Mannréttindi á leigumarkaði Nichole Leigh Mosty skrifar 24. október 2017 08:52 Björt framtíð hefur sýnt ítrekað að mannréttindi eru eitt okkar stærstu stefnumála og útrýming fátæktar í heiminum er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma. Hérlendis lenda sífellt fleiri í fátæktargildru vegna þess að þeir festast á leigumarkaði. Markaði sem er sérstaklega erfiður fyrir ungt fólk. Réttur fólks til fullnægjandi húsnæðis er tilgreindur í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þar segir „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Íslendingar undirrituðu sáttmálann árið 1968 og staðfestu ellefu árum síðar. Þegar ég var 18 ára flutti ég að heiman, til annars fylkis í Bandaríkjunum til að fara í nám. Mér datt aldrei í hug að kaupa húsnæði þegar ég var á tvítugsaldri. Það hefði þýtt frelsisskerðing. Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá hjá jafnöldrum mínum fyrr en við værum farin að eiga börn og búin að finna okkur framtíðarstarf. Ég hafði hins vegar aðgang að góðum leigumarkaði. Fyrst til að byrja með í stúdentaíbúð sem var svo sem engin draumaíbúð en hún var hagkvæm og örugg. Og möguleikarnir á ýmsum útfærslum af námsmannaíbúðum voru svo sannarlega fyrir hendi. Ég gat ákveðið að búa ein eða með öðrum og alltaf á góðum kjörum þar sem ég var námsmaður. Ég notaði aldrei meira en 20% af laununum mínum í húsnæðiskostnað og hafði tækifæri til að leggja til hliðar fé til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Og það fylgdu því m.a.s. réttindi að greiða tryggingu og undirrita leigusamning. Þetta hljómar eins og útópía á Íslandi. Ég sótti nýverið húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs. Þar kom fram að 64% þess fólks sem er á leigumarkaði er á aldrinum 18-34 ára. 33% þeirra eru námsmenn og 47% öryrkjar. Fólk leigir myglaðar kjallaraholur á 200.000 á mánuði. Leigusali hefur svo allt um bæði leiguverð og lengd leigusamnings að segja. Og það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þá slagsíðu. Leigjendur eru upp til hópa fólk með litla möguleika til að afla sér tekna. Húsnæðisbætur ná eingöngu til 42% leigjenda. Ástæðan virðist að einhverju leyti tengd skorti á upplýsingum, tengslum við leigusala eða því að fólk býr í óuppgefnu leiguhúsnæði. Okkur í Bjartri framtíð langar að móta stefnu og aðgerðir til að koma á heilbrigðum leigumarkaði. Tryggja þarf réttindi leigjenda og skýra leikreglur og eftirlit á leigumarkaði. Stefnan þarf að skapa jafnræði og vernd á markaði með tilliti til hópa eins og námsmanna, öryrkja og aldraðra. Hagnaðarsjónarmið stórra leigufélaga ættu að vera þar til umfjöllunar, takmörkun og reglur vegna útleigu í gegnum Airb&b og hvating í gegnum skattkerfið til að leigja út herbergi eða hluta af eigin íbúðarhúsnæði. Vegna skorts á leiguhúsnæði gengur leigumarkaður dagsins í dag út á uppboð og yfirboð sem leiðir þann hóp sem síst skyldi í gildru. Ef ég mætti ráða gengi heilbrigður leigumarkaður út á þessi markmið: Að tryggja öruggt leiguhúsnæði til langs tíma Að leigufélagið væri rekið í eðlilegu hagnaðarskyni, Að leigjendur greiddu ekki meira en 25% af samanlögðum tekjum heimilisins í húsnæðiskostnað, Að fólk þekkti réttindi sín og hefði aðgang að slíkum upplýsingum, Að leigumarkaðurinn leiddi fólk ekki til fátæktar heldur kæmi í veg fyrir slík mannréttindabrot. Við í Bjartri framtíð viljum framtíð með heilbrigðum leigumarkaði. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Nichole Leigh Mosty Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Björt framtíð hefur sýnt ítrekað að mannréttindi eru eitt okkar stærstu stefnumála og útrýming fátæktar í heiminum er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma. Hérlendis lenda sífellt fleiri í fátæktargildru vegna þess að þeir festast á leigumarkaði. Markaði sem er sérstaklega erfiður fyrir ungt fólk. Réttur fólks til fullnægjandi húsnæðis er tilgreindur í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þar segir „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Íslendingar undirrituðu sáttmálann árið 1968 og staðfestu ellefu árum síðar. Þegar ég var 18 ára flutti ég að heiman, til annars fylkis í Bandaríkjunum til að fara í nám. Mér datt aldrei í hug að kaupa húsnæði þegar ég var á tvítugsaldri. Það hefði þýtt frelsisskerðing. Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá hjá jafnöldrum mínum fyrr en við værum farin að eiga börn og búin að finna okkur framtíðarstarf. Ég hafði hins vegar aðgang að góðum leigumarkaði. Fyrst til að byrja með í stúdentaíbúð sem var svo sem engin draumaíbúð en hún var hagkvæm og örugg. Og möguleikarnir á ýmsum útfærslum af námsmannaíbúðum voru svo sannarlega fyrir hendi. Ég gat ákveðið að búa ein eða með öðrum og alltaf á góðum kjörum þar sem ég var námsmaður. Ég notaði aldrei meira en 20% af laununum mínum í húsnæðiskostnað og hafði tækifæri til að leggja til hliðar fé til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Og það fylgdu því m.a.s. réttindi að greiða tryggingu og undirrita leigusamning. Þetta hljómar eins og útópía á Íslandi. Ég sótti nýverið húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs. Þar kom fram að 64% þess fólks sem er á leigumarkaði er á aldrinum 18-34 ára. 33% þeirra eru námsmenn og 47% öryrkjar. Fólk leigir myglaðar kjallaraholur á 200.000 á mánuði. Leigusali hefur svo allt um bæði leiguverð og lengd leigusamnings að segja. Og það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þá slagsíðu. Leigjendur eru upp til hópa fólk með litla möguleika til að afla sér tekna. Húsnæðisbætur ná eingöngu til 42% leigjenda. Ástæðan virðist að einhverju leyti tengd skorti á upplýsingum, tengslum við leigusala eða því að fólk býr í óuppgefnu leiguhúsnæði. Okkur í Bjartri framtíð langar að móta stefnu og aðgerðir til að koma á heilbrigðum leigumarkaði. Tryggja þarf réttindi leigjenda og skýra leikreglur og eftirlit á leigumarkaði. Stefnan þarf að skapa jafnræði og vernd á markaði með tilliti til hópa eins og námsmanna, öryrkja og aldraðra. Hagnaðarsjónarmið stórra leigufélaga ættu að vera þar til umfjöllunar, takmörkun og reglur vegna útleigu í gegnum Airb&b og hvating í gegnum skattkerfið til að leigja út herbergi eða hluta af eigin íbúðarhúsnæði. Vegna skorts á leiguhúsnæði gengur leigumarkaður dagsins í dag út á uppboð og yfirboð sem leiðir þann hóp sem síst skyldi í gildru. Ef ég mætti ráða gengi heilbrigður leigumarkaður út á þessi markmið: Að tryggja öruggt leiguhúsnæði til langs tíma Að leigufélagið væri rekið í eðlilegu hagnaðarskyni, Að leigjendur greiddu ekki meira en 25% af samanlögðum tekjum heimilisins í húsnæðiskostnað, Að fólk þekkti réttindi sín og hefði aðgang að slíkum upplýsingum, Að leigumarkaðurinn leiddi fólk ekki til fátæktar heldur kæmi í veg fyrir slík mannréttindabrot. Við í Bjartri framtíð viljum framtíð með heilbrigðum leigumarkaði. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun