum hóp þarna úti,“ segir Ása sem er búin að fá jákvæð viðbrögð frá fólki sem fylgdist spennt með þáttunum enda sýndi hún mikinn styrk. „Ég er náttúrulega bara búin að fá mikið knús og hrós frá fólki sem segir að ég hafi hafa staðið mig vel. Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri, að fara út og láta reyna á þetta. Og að kynnast menningunni og sjá landið.“ Spurð út í hvort hún ætli sér að fara aftur til Srí Lanka svarar hún hiklaust játandi.„Já. Ég vandist landinu og menningunni fljótt og þessu afslappaða andrúmslofti. Ég fer alveg pottþétt aftur og ætla þá að taka son minn með mér,“ útskýrir Ása sem á sex ára son. Í seinni þættinum um ferðalag Ásu kom fram að blaðamaður frá Srí Lanka, sem aðstoðaði Ásu og Sigrúnu Ósk, stjórnanda þáttanna, í leitinni, bauðst til að auglýsa opinberlega eftir blóðmóður Ásu eftir að í ljós kom að leitin myndi ekki ganga eins og skyldi. Ása afþakkaði það þar sem hún óttaðist að slík auglýsing gæti komið sér illa fyrir blóðmóður hennar. „Maður veit náttúrulega ekkert. Ég veit til dæmis ekki hvort hún er búin að gifta sig aftur og þá hvort hún er búin að segja manni sínum frá þessu.“ Ása er þó ekki búin að gefa upp alla von um að fá einhver svör um uppruna sinn. „Ég er búin að finna heimasíðu þar sem mæður sem hafa gefið frá sér börn eru að leita að börnunum sínum. Ég er búin að vera að skoða hana aðeins og forvitnast. Og ég hugsa að ég setji inn mynd af henni og mynd af mér inn á þá síðu,“ útskýrir Ása og tekur fram að hún ætli að taka öllum upplýsingum sem hún gæti fengið í gegnum þá síðu með fyrirvara og ekki gera sér of miklar vonir. „En leitinni er ekki lokið.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Þeir sem fylgjast með þáttunum Leitinni að upprunanum fengu í seinustu tveimur þáttum að fylgjast með ferðalagi Ásu Nishanthi Magnúsdóttur til Srí Lanka, landsins þar sem hún fæddist. Þar freistaði hún þess að finna móður sína með hjálp ættleiðingarskjala sem faðir hennar færði henni fyrir nokkrum árum. Þeim sem sáu ekki þáttinn á sunnudaginn en ætla sér að horfa á hann seinna er bent á að þessi grein gæti spillt fyrir þeim sem ekki vilja vita hvað gerðist. Ferðalag Ásu tók óvænta stefnu þegar í ljós kom að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ásu stóðust ekki. Það voru vissulega vonbrigði fyrir Ásu og ferðin tók á andlegu hliðina. En samt sem áður er Ása ánægð með að hafa látið vaða. „Ég er alveg mjög sátt. Auðvitað var þetta svekkjandi, að hafa ekki fundið hana. Og ég var náttúrulega búin að treysta á að pappírarnir myndu hjálpa mér, það var svona það eina sem ég gat notað til að finna hana. En þetta endaði samt vel, ég var líka í frábærum hóp þarna úti,“ segir Ása sem er búin að fá jákvæð viðbrögð frá fólki sem fylgdist spennt með þáttunum enda sýndi hún mikinn styrk. „Ég er náttúrulega bara búin að fá mikið knús og hrós frá fólki sem segir að ég hafi hafa staðið mig vel. Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri, að fara út og láta reyna á þetta. Og að kynnast menningunni og sjá landið.“ Spurð út í hvort hún ætli sér að fara aftur til Srí Lanka svarar hún hiklaust játandi.„Já. Ég vandist landinu og menningunni fljótt og þessu afslappaða andrúmslofti. Ég fer alveg pottþétt aftur og ætla þá að taka son minn með mér,“ útskýrir Ása sem á sex ára son. Í seinni þættinum um ferðalag Ásu kom fram að blaðamaður frá Srí Lanka, sem aðstoðaði Ásu og Sigrúnu Ósk, stjórnanda þáttanna, í leitinni, bauðst til að auglýsa opinberlega eftir blóðmóður Ásu eftir að í ljós kom að leitin myndi ekki ganga eins og skyldi. Ása afþakkaði það þar sem hún óttaðist að slík auglýsing gæti komið sér illa fyrir blóðmóður hennar. „Maður veit náttúrulega ekkert. Ég veit til dæmis ekki hvort hún er búin að gifta sig aftur og þá hvort hún er búin að segja manni sínum frá þessu.“ Ása er þó ekki búin að gefa upp alla von um að fá einhver svör um uppruna sinn. „Ég er búin að finna heimasíðu þar sem mæður sem hafa gefið frá sér börn eru að leita að börnunum sínum. Ég er búin að vera að skoða hana aðeins og forvitnast. Og ég hugsa að ég setji inn mynd af henni og mynd af mér inn á þá síðu,“ útskýrir Ása og tekur fram að hún ætli að taka öllum upplýsingum sem hún gæti fengið í gegnum þá síðu með fyrirvara og ekki gera sér of miklar vonir. „En leitinni er ekki lokið.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira