Slysamorð í kjallara myndi ekki halda í tíu þætti Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2017 13:45 Baltasar Kormákur ásamt Ingvari E. Sigurðssyni á tökustað Ófærðar á Siglufirði í vikunni. Sóllilja Baltasarsdóttir Baltasar Kormákur hefur haft í nógu að snúast á þessu ári. Hann hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni Adrift og standa nú tökur á Ófærð 2 yfir. Baltasar var tekinn tali á skrifstofu RVK Studios þar sem hann ræðir tökur á Adrift, sem eru þær flóknustu sem hann hefur lagt í, Ófærð 2 og hans meiningar um umræðuna sem átti sér stað um fyrri seríuna hér á landi, Gufunesþorpið og komandi verkefni ásamt því að koma inn á Weinstein-málið. „Þetta var eitt það flóknasta sem ég hef gert,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur um væntanlega mynd sína Adrift. Þriggja mánaða tökuferli hennar á Fídjieyjum og Nýja-Sjálandi lauk nýverið þar sem meðal annars var tekið upp á sjó í fjórar vikur. „Þeir segja þarna úti að þetta sé fyrsta myndin sem er tekin upp á sjó sem stenst áætlun. Við ætluðum að gera þetta á 50 dögum en skiluðum henni á 49 dögum,“ segir Baltasar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahítí til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í fjórða stigs fellibyl nær vindhraði 68 til 80 metrum á sekúndu. Baltasar segir tökurnar úti á sjó hafa verið mjög flóknar. Hver tökudagur stóð yfir í um 12 til 14 klukkutíma á sextíu feta skútu sem hreyfðist með ölduganginum. Auk þess var notast við aðra báta til að taka víðari skot af skútunni en einnig var tekið upp á skútunni sjálfri þar sem erfitt var að stjórna fjarlægðum og þurftu kvikmyndatökumennirnir að hafa sig alla við til að halda sér þurrum. Hér fyrir neðan má sjá myndir af aðalleikonu myndarinnar, Shailene Woodley, þar sem búið er að mála áverka á hana fyrir tökur Adrift. Hægt er að fletta í myndasafninu. such a warm welcome from our hair and makeup team today. #adrift, let's do this. A post shared by shailene woodley (@shailenewoodley) on Jul 4, 2017 at 12:28am PDT Veðrið breyttist hratt „Tökurnar gerast varla erfiðari en þetta. Þú getur búið þig undir það að einhverju leyti en við byrjuðum kannski daginn í góðu veðri sem breyttist svo þegar á leið. Það hefur áhrif þegar kemur að því að halda „continuity“,“ segir Baltasar og á þar við að þegar verið er að taka upp atriði utandyra eru kvikmyndagerðarmenn upp á náð og miskunn veðurguðanna komnir. Ef sól er í upphafi atriðisins þýðir lítið að halda tökum áfram ef dregur fyrir hana. Tami Oldham Ashcraft þurfti að berjast við fimmtán metra háar öldur, sem þýðir að þegar skútan hafði náð á topp ölduskafls var fallhæðin á við fimm hæða hús. Eins og gefur að skilja yrði seint hægt að leggja slíka þrekraun á leikara og tökulið og fór því hluti af tökunum fram inni í kvikmyndaveri á Nýja-Sjálandi. „Sumt var ekki mögulegt að gera, því þá ertu bara að setja fólk í lífshættu,“ segir Baltasar. sometimes, when it's 40 degrees out and you are being dumped repeatedly with icey water...a bucket, a propane tank, and a shower head become your best friends. welcome to New Zealand. #thisaintfijianymore #adrift A post shared by shailene woodley (@shailenewoodley) on Sep 6, 2017 at 5:21pm PDT Kvikmyndatökustjóri myndarinnar var Robert Richardson sem er einn af virtari tökustjórum Hollywood. Hann hefur unnið til þrennra Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatöku á ferli sínum, fyrir myndirnar Hugo, The Aviator og JFK, en í heildina hefur hann verið tilnefndur ellefu sinnum til Óskarsverðlauna. Richardson hefur unnið mest með leikstjórunum Oliver Stone, Martin Scorsese og Quentin Tarantino og hefur því verið tilnefndur fyrir myndir á borð við Platoon, Born on the Fourth of July, Inglourious Basterds, Django Unchained og The Hateful Eight. „Hann er einn af þremur, fjórum stærstu kvikmyndatökumönnum í heimi,“ segir Baltasar og viðurkennir að það sé fremur flókið að landa þannig manni í verkefni. „En hann hafði áhuga á að vinna með mér og langar að halda því áfram. Hann var að leita eitthvað fyrir sér og skoða verkefni og hann kom eiginlega til mín hálfpartinn,“ segir Baltasar.Í meðfylgjandi myndbandi er farið yfir kvikmyndatökustíl Robert RichardsonSá sem klippir Adrift er John Gilbert sem vann til Óskarsverðlauna fyrir klippingu á Mel Gibson-myndinni Hacksaw Ridge á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð en hann hefur jafnframt verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir klippingu á fyrstu myndinni í Hringadróttinsþríleik Peters Jackson; Föruneyti hringsins. Nokkrir Íslendingar unnu að gerð myndarinnar. Þar á meðal Daði Einarsson, sem sá um tæknibrellur, og Heimir Sverrisson, sem sá um leikmynd. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og Hulda Helgadóttir voru honum svo til aðstoðar. Baltasar segist hafa verið mikið að heiman vegna þessa verkefnis, fimm mánuði í allt, og að það hafi verið strembið. Sérstaklega að vera svo lengi frá fjölskyldunni. Næstyngsti sonur hans, Pálmi Kormákur, vann þó á tökustað og heimsótti fjölskyldan hann og var með honum í þrjár vikur. „Maður reynir að brúa þetta þannig en þetta er mikil fjarvera. Þetta var ekki auðvelt, sérstaklega síðasti parturinn. En ég kvarta ekkert, þó þetta hafi verið strembið.“ Myndin verður frumsýnd í fyrsta lagi næsta vor en í síðasta lagi næsta haust. Baltasar skilar af sér grófri útgáfu af myndinni um jólin, þá er ansi margt eftir. Aðrir leggja sitt mat á myndina og í framhaldinu er hún litgreind og hljóðunnin, ásamt því að tölvubrellum er bætt inn í.Baltasar Kormákur og leikstjórinn Ugla Hauksdóttir á tökustað Ófærðar 2.Lilja Jónsdóttir„Virkar ekki þannig í þessum stóra heimi“ Spurður hvort hann hafi fulla stjórn á verkefninu, alræðisvald ef svo má segja þar sem hann einn ræður lokaútgáfu myndarinnar, segir Baltasar að í reynd sé það aldrei þannig að menn ráði öllu. „Það bara virkar ekki þannig í þessum heimi,“ segir Baltasar. Þegar kemur að þessari mynd hafi hann þó mikla stjórn, bæði sem leikstjóri og aðalframleiðandi. „En það sem menn verða að skilja er að það skiptir engu máli hvort þú sért með lokaútgáfu myndar eða ekki. Eins og almenningur skilur þetta þá er það frekar einföld útgáfa af því hvernig þetta virkar; leikstjórinn ráði öllu og menn hafi listrænt frelsi af þeim sökum. En í raun og veru er þetta þannig að ef stúdíóið er ekki hrifið af myndinni og þú hefur ekki unnið með þeim, ert ekki að leysa þetta á skynsaman hátt, þá mun stúdíóið ekki setja mikinn pening í að dreifa myndinni. Það getur meira að segja orðið til þess að stúdíóið dreifi henni ekki,“ segir Baltasar. „Ef þeir trúa ekki á myndina, þá eru þeir ekki að fara að eyða miklu, því það kostar jafnvel meira að auglýsa myndina en að búa hana til. Þannig að það er hættan.“Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir af leikurum og tökuteymi Adrift. #fbf to that time we took a sea plane to work and i got to co-pilot (aka: convince him to do tricks sea planes probably shouldn't do). fiji, i miss you. #adrift A post shared by shailene woodley (@shailenewoodley) on Sep 14, 2017 at 2:50pm PDTHann segir vissulega dæmi um það að leikstjórar hafi fengið sitt fram og myndir þeirra slái í gegn. Hins vegar séu dæmi um að myndir þeirra slái ekki í gegn af sömu ástæðu og ekki sé talað jafn mikið um það. „Þetta þarf ekki að vera málamiðlun. Þú þarft að vera góður í að kynna það sem þú vilt, fá fólk í lið mér þér og vinna með þeim sem hafa áhuga á að gera sömu mynd og þú ert að gera.“ Vissulega eiga sér stað slys þar sem mönnum lendir mjög harkalega saman, og segir Baltasar það oftast nær eiga við stærri myndir þar sem miklir fjármunir eru undir. „Það er það sem maður verður að skilja þegar maður fer í þennan leik. Þegar maður biður fólk um milljarða til að búa til bíómynd, þá kemur það ekkert án kvaða. Það er alveg sama hver það er. Þegar þú ert kominn í hundrað milljarða dollara mynd, ekki einu sinni Martin Scorsese fær þá að gera það sem hann vill. Það er bara þannig.“Einsleitni stóru kvikmyndaveranna ekki vandamál Nú á dögum virðast fáar stórmyndir framleiddar nema um sé að ræða ofurhetjumynd eða endurgerð af gömlum myndum sem gætu dregið áhorfendur í bíó nostalgíunnar vegna. Spurður hvort það sé erfitt að fá fjármögnun fyrir myndir sem eru fyrir utan þetta mengi svarar Baltasar að verkefnaskráin hjá stærri kvikmyndaverunum sé vissulega einsleit. „Þetta er þeirra mjólkurkýr, ofurhetjumyndir og stórmyndir á borð við Fast&Furious. Það er hins vegar eitthvað af öðrum fjárfestingarleiðum,“ segir Baltasar og nefnir þar STX Entertainment, sem mun sjá um dreifingu á Adrift á heimsvísu. „Það eru fyrirtæki sem fjármagna „aðrar myndir“. En þeir eru ekki í þessum stóru tölum, en svo dreifa kannski stóru stúdíóin myndunum. Ég hef verið að leita meira inn í það. Það er verið að bjóða mér stórar myndir hjá stúdíóunum en ég er ekki að elta það því ég veit hvert það leiðir. Maður verður líka að stýra sínum örlögum, en mjög mikið af þessum verðlaunamyndunum sem á endanum vinna til Óskarsverðlauna er frá þessum litlu fyrirtækjum. Lítið af þessu vönduðu myndum kemur frá stóru stúdíóunum.“Hér má sjá Ilm Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson á tökustað Ófærðar 2 á Siglufirði. Ilmur og Ólafur Darri snúa aftur sem lögreglumennirnir Hinrika Kristjánsdóttir og Andri Ólafsson.Lilja JónsdóttirÓfærð 2 í takt við málefni og pólitík dagsins í dag Á meðan Baltasar vann að Adrift var hann einnig að vinna að öðru risa verkefni, annarri þáttaröð af Ófærð, eða Trapped eins og hún er kölluð ytra. Tökur á þáttaröðinni hófust á Siglufirði um síðustu helgi þar sem margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur. Þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Eitthvað mun gerast í Reykjavík og verður til að mynda mjög stór sena tekin upp fyrir framan Alþingishúsið. „Þetta verður meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag,“ segir Baltasar. Hann segir að það hafi verið ansi magnað að upplifa það að tugmilljónir manna horfðu á íslenskt efni um íslenskan veruleika sem hann hafði búið til ásamt samstarfsfólki sínu. „Ég held að það séu ekki margir sem gera sér grein fyrir velgengninni sem þessir þættir nutu ytra,“ segir Baltasar og bendir á að Ófærð var í þrettánda sæti yfir bestu þáttaraðir ársins 2016 að mati breska dagblaðsins The Guardian. Þættirnir sem voru fyrir ofan voru ekki af verri endanum; Planet Earth II, Stranger Things, The Night of, Black Mirror, The Night Manager og Westworld. Í sætunum fyrir neðan Ófærð voru þættir á borð við The Crown, American Crime Story: The People Vs OJ Simpson og Game of Thrones. Þáttaröðin var sýnd á BBC4 í Bretlandi þar sem 1,2 milljónir áhorfenda sáu fyrstu þættina, 5,7 milljónir sáu fyrstu þættina á France2 í Frakklandi og horfðu að meðaltali 500 þúsund áhorfendur á hvern þátt í Noregi. Þáttaröðin vann svo til Prix Europa verðlauna í flokki bestu evrópsku dramaþáttaseríunnar árið 2016. Þættirnir slógu í gegn á Íslandi og er Ófærð vinsælasta leikna þáttaröðin sem sýnd hefur verið í íslensku sjónvarpi frá því mælingar hófust. „Mig langaði að gera eitthvað til að komast á svipaðan stað og Danirnir voru á þegar kemur að sjónvarpsþáttagerð, bæði hvað varðar dreifingu og gæði. Samkvæmt allri erlendri gagnrýni tókst það. Enginn af dönsku þáttunum varð svona vinsæll í Frakklandi. Brúin náði hálfri milljón áhorfenda þar en við vorum með sex milljónir,“ segir Baltasar. Til marks um vinsældir Ófærðar ytra er hægt að nefna að þegar The Guardian fjallaði um sigur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á því tyrkneska í undankeppni HM var skrifað: „Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum.“Fannst velgengnin ytra ekki endurspeglast í umræðunni heima „Menn geta svo deilt um það hvað þeim finnst, en mér fannst það ekki alltaf speglast í umræðunni hérna. Þar sem menn voru kannski að tala úr hinni áttinni,“ segir Baltasar. Aðspurður segir Baltasar að það sé vissulega þannig að Íslendingar geti haft aðra upplifun af leiknu íslensku efni en útlendingar, þar sem þeir hafi aðra tilfinningu fyrir tungumálinu. „Bretar og Bandaríkjamenn til dæmis eru svo ofboðslega vanir að heyra tungumálið sitt í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Þetta hefur lagast mikið á Íslandi því bæði erum við að verða betri í að skrifa samtöl og svo er fólk líka farið að venjast þeim.“ Hann segir að samtöl í kvikmyndum geti þó aldrei orðið fullkomlega eðlilegt talmál. „Þú þarft að koma svo miklu að í samtölum í bíómyndum. Ef þetta viðtal væri í bíómynd gæti það í mesta lagi tekið eina mínútu. Og við þyrftum að komast í gegnum það hvað fór fram hér á einni blaðsíðu. Kúnstin er að gera þetta þannig að fólk finni ekki fyrir því. Þetta er kallað „exposition“, þar sem áhorfendum eru gefnar upplýsingar í ætt við „hver er ég – hver ert þú?“ og „af hverju sitjum við hér?“. Þetta tengist ekki viðtalinu af því við vitum það nú þegar, en áhorfandinn veit það ekki. Þetta eru svona hlutir sem almennir áhorfendur átta sig ekki alltaf á. Og þegar þeir heyra þetta á sínu tungumáli þá geta þeir orðið viðkvæmir fyrir því. En auðvitað er þetta bæði það að áhorfendur eru að venjast þessu og þeir sem búa þetta til eru að verða betri. Og oft er leikurunum kennt um þetta, en þetta liggur oft í handritinu.“Ýktur veruleik af íslensku samfélagi Í Ófærð er skapaður ýktur (e. heightened) veruleiki af íslensku samfélagi og segir Baltasar það nauðsynlegt til að halda áhorfendum við efnið í gegnum tíu þátta seríu. „Slysamorð í einhverjum kjallara út af einhverjum dópistum sem yrðu handteknir á vettvangi með blóð fórnarlambsins á sér myndi væntanlega ekki halda áhorfendum við efnið í tíu þætti,“ segir Baltasar. Sumt hafi vissulega verið ótrúverðugt í augum Íslendinga í fyrstu seríunni, en í augum erlendra áhorfenda sé það ekki svo. „Ég var reyndar ósammála því þegar fólk var að segja að það gæti ekki verið ófært svona lengi. Það er bara kjaftæði, þetta er svona á Ísafirði og það var ófært á Seyðisfirði í viku. Og hvers vegna hefði lögreglan að sunnan átt að vera mætt á staðinn strax? Hverju áttu þeir að bjarga? Dauðum manni? Þetta var bara lík og var ekki ástæða til að setja menn í lífshættu til að ná í lík yfir snjóaða heiði,“ segir Baltasar brosandi og kemst á nokkuð skemmtilegt flug þegar þetta er rætt.Frá Siglufirði þar sem stór hluti Ófærðar er tekinn upp.Auðunn NíelssonMan ekki eftir lögfræðingi þau skipti sem hann hefur verið yfirheyrður Hann nefnir að það sé ekki hans upplifun að mönnum sé ávallt boðinn lögfræðingur þegar lögreglan yfirheyrir þá, líkt og sumir gagnrýndu í Ófærð þegar persónur þar voru yfirheyrðar af lögreglu án lögfræðinga. „Ég hef verið yfirheyrður frá því ég var tvítugur, sérstaklega á milli 18 og 25 ára, og ég man aldrei eftir því að mér hafi verið boðinn lögfræðingur,“ segir Baltasar.DV ræddi við lögreglufulltrúa hjá Lögregluskólanum og bað hann um að gefa sitt álit á starfsháttum lögreglunnar í Ófærð þegar þættirnir voru í sýningu. Þar sagði lögreglufulltrúinn margt koma löggæslumönnum spánskt fyrir sjónir. „Því miður eru vinnubrögð lögreglu ekki alltaf eins og þau ættu að vera í raunveruleikanum. Þannig að það væri skrýtið ef allt væri eftir bókinni í þorpi úti á landi við þessar aðstæður,“ segir Baltasar þegar hann minnist á orð lögreglufulltrúans. Ljóst sé því að höfundar Ófærðar taki sér nokkurt skáldaleyfi en Baltasar segir að þeir reyni að hafa þetta eins nákvæmt og hægt er, án þess þó að gera framvinduna of þunga. Hann segir það frábæra við þessa grein sjónvarpsþátta, Nordic Noir, að hægt sé að fjalla um samfélagsmál en um leið búa til spennandi framvindu þar sem hægt er að ná 96 prósenta áhorfi, eins og í tilfelli Ófærðar hér á landi. „Ef þú værir að fjalla um blákaldan raunveruleika fengir þú aldrei þessa orku sem myndaðist hjá okkur. Mér fannst það ótrúlega áhugavert hvernig íslenskar fjölskyldur söfnuðust saman fyrir framan sjónvarpið til að horfa á Ófærð.“ Twitter áhugaverður hliðarveruleiki Samfélagsmiðlar spiluðu einnig stórt hlutverk þegar kom að Ófærð, þá sérstaklega Twitter, þar sem fólk kepptist við að segja sína skoðun á þáttunum eða gera létt grín. Máttu margir ekki til þess hugsa að missa af þættinum í línulegri dagskrá því þá yrðu þeir ekki þátttakendur í umræðunni á samfélagsmiðlum. „Það var einnig mjög áhugavert því þar varstu kominn með hliðarraunveruleika sem átti sér stað. Ég er ekki mikill samfélagsmiðlamaður en ég sá eitthvað af þessu. Þegar þættirnir byrjuðu var í tísku að vera kaldhæðinn en svo sá maður að það fór fljótt og fólk var alveg gersamlega dottið inn í þetta. Twitter er því eitt form af samneyslu. Af hverju fer fólk í bíó? Af hverju fer fólk í leikhús? Því þú vilt upplifa eitthvað með einhverjum öðrum. Þetta var leið til að upplifa eitthvað með þjóðinni heima hjá sér. Þú ert í beinu samtali við þjóðina og ferð í gegnum þetta tilfinningalega með henni, á meðan þú horfir á þáttinn.“Mér fannst það ótrúlega áhugavert hvernig íslenskar fjölskyldur söfnuðust saman fyrir framan sjónvarpið til að horfa á Ófærð, segir Baltasar.Sóllilja BaltasarsdóttirHann segir að annarri seríunni verði skilað á sama tíma til sjónvarpsstöðva í Evrópu og til standi að serían verði sýnd um svipað leyti um alla álfuna. Þættirnir verða líka á Netflix í Evrópu, nú þegar er sería eitt víða þar, og á Amazon í Bandaríkjunum. Fjármögnunin líti vel út og miklir fjármunir muni skila sér inn í kvikmyndabransann. Fyrsta þáttaröðin hafi kostað um 1,1 milljarð í framleiðslu en önnur þáttaröðin muni kosta um 1,3 milljarða.Weinstein-málið skelfilegt Í september árið 2015 bárust fregnir af því að The Weinstein Company hefði tryggt sér sýningarréttinn á Ófærð í Bandaríkjunum. Varð Ófærð því fyrsta leikna íslenska þáttaröðin sem var sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum en The Weinstein Company áframseldi réttinn til sjónvarpsstöðva þar í landi og streymisveitunnar Amazon. Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarnar tvær vikur var Harvey Weinstein, annar af stofnendum fyrirtækisins, rekinn vegna ásakana fjölda kvenna um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Baltasar segir The Weinstein Company hafa forkaupsréttinn að annarri þáttaröð af Ófærð og RVK Studios skoði sína stöðu, hvernig fyrirtækið geti snúið sér í þessu skelfilega og erfiða máli. Það sé flókið lagalega fyrir RVK Studios að ætla að rifta samningi við The Weinstein Company. Á sínum tíma hafi það verið stórkostlegar fréttir að fyrirtæki Harveys Weinstein væri að kaupa Ófærð en nú hafi það snúist upp í andhverfu sína. Á sínum tíma bauð Harvey Baltasar að gera kvikmynd með Robert de Niro um Píus páfa sem ekki varð af. „Þetta er auðvitað skelfilegt mál og erfitt,“ segir Baltasar.Ófærð tekin upp í stúdíói í Gufunesi Hluti Ófærðar 2 verður tekinn upp í myndveri í Gufunesi en í fyrra var tilkynnt að RVK Studios hefði fest kaup á fjórum byggingum sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni. „Við erum á fullu að undirbúa stúdíó svo við getum tekið stúdíótökur á Ófærð 2 þar,“ segir Baltasar. Hann segir að með tímanum muni rísa þorp í Gufunesi fyrir menningartengda starfsemi. Nú þegar hafi fyrirtækin Exton, sem sérhæfir sig í hönnun hljóð-, ljós- og myndlausna, og Irma, sem sérhæfir sig í hönnun og smíði leikmynda, hug á að flytja sig þangað. Félag kvikmyndagerðarmanna, FK, hefur einnig boðið kvikmyndagerðarmönnum að leigja pláss í Gufunesi. Gerð var eiturefnarannsókn í Gufunesi og reyndist allt í fína lagi þar að sögn Baltasars. „Svo þarf að þrífa þarna og gera alls konar kröfur. Umgengnin er ekki til fyrirmyndar eins og staðan er í dag. Það mætti alveg líta á það, að það sé gengið betur um þarna,“ segir hann.Markmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp á GufunesiVísir/GVAGámafélagið hefur enn einhverja starfsemi þarna en mun hverfa á braut og fara á nýjan stað. Þegar það gerist verða hraðar breytingar í Gufunesi og mun þorpið taka á sig frekari mynd. „Upp á framtíðina að gera er þetta stórkostlegt svæði. Við erum að breyta áburðarskemmunni í stúdíó í þrepum sem verður á endanum á kalíberi við það sem best gerist. Þetta gerist hægt og rólega en það er virkilega gaman að búa til nýtt svæði og vera þátttakandi í því.“Vill framleiða meira efni heima Hann vill með tímanum framleiða meira efni hér heima með aðkomu erlendra aðila. Þar talar hann um kvikmyndaverkefni sem eru fullunnin á Íslandi, en ekki verkefni þar sem heimamenn þjónusta erlend tökulið stórmynda. „Ég er ekki að þjónusta það sem er að gerast úti heldur hef ég meira um það að segja hvað er gert og hvernig og láta það gerast hér.“ Undanfarin ár hefur reglulega verið sagt frá tökum á erlendum stórmyndum hér á landi en heldur hefur dregið úr því. Baltasar segir styrkingu krónunnar helstu ástæðu þess. Þjónustuverkefni komi oft í bylgum hingað til lands og segist hann ekki sjá ástæðu til að það verði ekki að veruleika aftur þegar aðstæður verða betri.150 milljóna dollara verkefni heillar ekki Baltasar er þekktur fyrir að hafa mörg verkefni á teikniborðinu hverju sinni. Til að mynda er hann með þáttaröðina Kötlu á teikniborðinu ásamt franska fyrirtækinu Studiocanal sem mun dreifa þáttaröðinni á heimsvísu, en fyrirtækið státar af þriðja stærsta kvikmyndasafni heims.Þá er hann einnig með í bígerð leikna þáttaröð byggða á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem RVK Studios framleiðir í samstarfi við Buccaneer Media. Lionsgate er með kvikmynd byggða á Borderlands-tölvuleiknum í vinnslu en rætt hefur verið við Baltasar um að taka þá mynd að sér en um er að ræða 150 milljóna dollara verkefni. Hann segist hins vegar ekki hafa mikinn áhuga á því. Netflix hafi einnig áhuga á að vinna með honum að frekari verkefnum. Þá er hann einnig með á dagskrá sex til átta sjónvarpsþætti, auk kvikmyndar, sem byggðir verða á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki.Baltasar er með ansi mörg verkefni á teikniborðinu en segist passa að velja þau sem hann hefur ástríðu fyrir, annars óttast hann að brenna út.Sóllilja BaltasarsdóttirHann segir að líklegast verði hans næsta verkefni eftir Ófærð 2 kvikmynd og þá sé þar um að ræða mynd sem sænska kvikmyndafyrirtækið SF Studios er með í vinnslu, byggða á skáldsögu norska rithöfundarins Jo Nesbø sem nefnist I Am Victor.Vill ekki brenna út í ástríðulausu verkefni Spurður hvers vegna hann vilji ekki taka að sér risa verkefni á borð við mynd byggða á Borderlands segist hann ekki vilja brenna út. „Umfang slíkrar myndar er ekki svo mikið mál en ég vil bara ekki fara inn í þá tegund af kvikmyndum. Það þyrfti að vera eitthvað sem myndi virkilega vekja áhuga minn. Það er alltaf þetta með kolaofninn innra með manni og að vilja ekki brenna út. Þetta er erfið vinna sem tekur á. Henni fylgir mikið álag og pressa sem ég kvarta svo sem ekki yfir. En ef þú hefur ekki ástríðu fyrir því sem þú ert að gera þá gætir þú brunnið út.“Vonast eftir heilbrigðri ríkisstjórn Það er því ansi margt á döfinni hjá Baltasar næstu misserin og árin og stór plön á teikniborðinu fyrir fyrirtæki hans RVK Studios. Nú þegar hann hefur boðað að söguþráður Ófærðar muni fylgja pólitík dagsins í dag og kosningar eru í nánd liggur beinast við að spyrja hann að lokum hvort hann hafi ákveðið hvað hann ætli að kjósa. „Ég er með mínar hugmyndir um það,“ svarar Baltasar án þess að gefa upp hvað það verður en segist vissulega gefa sér tíma til að heyra í fólki og mynda sér skoðun á pólitíkinni. „Maður vonar auðvitað að hér verði mynduð heilbrigð ríkisstjórn og að stöðugleikinn sem hefur ríkt hér undanfarið haldi áfram. Það er flókið og erfitt að reka fyrirtæki á Íslandi og maður vonar að hér verði hægt að skapa atvinnu og farsælar aðstæður til að vinna á Íslandi. Ég er fylgjandi því að innviðir verði styrktir. Ég myndi segja að ég væri með heilbrigða frjálshyggju en samt miðjumaður. Ég vil að einstaklingar fái að njóta sín en þeim sem minna mega sín sé hjálpað. Það þarf að vera jafnvægi á þessu. Ég held að það sé ekkert vinstri eða hægri í pólitík, það er bara aftur á bak eða áfram.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30 Baltasar langt kominn með Kötlu-þættina og lítur á óróann í eldstöðinni sem "teaser“ Baltasar Kormákur og Páll Einarsson ræddu um væntanlega Kötlu þætti þess fyrrnefnda og mögulegt hlutverk Páls í þáttunum. 23. febrúar 2017 21:15 Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Baltasar Kormákur hefur haft í nógu að snúast á þessu ári. Hann hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni Adrift og standa nú tökur á Ófærð 2 yfir. Baltasar var tekinn tali á skrifstofu RVK Studios þar sem hann ræðir tökur á Adrift, sem eru þær flóknustu sem hann hefur lagt í, Ófærð 2 og hans meiningar um umræðuna sem átti sér stað um fyrri seríuna hér á landi, Gufunesþorpið og komandi verkefni ásamt því að koma inn á Weinstein-málið. „Þetta var eitt það flóknasta sem ég hef gert,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur um væntanlega mynd sína Adrift. Þriggja mánaða tökuferli hennar á Fídjieyjum og Nýja-Sjálandi lauk nýverið þar sem meðal annars var tekið upp á sjó í fjórar vikur. „Þeir segja þarna úti að þetta sé fyrsta myndin sem er tekin upp á sjó sem stenst áætlun. Við ætluðum að gera þetta á 50 dögum en skiluðum henni á 49 dögum,“ segir Baltasar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahítí til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í fjórða stigs fellibyl nær vindhraði 68 til 80 metrum á sekúndu. Baltasar segir tökurnar úti á sjó hafa verið mjög flóknar. Hver tökudagur stóð yfir í um 12 til 14 klukkutíma á sextíu feta skútu sem hreyfðist með ölduganginum. Auk þess var notast við aðra báta til að taka víðari skot af skútunni en einnig var tekið upp á skútunni sjálfri þar sem erfitt var að stjórna fjarlægðum og þurftu kvikmyndatökumennirnir að hafa sig alla við til að halda sér þurrum. Hér fyrir neðan má sjá myndir af aðalleikonu myndarinnar, Shailene Woodley, þar sem búið er að mála áverka á hana fyrir tökur Adrift. Hægt er að fletta í myndasafninu. such a warm welcome from our hair and makeup team today. #adrift, let's do this. A post shared by shailene woodley (@shailenewoodley) on Jul 4, 2017 at 12:28am PDT Veðrið breyttist hratt „Tökurnar gerast varla erfiðari en þetta. Þú getur búið þig undir það að einhverju leyti en við byrjuðum kannski daginn í góðu veðri sem breyttist svo þegar á leið. Það hefur áhrif þegar kemur að því að halda „continuity“,“ segir Baltasar og á þar við að þegar verið er að taka upp atriði utandyra eru kvikmyndagerðarmenn upp á náð og miskunn veðurguðanna komnir. Ef sól er í upphafi atriðisins þýðir lítið að halda tökum áfram ef dregur fyrir hana. Tami Oldham Ashcraft þurfti að berjast við fimmtán metra háar öldur, sem þýðir að þegar skútan hafði náð á topp ölduskafls var fallhæðin á við fimm hæða hús. Eins og gefur að skilja yrði seint hægt að leggja slíka þrekraun á leikara og tökulið og fór því hluti af tökunum fram inni í kvikmyndaveri á Nýja-Sjálandi. „Sumt var ekki mögulegt að gera, því þá ertu bara að setja fólk í lífshættu,“ segir Baltasar. sometimes, when it's 40 degrees out and you are being dumped repeatedly with icey water...a bucket, a propane tank, and a shower head become your best friends. welcome to New Zealand. #thisaintfijianymore #adrift A post shared by shailene woodley (@shailenewoodley) on Sep 6, 2017 at 5:21pm PDT Kvikmyndatökustjóri myndarinnar var Robert Richardson sem er einn af virtari tökustjórum Hollywood. Hann hefur unnið til þrennra Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatöku á ferli sínum, fyrir myndirnar Hugo, The Aviator og JFK, en í heildina hefur hann verið tilnefndur ellefu sinnum til Óskarsverðlauna. Richardson hefur unnið mest með leikstjórunum Oliver Stone, Martin Scorsese og Quentin Tarantino og hefur því verið tilnefndur fyrir myndir á borð við Platoon, Born on the Fourth of July, Inglourious Basterds, Django Unchained og The Hateful Eight. „Hann er einn af þremur, fjórum stærstu kvikmyndatökumönnum í heimi,“ segir Baltasar og viðurkennir að það sé fremur flókið að landa þannig manni í verkefni. „En hann hafði áhuga á að vinna með mér og langar að halda því áfram. Hann var að leita eitthvað fyrir sér og skoða verkefni og hann kom eiginlega til mín hálfpartinn,“ segir Baltasar.Í meðfylgjandi myndbandi er farið yfir kvikmyndatökustíl Robert RichardsonSá sem klippir Adrift er John Gilbert sem vann til Óskarsverðlauna fyrir klippingu á Mel Gibson-myndinni Hacksaw Ridge á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð en hann hefur jafnframt verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir klippingu á fyrstu myndinni í Hringadróttinsþríleik Peters Jackson; Föruneyti hringsins. Nokkrir Íslendingar unnu að gerð myndarinnar. Þar á meðal Daði Einarsson, sem sá um tæknibrellur, og Heimir Sverrisson, sem sá um leikmynd. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og Hulda Helgadóttir voru honum svo til aðstoðar. Baltasar segist hafa verið mikið að heiman vegna þessa verkefnis, fimm mánuði í allt, og að það hafi verið strembið. Sérstaklega að vera svo lengi frá fjölskyldunni. Næstyngsti sonur hans, Pálmi Kormákur, vann þó á tökustað og heimsótti fjölskyldan hann og var með honum í þrjár vikur. „Maður reynir að brúa þetta þannig en þetta er mikil fjarvera. Þetta var ekki auðvelt, sérstaklega síðasti parturinn. En ég kvarta ekkert, þó þetta hafi verið strembið.“ Myndin verður frumsýnd í fyrsta lagi næsta vor en í síðasta lagi næsta haust. Baltasar skilar af sér grófri útgáfu af myndinni um jólin, þá er ansi margt eftir. Aðrir leggja sitt mat á myndina og í framhaldinu er hún litgreind og hljóðunnin, ásamt því að tölvubrellum er bætt inn í.Baltasar Kormákur og leikstjórinn Ugla Hauksdóttir á tökustað Ófærðar 2.Lilja Jónsdóttir„Virkar ekki þannig í þessum stóra heimi“ Spurður hvort hann hafi fulla stjórn á verkefninu, alræðisvald ef svo má segja þar sem hann einn ræður lokaútgáfu myndarinnar, segir Baltasar að í reynd sé það aldrei þannig að menn ráði öllu. „Það bara virkar ekki þannig í þessum heimi,“ segir Baltasar. Þegar kemur að þessari mynd hafi hann þó mikla stjórn, bæði sem leikstjóri og aðalframleiðandi. „En það sem menn verða að skilja er að það skiptir engu máli hvort þú sért með lokaútgáfu myndar eða ekki. Eins og almenningur skilur þetta þá er það frekar einföld útgáfa af því hvernig þetta virkar; leikstjórinn ráði öllu og menn hafi listrænt frelsi af þeim sökum. En í raun og veru er þetta þannig að ef stúdíóið er ekki hrifið af myndinni og þú hefur ekki unnið með þeim, ert ekki að leysa þetta á skynsaman hátt, þá mun stúdíóið ekki setja mikinn pening í að dreifa myndinni. Það getur meira að segja orðið til þess að stúdíóið dreifi henni ekki,“ segir Baltasar. „Ef þeir trúa ekki á myndina, þá eru þeir ekki að fara að eyða miklu, því það kostar jafnvel meira að auglýsa myndina en að búa hana til. Þannig að það er hættan.“Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir af leikurum og tökuteymi Adrift. #fbf to that time we took a sea plane to work and i got to co-pilot (aka: convince him to do tricks sea planes probably shouldn't do). fiji, i miss you. #adrift A post shared by shailene woodley (@shailenewoodley) on Sep 14, 2017 at 2:50pm PDTHann segir vissulega dæmi um það að leikstjórar hafi fengið sitt fram og myndir þeirra slái í gegn. Hins vegar séu dæmi um að myndir þeirra slái ekki í gegn af sömu ástæðu og ekki sé talað jafn mikið um það. „Þetta þarf ekki að vera málamiðlun. Þú þarft að vera góður í að kynna það sem þú vilt, fá fólk í lið mér þér og vinna með þeim sem hafa áhuga á að gera sömu mynd og þú ert að gera.“ Vissulega eiga sér stað slys þar sem mönnum lendir mjög harkalega saman, og segir Baltasar það oftast nær eiga við stærri myndir þar sem miklir fjármunir eru undir. „Það er það sem maður verður að skilja þegar maður fer í þennan leik. Þegar maður biður fólk um milljarða til að búa til bíómynd, þá kemur það ekkert án kvaða. Það er alveg sama hver það er. Þegar þú ert kominn í hundrað milljarða dollara mynd, ekki einu sinni Martin Scorsese fær þá að gera það sem hann vill. Það er bara þannig.“Einsleitni stóru kvikmyndaveranna ekki vandamál Nú á dögum virðast fáar stórmyndir framleiddar nema um sé að ræða ofurhetjumynd eða endurgerð af gömlum myndum sem gætu dregið áhorfendur í bíó nostalgíunnar vegna. Spurður hvort það sé erfitt að fá fjármögnun fyrir myndir sem eru fyrir utan þetta mengi svarar Baltasar að verkefnaskráin hjá stærri kvikmyndaverunum sé vissulega einsleit. „Þetta er þeirra mjólkurkýr, ofurhetjumyndir og stórmyndir á borð við Fast&Furious. Það er hins vegar eitthvað af öðrum fjárfestingarleiðum,“ segir Baltasar og nefnir þar STX Entertainment, sem mun sjá um dreifingu á Adrift á heimsvísu. „Það eru fyrirtæki sem fjármagna „aðrar myndir“. En þeir eru ekki í þessum stóru tölum, en svo dreifa kannski stóru stúdíóin myndunum. Ég hef verið að leita meira inn í það. Það er verið að bjóða mér stórar myndir hjá stúdíóunum en ég er ekki að elta það því ég veit hvert það leiðir. Maður verður líka að stýra sínum örlögum, en mjög mikið af þessum verðlaunamyndunum sem á endanum vinna til Óskarsverðlauna er frá þessum litlu fyrirtækjum. Lítið af þessu vönduðu myndum kemur frá stóru stúdíóunum.“Hér má sjá Ilm Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson á tökustað Ófærðar 2 á Siglufirði. Ilmur og Ólafur Darri snúa aftur sem lögreglumennirnir Hinrika Kristjánsdóttir og Andri Ólafsson.Lilja JónsdóttirÓfærð 2 í takt við málefni og pólitík dagsins í dag Á meðan Baltasar vann að Adrift var hann einnig að vinna að öðru risa verkefni, annarri þáttaröð af Ófærð, eða Trapped eins og hún er kölluð ytra. Tökur á þáttaröðinni hófust á Siglufirði um síðustu helgi þar sem margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur. Þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Eitthvað mun gerast í Reykjavík og verður til að mynda mjög stór sena tekin upp fyrir framan Alþingishúsið. „Þetta verður meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag,“ segir Baltasar. Hann segir að það hafi verið ansi magnað að upplifa það að tugmilljónir manna horfðu á íslenskt efni um íslenskan veruleika sem hann hafði búið til ásamt samstarfsfólki sínu. „Ég held að það séu ekki margir sem gera sér grein fyrir velgengninni sem þessir þættir nutu ytra,“ segir Baltasar og bendir á að Ófærð var í þrettánda sæti yfir bestu þáttaraðir ársins 2016 að mati breska dagblaðsins The Guardian. Þættirnir sem voru fyrir ofan voru ekki af verri endanum; Planet Earth II, Stranger Things, The Night of, Black Mirror, The Night Manager og Westworld. Í sætunum fyrir neðan Ófærð voru þættir á borð við The Crown, American Crime Story: The People Vs OJ Simpson og Game of Thrones. Þáttaröðin var sýnd á BBC4 í Bretlandi þar sem 1,2 milljónir áhorfenda sáu fyrstu þættina, 5,7 milljónir sáu fyrstu þættina á France2 í Frakklandi og horfðu að meðaltali 500 þúsund áhorfendur á hvern þátt í Noregi. Þáttaröðin vann svo til Prix Europa verðlauna í flokki bestu evrópsku dramaþáttaseríunnar árið 2016. Þættirnir slógu í gegn á Íslandi og er Ófærð vinsælasta leikna þáttaröðin sem sýnd hefur verið í íslensku sjónvarpi frá því mælingar hófust. „Mig langaði að gera eitthvað til að komast á svipaðan stað og Danirnir voru á þegar kemur að sjónvarpsþáttagerð, bæði hvað varðar dreifingu og gæði. Samkvæmt allri erlendri gagnrýni tókst það. Enginn af dönsku þáttunum varð svona vinsæll í Frakklandi. Brúin náði hálfri milljón áhorfenda þar en við vorum með sex milljónir,“ segir Baltasar. Til marks um vinsældir Ófærðar ytra er hægt að nefna að þegar The Guardian fjallaði um sigur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á því tyrkneska í undankeppni HM var skrifað: „Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum.“Fannst velgengnin ytra ekki endurspeglast í umræðunni heima „Menn geta svo deilt um það hvað þeim finnst, en mér fannst það ekki alltaf speglast í umræðunni hérna. Þar sem menn voru kannski að tala úr hinni áttinni,“ segir Baltasar. Aðspurður segir Baltasar að það sé vissulega þannig að Íslendingar geti haft aðra upplifun af leiknu íslensku efni en útlendingar, þar sem þeir hafi aðra tilfinningu fyrir tungumálinu. „Bretar og Bandaríkjamenn til dæmis eru svo ofboðslega vanir að heyra tungumálið sitt í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Þetta hefur lagast mikið á Íslandi því bæði erum við að verða betri í að skrifa samtöl og svo er fólk líka farið að venjast þeim.“ Hann segir að samtöl í kvikmyndum geti þó aldrei orðið fullkomlega eðlilegt talmál. „Þú þarft að koma svo miklu að í samtölum í bíómyndum. Ef þetta viðtal væri í bíómynd gæti það í mesta lagi tekið eina mínútu. Og við þyrftum að komast í gegnum það hvað fór fram hér á einni blaðsíðu. Kúnstin er að gera þetta þannig að fólk finni ekki fyrir því. Þetta er kallað „exposition“, þar sem áhorfendum eru gefnar upplýsingar í ætt við „hver er ég – hver ert þú?“ og „af hverju sitjum við hér?“. Þetta tengist ekki viðtalinu af því við vitum það nú þegar, en áhorfandinn veit það ekki. Þetta eru svona hlutir sem almennir áhorfendur átta sig ekki alltaf á. Og þegar þeir heyra þetta á sínu tungumáli þá geta þeir orðið viðkvæmir fyrir því. En auðvitað er þetta bæði það að áhorfendur eru að venjast þessu og þeir sem búa þetta til eru að verða betri. Og oft er leikurunum kennt um þetta, en þetta liggur oft í handritinu.“Ýktur veruleik af íslensku samfélagi Í Ófærð er skapaður ýktur (e. heightened) veruleiki af íslensku samfélagi og segir Baltasar það nauðsynlegt til að halda áhorfendum við efnið í gegnum tíu þátta seríu. „Slysamorð í einhverjum kjallara út af einhverjum dópistum sem yrðu handteknir á vettvangi með blóð fórnarlambsins á sér myndi væntanlega ekki halda áhorfendum við efnið í tíu þætti,“ segir Baltasar. Sumt hafi vissulega verið ótrúverðugt í augum Íslendinga í fyrstu seríunni, en í augum erlendra áhorfenda sé það ekki svo. „Ég var reyndar ósammála því þegar fólk var að segja að það gæti ekki verið ófært svona lengi. Það er bara kjaftæði, þetta er svona á Ísafirði og það var ófært á Seyðisfirði í viku. Og hvers vegna hefði lögreglan að sunnan átt að vera mætt á staðinn strax? Hverju áttu þeir að bjarga? Dauðum manni? Þetta var bara lík og var ekki ástæða til að setja menn í lífshættu til að ná í lík yfir snjóaða heiði,“ segir Baltasar brosandi og kemst á nokkuð skemmtilegt flug þegar þetta er rætt.Frá Siglufirði þar sem stór hluti Ófærðar er tekinn upp.Auðunn NíelssonMan ekki eftir lögfræðingi þau skipti sem hann hefur verið yfirheyrður Hann nefnir að það sé ekki hans upplifun að mönnum sé ávallt boðinn lögfræðingur þegar lögreglan yfirheyrir þá, líkt og sumir gagnrýndu í Ófærð þegar persónur þar voru yfirheyrðar af lögreglu án lögfræðinga. „Ég hef verið yfirheyrður frá því ég var tvítugur, sérstaklega á milli 18 og 25 ára, og ég man aldrei eftir því að mér hafi verið boðinn lögfræðingur,“ segir Baltasar.DV ræddi við lögreglufulltrúa hjá Lögregluskólanum og bað hann um að gefa sitt álit á starfsháttum lögreglunnar í Ófærð þegar þættirnir voru í sýningu. Þar sagði lögreglufulltrúinn margt koma löggæslumönnum spánskt fyrir sjónir. „Því miður eru vinnubrögð lögreglu ekki alltaf eins og þau ættu að vera í raunveruleikanum. Þannig að það væri skrýtið ef allt væri eftir bókinni í þorpi úti á landi við þessar aðstæður,“ segir Baltasar þegar hann minnist á orð lögreglufulltrúans. Ljóst sé því að höfundar Ófærðar taki sér nokkurt skáldaleyfi en Baltasar segir að þeir reyni að hafa þetta eins nákvæmt og hægt er, án þess þó að gera framvinduna of þunga. Hann segir það frábæra við þessa grein sjónvarpsþátta, Nordic Noir, að hægt sé að fjalla um samfélagsmál en um leið búa til spennandi framvindu þar sem hægt er að ná 96 prósenta áhorfi, eins og í tilfelli Ófærðar hér á landi. „Ef þú værir að fjalla um blákaldan raunveruleika fengir þú aldrei þessa orku sem myndaðist hjá okkur. Mér fannst það ótrúlega áhugavert hvernig íslenskar fjölskyldur söfnuðust saman fyrir framan sjónvarpið til að horfa á Ófærð.“ Twitter áhugaverður hliðarveruleiki Samfélagsmiðlar spiluðu einnig stórt hlutverk þegar kom að Ófærð, þá sérstaklega Twitter, þar sem fólk kepptist við að segja sína skoðun á þáttunum eða gera létt grín. Máttu margir ekki til þess hugsa að missa af þættinum í línulegri dagskrá því þá yrðu þeir ekki þátttakendur í umræðunni á samfélagsmiðlum. „Það var einnig mjög áhugavert því þar varstu kominn með hliðarraunveruleika sem átti sér stað. Ég er ekki mikill samfélagsmiðlamaður en ég sá eitthvað af þessu. Þegar þættirnir byrjuðu var í tísku að vera kaldhæðinn en svo sá maður að það fór fljótt og fólk var alveg gersamlega dottið inn í þetta. Twitter er því eitt form af samneyslu. Af hverju fer fólk í bíó? Af hverju fer fólk í leikhús? Því þú vilt upplifa eitthvað með einhverjum öðrum. Þetta var leið til að upplifa eitthvað með þjóðinni heima hjá sér. Þú ert í beinu samtali við þjóðina og ferð í gegnum þetta tilfinningalega með henni, á meðan þú horfir á þáttinn.“Mér fannst það ótrúlega áhugavert hvernig íslenskar fjölskyldur söfnuðust saman fyrir framan sjónvarpið til að horfa á Ófærð, segir Baltasar.Sóllilja BaltasarsdóttirHann segir að annarri seríunni verði skilað á sama tíma til sjónvarpsstöðva í Evrópu og til standi að serían verði sýnd um svipað leyti um alla álfuna. Þættirnir verða líka á Netflix í Evrópu, nú þegar er sería eitt víða þar, og á Amazon í Bandaríkjunum. Fjármögnunin líti vel út og miklir fjármunir muni skila sér inn í kvikmyndabransann. Fyrsta þáttaröðin hafi kostað um 1,1 milljarð í framleiðslu en önnur þáttaröðin muni kosta um 1,3 milljarða.Weinstein-málið skelfilegt Í september árið 2015 bárust fregnir af því að The Weinstein Company hefði tryggt sér sýningarréttinn á Ófærð í Bandaríkjunum. Varð Ófærð því fyrsta leikna íslenska þáttaröðin sem var sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum en The Weinstein Company áframseldi réttinn til sjónvarpsstöðva þar í landi og streymisveitunnar Amazon. Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarnar tvær vikur var Harvey Weinstein, annar af stofnendum fyrirtækisins, rekinn vegna ásakana fjölda kvenna um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Baltasar segir The Weinstein Company hafa forkaupsréttinn að annarri þáttaröð af Ófærð og RVK Studios skoði sína stöðu, hvernig fyrirtækið geti snúið sér í þessu skelfilega og erfiða máli. Það sé flókið lagalega fyrir RVK Studios að ætla að rifta samningi við The Weinstein Company. Á sínum tíma hafi það verið stórkostlegar fréttir að fyrirtæki Harveys Weinstein væri að kaupa Ófærð en nú hafi það snúist upp í andhverfu sína. Á sínum tíma bauð Harvey Baltasar að gera kvikmynd með Robert de Niro um Píus páfa sem ekki varð af. „Þetta er auðvitað skelfilegt mál og erfitt,“ segir Baltasar.Ófærð tekin upp í stúdíói í Gufunesi Hluti Ófærðar 2 verður tekinn upp í myndveri í Gufunesi en í fyrra var tilkynnt að RVK Studios hefði fest kaup á fjórum byggingum sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni. „Við erum á fullu að undirbúa stúdíó svo við getum tekið stúdíótökur á Ófærð 2 þar,“ segir Baltasar. Hann segir að með tímanum muni rísa þorp í Gufunesi fyrir menningartengda starfsemi. Nú þegar hafi fyrirtækin Exton, sem sérhæfir sig í hönnun hljóð-, ljós- og myndlausna, og Irma, sem sérhæfir sig í hönnun og smíði leikmynda, hug á að flytja sig þangað. Félag kvikmyndagerðarmanna, FK, hefur einnig boðið kvikmyndagerðarmönnum að leigja pláss í Gufunesi. Gerð var eiturefnarannsókn í Gufunesi og reyndist allt í fína lagi þar að sögn Baltasars. „Svo þarf að þrífa þarna og gera alls konar kröfur. Umgengnin er ekki til fyrirmyndar eins og staðan er í dag. Það mætti alveg líta á það, að það sé gengið betur um þarna,“ segir hann.Markmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp á GufunesiVísir/GVAGámafélagið hefur enn einhverja starfsemi þarna en mun hverfa á braut og fara á nýjan stað. Þegar það gerist verða hraðar breytingar í Gufunesi og mun þorpið taka á sig frekari mynd. „Upp á framtíðina að gera er þetta stórkostlegt svæði. Við erum að breyta áburðarskemmunni í stúdíó í þrepum sem verður á endanum á kalíberi við það sem best gerist. Þetta gerist hægt og rólega en það er virkilega gaman að búa til nýtt svæði og vera þátttakandi í því.“Vill framleiða meira efni heima Hann vill með tímanum framleiða meira efni hér heima með aðkomu erlendra aðila. Þar talar hann um kvikmyndaverkefni sem eru fullunnin á Íslandi, en ekki verkefni þar sem heimamenn þjónusta erlend tökulið stórmynda. „Ég er ekki að þjónusta það sem er að gerast úti heldur hef ég meira um það að segja hvað er gert og hvernig og láta það gerast hér.“ Undanfarin ár hefur reglulega verið sagt frá tökum á erlendum stórmyndum hér á landi en heldur hefur dregið úr því. Baltasar segir styrkingu krónunnar helstu ástæðu þess. Þjónustuverkefni komi oft í bylgum hingað til lands og segist hann ekki sjá ástæðu til að það verði ekki að veruleika aftur þegar aðstæður verða betri.150 milljóna dollara verkefni heillar ekki Baltasar er þekktur fyrir að hafa mörg verkefni á teikniborðinu hverju sinni. Til að mynda er hann með þáttaröðina Kötlu á teikniborðinu ásamt franska fyrirtækinu Studiocanal sem mun dreifa þáttaröðinni á heimsvísu, en fyrirtækið státar af þriðja stærsta kvikmyndasafni heims.Þá er hann einnig með í bígerð leikna þáttaröð byggða á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem RVK Studios framleiðir í samstarfi við Buccaneer Media. Lionsgate er með kvikmynd byggða á Borderlands-tölvuleiknum í vinnslu en rætt hefur verið við Baltasar um að taka þá mynd að sér en um er að ræða 150 milljóna dollara verkefni. Hann segist hins vegar ekki hafa mikinn áhuga á því. Netflix hafi einnig áhuga á að vinna með honum að frekari verkefnum. Þá er hann einnig með á dagskrá sex til átta sjónvarpsþætti, auk kvikmyndar, sem byggðir verða á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki.Baltasar er með ansi mörg verkefni á teikniborðinu en segist passa að velja þau sem hann hefur ástríðu fyrir, annars óttast hann að brenna út.Sóllilja BaltasarsdóttirHann segir að líklegast verði hans næsta verkefni eftir Ófærð 2 kvikmynd og þá sé þar um að ræða mynd sem sænska kvikmyndafyrirtækið SF Studios er með í vinnslu, byggða á skáldsögu norska rithöfundarins Jo Nesbø sem nefnist I Am Victor.Vill ekki brenna út í ástríðulausu verkefni Spurður hvers vegna hann vilji ekki taka að sér risa verkefni á borð við mynd byggða á Borderlands segist hann ekki vilja brenna út. „Umfang slíkrar myndar er ekki svo mikið mál en ég vil bara ekki fara inn í þá tegund af kvikmyndum. Það þyrfti að vera eitthvað sem myndi virkilega vekja áhuga minn. Það er alltaf þetta með kolaofninn innra með manni og að vilja ekki brenna út. Þetta er erfið vinna sem tekur á. Henni fylgir mikið álag og pressa sem ég kvarta svo sem ekki yfir. En ef þú hefur ekki ástríðu fyrir því sem þú ert að gera þá gætir þú brunnið út.“Vonast eftir heilbrigðri ríkisstjórn Það er því ansi margt á döfinni hjá Baltasar næstu misserin og árin og stór plön á teikniborðinu fyrir fyrirtæki hans RVK Studios. Nú þegar hann hefur boðað að söguþráður Ófærðar muni fylgja pólitík dagsins í dag og kosningar eru í nánd liggur beinast við að spyrja hann að lokum hvort hann hafi ákveðið hvað hann ætli að kjósa. „Ég er með mínar hugmyndir um það,“ svarar Baltasar án þess að gefa upp hvað það verður en segist vissulega gefa sér tíma til að heyra í fólki og mynda sér skoðun á pólitíkinni. „Maður vonar auðvitað að hér verði mynduð heilbrigð ríkisstjórn og að stöðugleikinn sem hefur ríkt hér undanfarið haldi áfram. Það er flókið og erfitt að reka fyrirtæki á Íslandi og maður vonar að hér verði hægt að skapa atvinnu og farsælar aðstæður til að vinna á Íslandi. Ég er fylgjandi því að innviðir verði styrktir. Ég myndi segja að ég væri með heilbrigða frjálshyggju en samt miðjumaður. Ég vil að einstaklingar fái að njóta sín en þeim sem minna mega sín sé hjálpað. Það þarf að vera jafnvægi á þessu. Ég held að það sé ekkert vinstri eða hægri í pólitík, það er bara aftur á bak eða áfram.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30 Baltasar langt kominn með Kötlu-þættina og lítur á óróann í eldstöðinni sem "teaser“ Baltasar Kormákur og Páll Einarsson ræddu um væntanlega Kötlu þætti þess fyrrnefnda og mögulegt hlutverk Páls í þáttunum. 23. febrúar 2017 21:15 Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30
Baltasar langt kominn með Kötlu-þættina og lítur á óróann í eldstöðinni sem "teaser“ Baltasar Kormákur og Páll Einarsson ræddu um væntanlega Kötlu þætti þess fyrrnefnda og mögulegt hlutverk Páls í þáttunum. 23. febrúar 2017 21:15
Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45