Sjálfstætt fólk með Baltasar í fararbroddi á skjáinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 19:23 RÚV og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafa gert með sér samkomulag um þróun og undirbúning 6-8 sjónvarpsþátta og kvikmyndar. Gerðir verða sex til átta sjónvarpsþættir auk kvikmyndar sem byggðir verða á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki. Ríkisútvarpið og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafa undirritað samning þess efnis. Baltasar Kormákur mun leikstýra verkinu og skrifa handritið, í samstarfi við aðra handritshöfunda. Gert er ráð fyrir að tökur hefjist síðla árs 2018. Þær fara fram á Íslandi og stefnt verður að því að flestir í tökuliði og leikarahópi verði íslenskir, að því er segir í tilkynningu frá Rúv. Þá er sömuleiðis gert ráð fyrir að bæði þáttaröðin og kvikmyndin verði tekin upp á íslensku. „Það hefur lengi blundað í mér að gera kvikmynd eftir þessari frægustu bók okkar Íslendinga. Þessi saga harðræðis, þvermóðsku og brostinna drauma talar til allra, ekki bara okkar hér á landi. Þetta er krefjandi verkefni sem allir munu hafa skoðun á og það gerir það enn meira spennandi. Það er mjög ánægjulegt að RÚV auki enn aðkomu sína að leiknu sjónvarpsefni og stuðli þannig að því að íslensk þáttagerð færist á enn hærra plan,“ segir Baltasar Kormákur í tilkynningunni. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segist einnig afar ánægður með þetta nýja metnaðarfulla verkefni, sérstaklega í ljósi farsæls samstarfs ríkisútvarpsins og Rvk studios. „Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness kom út 1934-35 og er líklega sú saga sem víðast hefur borið hróður Halldórs Laxness. Hún fór sigurför um heiminn um miðbik 20. aldar, var meðal annars bók mánaðarins í stærsta bókaklúbbi Bandaríkjanna árið 1946 og seldist í hálfri milljón eintaka á aðeins tveimur vikum. Þessi mikla velgengni Sjálfstæðs fólks um víða veröld átti eflaust stóran þátt í að Halldór var sæmdur Nóbelsverðlaununum í bókmenntum 1955 en við það tilefni var hann sagður hafa skipað sér á stall með höfuðskáldum heimsbókmenntanna á borð við Miguel de Cervantes, Émile Zola, Leo Tolstoy og Knut Hamsun. Þegar Sjálfstætt fólk var loksins endurútgefin vestra hálfri öld síðar, árið 1997, sagði gagnrýnandi Washington Post í lok lofsamlegs dóms að Sjálfstætt fólk hefði allt sem ein skáldsaga getur haft upp á að bjóða. New York Times taldi hana í hópi hundrað bestu bóka sögunnar,“ segir RÚV í tilkynningu sinni. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Gerðir verða sex til átta sjónvarpsþættir auk kvikmyndar sem byggðir verða á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki. Ríkisútvarpið og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafa undirritað samning þess efnis. Baltasar Kormákur mun leikstýra verkinu og skrifa handritið, í samstarfi við aðra handritshöfunda. Gert er ráð fyrir að tökur hefjist síðla árs 2018. Þær fara fram á Íslandi og stefnt verður að því að flestir í tökuliði og leikarahópi verði íslenskir, að því er segir í tilkynningu frá Rúv. Þá er sömuleiðis gert ráð fyrir að bæði þáttaröðin og kvikmyndin verði tekin upp á íslensku. „Það hefur lengi blundað í mér að gera kvikmynd eftir þessari frægustu bók okkar Íslendinga. Þessi saga harðræðis, þvermóðsku og brostinna drauma talar til allra, ekki bara okkar hér á landi. Þetta er krefjandi verkefni sem allir munu hafa skoðun á og það gerir það enn meira spennandi. Það er mjög ánægjulegt að RÚV auki enn aðkomu sína að leiknu sjónvarpsefni og stuðli þannig að því að íslensk þáttagerð færist á enn hærra plan,“ segir Baltasar Kormákur í tilkynningunni. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segist einnig afar ánægður með þetta nýja metnaðarfulla verkefni, sérstaklega í ljósi farsæls samstarfs ríkisútvarpsins og Rvk studios. „Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness kom út 1934-35 og er líklega sú saga sem víðast hefur borið hróður Halldórs Laxness. Hún fór sigurför um heiminn um miðbik 20. aldar, var meðal annars bók mánaðarins í stærsta bókaklúbbi Bandaríkjanna árið 1946 og seldist í hálfri milljón eintaka á aðeins tveimur vikum. Þessi mikla velgengni Sjálfstæðs fólks um víða veröld átti eflaust stóran þátt í að Halldór var sæmdur Nóbelsverðlaununum í bókmenntum 1955 en við það tilefni var hann sagður hafa skipað sér á stall með höfuðskáldum heimsbókmenntanna á borð við Miguel de Cervantes, Émile Zola, Leo Tolstoy og Knut Hamsun. Þegar Sjálfstætt fólk var loksins endurútgefin vestra hálfri öld síðar, árið 1997, sagði gagnrýnandi Washington Post í lok lofsamlegs dóms að Sjálfstætt fólk hefði allt sem ein skáldsaga getur haft upp á að bjóða. New York Times taldi hana í hópi hundrað bestu bóka sögunnar,“ segir RÚV í tilkynningu sinni.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira