Fleiri ásakanir komnar fram á hendur Kevin Spacey Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 22:07 Meint brot Spaceys spanna áratugalangt tímabil. visir/getty Leikarinn Kevin Spacey hefur á nýjan leik verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð bæði karla og kvenna. BBC greinir frá. Leikarinn var borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni gagnvart leikaranum Anthony Rapp fyrir viku síðan en atvikið á að hafa átt sér árið 1986. Spacey var þá 26 ára gamall en Rapp aðeins fjórtán ára. Hann baðst afsökunar opinberlega í kjölfar ásakananna en tók þó fram að hann myndi ekki eftir atburðinum sjálfur. Ásakanirnar sem komu fram í dag eru þónokkrar og spanna langt tímabil, eða frá miðbiki níunda áratugarins og allt til ársins 2016. Heather Unruth, fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður, lýsti því yfir á blaðamannafundi í Boston í dag að Spacey hefði áreitt son sinn kynferðislega á bar í Massachusetts í fyrra. Sonur hennar var þá átján ára gamall. Á Spacey að hafa borið áfengi í drenginn og káfað á kynfærum hans innan klæða. Barþjónninn Kris Nixon steig einnig fram og vændi Spacey um að hafa gripið í klof sitt í gleðskap árið 2007. Skömmu eftir atvikið á Spacey að hafa dúkkað upp á barnum þar sem Nixon starfaði, tekið í buxnastreng hans og sagst vilja „bæta honum upp það sem gerðist.“ Fleiri menn hafa sömu sögu að segja af Spacey, meðal annars kvikmyndagerðarmaður sem hefur ekki komið fram undir nafni. Segir hann Spacey hafa áreitt sig árið 1995 en voru þeir þá báðir við tökur á kvikmyndinni Albino Allgator. Kvikmyndagerðarmaðurinn var aðeins 22 ára gamall á þeim tíma og segir hann Spacey hafa misnotað sér æsku hans og stöðu sem ungliða í teyminu. Þá steig Kate Edwards, leiklistarkennari í Lundúnum, fram og ásakaði Spacey um að hafa lokkað sig heim til sín og gert sig líklegan til þess að hafa við hana samfarir. Þegar hún veik sér undan brást Spacey illa við og lokaði í kjölfarið á öll samskipti við hana. Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Leikarinn Kevin Spacey hefur á nýjan leik verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð bæði karla og kvenna. BBC greinir frá. Leikarinn var borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni gagnvart leikaranum Anthony Rapp fyrir viku síðan en atvikið á að hafa átt sér árið 1986. Spacey var þá 26 ára gamall en Rapp aðeins fjórtán ára. Hann baðst afsökunar opinberlega í kjölfar ásakananna en tók þó fram að hann myndi ekki eftir atburðinum sjálfur. Ásakanirnar sem komu fram í dag eru þónokkrar og spanna langt tímabil, eða frá miðbiki níunda áratugarins og allt til ársins 2016. Heather Unruth, fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður, lýsti því yfir á blaðamannafundi í Boston í dag að Spacey hefði áreitt son sinn kynferðislega á bar í Massachusetts í fyrra. Sonur hennar var þá átján ára gamall. Á Spacey að hafa borið áfengi í drenginn og káfað á kynfærum hans innan klæða. Barþjónninn Kris Nixon steig einnig fram og vændi Spacey um að hafa gripið í klof sitt í gleðskap árið 2007. Skömmu eftir atvikið á Spacey að hafa dúkkað upp á barnum þar sem Nixon starfaði, tekið í buxnastreng hans og sagst vilja „bæta honum upp það sem gerðist.“ Fleiri menn hafa sömu sögu að segja af Spacey, meðal annars kvikmyndagerðarmaður sem hefur ekki komið fram undir nafni. Segir hann Spacey hafa áreitt sig árið 1995 en voru þeir þá báðir við tökur á kvikmyndinni Albino Allgator. Kvikmyndagerðarmaðurinn var aðeins 22 ára gamall á þeim tíma og segir hann Spacey hafa misnotað sér æsku hans og stöðu sem ungliða í teyminu. Þá steig Kate Edwards, leiklistarkennari í Lundúnum, fram og ásakaði Spacey um að hafa lokkað sig heim til sín og gert sig líklegan til þess að hafa við hana samfarir. Þegar hún veik sér undan brást Spacey illa við og lokaði í kjölfarið á öll samskipti við hana.
Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37