Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2017 12:17 Þó að Delí sé alla jafna mengaðasta borg heims hafa aðstæður þar verið sérstaklega slæmar síðustu daga. Vísir/AFP Læknar í indversku borginni Delí hafa lýst yfir lýðheilsuneyðarástandi vegna gríðarlegrar loftmengunar og hafa hvatt borgarbúa til að halda sig heima. Að anda að sér menguninni í borginni hefur verið líkt við að reykja fimmtíu sígarettur á einum degi. Hægur vindur og kuldi hefur leitt til þess að mengunarský hefur setið yfir borginni í stað þess að dreifast, að því er kemur í frétt The Guardian. Delí er ein mengaðasta borg í heimi af völdum ryks af vegum, opinna elda, útblásturs bifreiða og verksmiðja og bruna á afgangsuppskeru í nærliggjandi sveitum. Grunnskólar eru lokaðir í borginni í dag og mögulega lengur. Læknar hafa ennfremur hvatt til þess að fyrirhuguðu hálfmaraþoni verði aflýst til að forðast „hörmulegar heilsuafleiðingar“. Arvind Kejriwal, forsætisráðherra Delísvæðisins, líkir ástandinu í borgnini við „gasklefa“. Ríkisstjórn hans kom saman á neyðarfundi í gær til að ræða viðbrögð. Arvind Kumar, yfirmaður brjóstholsskurðlækninga á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu, segir loftmengunina hafa hræðileg áhrif á alla líkamshluta fólks. Loftgæðin sem hafi mælst í sumum hlutum borgarinnar séu sambærileg við að reykja að minnsta kosti fimmtíu sígarettur á dag. Gjörgæsludeildir hafi fyllst af lungasjúklingum. „Þeir ná ekki andanum,“ segir Kumar. Rannsókn sem birtist í læknaritinu The Lancet í síðasta mánuði sýndi að tvær og hálf milljón Indverja láta lífið af völdum mengunar á hverju ári. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Læknar í indversku borginni Delí hafa lýst yfir lýðheilsuneyðarástandi vegna gríðarlegrar loftmengunar og hafa hvatt borgarbúa til að halda sig heima. Að anda að sér menguninni í borginni hefur verið líkt við að reykja fimmtíu sígarettur á einum degi. Hægur vindur og kuldi hefur leitt til þess að mengunarský hefur setið yfir borginni í stað þess að dreifast, að því er kemur í frétt The Guardian. Delí er ein mengaðasta borg í heimi af völdum ryks af vegum, opinna elda, útblásturs bifreiða og verksmiðja og bruna á afgangsuppskeru í nærliggjandi sveitum. Grunnskólar eru lokaðir í borginni í dag og mögulega lengur. Læknar hafa ennfremur hvatt til þess að fyrirhuguðu hálfmaraþoni verði aflýst til að forðast „hörmulegar heilsuafleiðingar“. Arvind Kejriwal, forsætisráðherra Delísvæðisins, líkir ástandinu í borgnini við „gasklefa“. Ríkisstjórn hans kom saman á neyðarfundi í gær til að ræða viðbrögð. Arvind Kumar, yfirmaður brjóstholsskurðlækninga á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu, segir loftmengunina hafa hræðileg áhrif á alla líkamshluta fólks. Loftgæðin sem hafi mælst í sumum hlutum borgarinnar séu sambærileg við að reykja að minnsta kosti fimmtíu sígarettur á dag. Gjörgæsludeildir hafi fyllst af lungasjúklingum. „Þeir ná ekki andanum,“ segir Kumar. Rannsókn sem birtist í læknaritinu The Lancet í síðasta mánuði sýndi að tvær og hálf milljón Indverja láta lífið af völdum mengunar á hverju ári.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira