Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2017 12:17 Þó að Delí sé alla jafna mengaðasta borg heims hafa aðstæður þar verið sérstaklega slæmar síðustu daga. Vísir/AFP Læknar í indversku borginni Delí hafa lýst yfir lýðheilsuneyðarástandi vegna gríðarlegrar loftmengunar og hafa hvatt borgarbúa til að halda sig heima. Að anda að sér menguninni í borginni hefur verið líkt við að reykja fimmtíu sígarettur á einum degi. Hægur vindur og kuldi hefur leitt til þess að mengunarský hefur setið yfir borginni í stað þess að dreifast, að því er kemur í frétt The Guardian. Delí er ein mengaðasta borg í heimi af völdum ryks af vegum, opinna elda, útblásturs bifreiða og verksmiðja og bruna á afgangsuppskeru í nærliggjandi sveitum. Grunnskólar eru lokaðir í borginni í dag og mögulega lengur. Læknar hafa ennfremur hvatt til þess að fyrirhuguðu hálfmaraþoni verði aflýst til að forðast „hörmulegar heilsuafleiðingar“. Arvind Kejriwal, forsætisráðherra Delísvæðisins, líkir ástandinu í borgnini við „gasklefa“. Ríkisstjórn hans kom saman á neyðarfundi í gær til að ræða viðbrögð. Arvind Kumar, yfirmaður brjóstholsskurðlækninga á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu, segir loftmengunina hafa hræðileg áhrif á alla líkamshluta fólks. Loftgæðin sem hafi mælst í sumum hlutum borgarinnar séu sambærileg við að reykja að minnsta kosti fimmtíu sígarettur á dag. Gjörgæsludeildir hafi fyllst af lungasjúklingum. „Þeir ná ekki andanum,“ segir Kumar. Rannsókn sem birtist í læknaritinu The Lancet í síðasta mánuði sýndi að tvær og hálf milljón Indverja láta lífið af völdum mengunar á hverju ári. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Læknar í indversku borginni Delí hafa lýst yfir lýðheilsuneyðarástandi vegna gríðarlegrar loftmengunar og hafa hvatt borgarbúa til að halda sig heima. Að anda að sér menguninni í borginni hefur verið líkt við að reykja fimmtíu sígarettur á einum degi. Hægur vindur og kuldi hefur leitt til þess að mengunarský hefur setið yfir borginni í stað þess að dreifast, að því er kemur í frétt The Guardian. Delí er ein mengaðasta borg í heimi af völdum ryks af vegum, opinna elda, útblásturs bifreiða og verksmiðja og bruna á afgangsuppskeru í nærliggjandi sveitum. Grunnskólar eru lokaðir í borginni í dag og mögulega lengur. Læknar hafa ennfremur hvatt til þess að fyrirhuguðu hálfmaraþoni verði aflýst til að forðast „hörmulegar heilsuafleiðingar“. Arvind Kejriwal, forsætisráðherra Delísvæðisins, líkir ástandinu í borgnini við „gasklefa“. Ríkisstjórn hans kom saman á neyðarfundi í gær til að ræða viðbrögð. Arvind Kumar, yfirmaður brjóstholsskurðlækninga á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu, segir loftmengunina hafa hræðileg áhrif á alla líkamshluta fólks. Loftgæðin sem hafi mælst í sumum hlutum borgarinnar séu sambærileg við að reykja að minnsta kosti fimmtíu sígarettur á dag. Gjörgæsludeildir hafi fyllst af lungasjúklingum. „Þeir ná ekki andanum,“ segir Kumar. Rannsókn sem birtist í læknaritinu The Lancet í síðasta mánuði sýndi að tvær og hálf milljón Indverja láta lífið af völdum mengunar á hverju ári.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira