Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 20:49 Louis C.K. hyggst ekki tjá sig um ásakanirnar. vísir/getty Fimm konur hafa tjáð sig opinberlega um ósæmilega kynferðistilburði grínistans Louis C.K. Konurnar starfa flestar sem uppistandarar og lýsa hegðun Louis C.K. á áþekkan hátt. New York Times greinir frá. Louis C.K. er hvað þekktastur fyrir gamanþættina Louie sem eru lauslega byggðir á hans eigin lífi. Hann hefur á löngum ferli skrifað gamanþætti og uppistand auk þess sem hann hefur farið með hlutverk í kvikmyndum. Þá fór hann eftirminnilega með hlutverk Dave Sanderson, vandræðalegs lögreglumanns og fyrrverandi kærasta Lesley Knope, í þáttunum Parks and Recreation. Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Gríntvíeykið Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann í samtali við New York Times. Sögðust þær hafa hitt Louis eftir vel heppnað gigg í Aspen í Colorado-ríki og þegið boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og þær hlógu fyrst um sinn. Því næst hóf Louis að afklæðast og stundaði sjálfsfróun fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. „Þá roðnaði hann og sagði mér að hann ætti við vandamál að stríða,“ sagði Corry um viðbrögð leikarans. Louis C.K. hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar og hefur raunar gefið út yfirlýsingu um að hann ætli ekki að svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Nýjasta kvikmynd Louis C.K., I Love You Daddy, átti að vera frumsýnd í dag en sýningunni var aflýst. Þá stóð til að grínistinn kæmi fram í The Late Show með Stephen Colbert en hann hefur afboðað sig. MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00 Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Fimm konur hafa tjáð sig opinberlega um ósæmilega kynferðistilburði grínistans Louis C.K. Konurnar starfa flestar sem uppistandarar og lýsa hegðun Louis C.K. á áþekkan hátt. New York Times greinir frá. Louis C.K. er hvað þekktastur fyrir gamanþættina Louie sem eru lauslega byggðir á hans eigin lífi. Hann hefur á löngum ferli skrifað gamanþætti og uppistand auk þess sem hann hefur farið með hlutverk í kvikmyndum. Þá fór hann eftirminnilega með hlutverk Dave Sanderson, vandræðalegs lögreglumanns og fyrrverandi kærasta Lesley Knope, í þáttunum Parks and Recreation. Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Gríntvíeykið Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann í samtali við New York Times. Sögðust þær hafa hitt Louis eftir vel heppnað gigg í Aspen í Colorado-ríki og þegið boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og þær hlógu fyrst um sinn. Því næst hóf Louis að afklæðast og stundaði sjálfsfróun fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. „Þá roðnaði hann og sagði mér að hann ætti við vandamál að stríða,“ sagði Corry um viðbrögð leikarans. Louis C.K. hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar og hefur raunar gefið út yfirlýsingu um að hann ætli ekki að svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Nýjasta kvikmynd Louis C.K., I Love You Daddy, átti að vera frumsýnd í dag en sýningunni var aflýst. Þá stóð til að grínistinn kæmi fram í The Late Show með Stephen Colbert en hann hefur afboðað sig.
MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00 Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00
Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00