Jakob snýr aftur í landsliðið eftir tveggja ára fjarveru Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 09:30 Jakob Örn með Íslandi á EM 2015. vísir/valli Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, er búinn að velja tólf manna hóp sem mætir Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni HM 2019 síðar í nóvember. Strákarnir okkar mæta Tékklandi ytra föstudaginn 24. nóvember og eiga svo heimaleik á móti Búlgaríu 27. nóvember. Lokakeppni HM fer fram í Kína árið 2019 en undankeppnin er nú með nýju fyrirkomulagi. Nú er leikið í undankeppni fyrir HM líkt og gert hefur verið fyrir EM undanfarin ár. Þá verður einnig leikið í landsliðsgluggum hjá körlunum en ekki yfir sumartímann og á haustin eins og áður. Ísland verður án Jón Arnórs Stefánsson, Harðar Axels Vilhjálmssonar, Elvars Arnar Friðrikssonar og Ægis Þórs Steinarssonar í leikjunum á móti Tékklandi og Búlgaríu en hinn 35 ára gamli Jakob Örn Sigurðarson snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru. Jakob hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á EM í Berlín 2015. Jón Arnór er meiddur, Hörður Axel gefur ekki kost á sér og þeir Elvar Már og Ægir Þór spila ekki undir FIBA-reglum í Bandaríkjunum og næst efstu deild Spánar. Liðin þeirra þurfa því ekki að sleppa þeim í þetta verkefni. Kári Jónsson, leikmaður Hauka, er einnig í hópnum sem og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls. Leikmenn á borð við Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Matthías Orra Sigurðarson hljóta ekki náð fyrir augum Pedersen að þessu sinni en þeir eru allir á 24 manna lista sem skráður var til leiks.Landsliðshópurinn: Brynjar Þór Björnsson, KR Haukur Helgi Pálsson Briem, Cholet Basket Hlynur Bæringsson, Stjarnan Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket Kári Jónsson, Haukar Kristófer Acox, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Martin Hermannsson, Chalon-Reims Ólafur Ólafsson, Grindavík Pavel Ermolinskij, KR Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason, Valencia Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, er búinn að velja tólf manna hóp sem mætir Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni HM 2019 síðar í nóvember. Strákarnir okkar mæta Tékklandi ytra föstudaginn 24. nóvember og eiga svo heimaleik á móti Búlgaríu 27. nóvember. Lokakeppni HM fer fram í Kína árið 2019 en undankeppnin er nú með nýju fyrirkomulagi. Nú er leikið í undankeppni fyrir HM líkt og gert hefur verið fyrir EM undanfarin ár. Þá verður einnig leikið í landsliðsgluggum hjá körlunum en ekki yfir sumartímann og á haustin eins og áður. Ísland verður án Jón Arnórs Stefánsson, Harðar Axels Vilhjálmssonar, Elvars Arnar Friðrikssonar og Ægis Þórs Steinarssonar í leikjunum á móti Tékklandi og Búlgaríu en hinn 35 ára gamli Jakob Örn Sigurðarson snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru. Jakob hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á EM í Berlín 2015. Jón Arnór er meiddur, Hörður Axel gefur ekki kost á sér og þeir Elvar Már og Ægir Þór spila ekki undir FIBA-reglum í Bandaríkjunum og næst efstu deild Spánar. Liðin þeirra þurfa því ekki að sleppa þeim í þetta verkefni. Kári Jónsson, leikmaður Hauka, er einnig í hópnum sem og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls. Leikmenn á borð við Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Matthías Orra Sigurðarson hljóta ekki náð fyrir augum Pedersen að þessu sinni en þeir eru allir á 24 manna lista sem skráður var til leiks.Landsliðshópurinn: Brynjar Þór Björnsson, KR Haukur Helgi Pálsson Briem, Cholet Basket Hlynur Bæringsson, Stjarnan Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket Kári Jónsson, Haukar Kristófer Acox, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Martin Hermannsson, Chalon-Reims Ólafur Ólafsson, Grindavík Pavel Ermolinskij, KR Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason, Valencia
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira