Mamma Lindu kom vestur til að horfa Benedikt Bóas skrifar 24. október 2017 10:30 Stórfjölskyldan samankomin. Ari leiðir Katrínu Evu, Linda heldur um Árnýju Fjólu og Hjördísi Önnu en Sigrún Aðalheiður heldur á Dagbjörtu. Mynd/Úr einkasafni „Richard ætlar að koma. Mamma hans er svolítið lasin núna þannig að það frestast pínu en hann ætlar svo sannarlega að koma,“ segir Linda Rut Sigríðardóttir, sem hefur slegið í gegn í þáttunum Leitin að upprunanum. Saga Lindu var sögð á sunnudag og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Varla var þurr þráður á þeim sem horfðu, táraflóðið hreinlega flæddi að skjánum þegar Linda og Richard Guildford, blóðfaðir hennar, voru sameinuð. „Mamma kom vestur til að horfa á þáttinn með okkur. Við sátum saman og þetta var eins og um jólin. Það grétu allir og ég get ekki byrjað að lýsa hamingjunni. Það er ekki hægt.“ Þátturinn var tekinn upp í júní og hefur Linda þurft að halda þessu stóra leyndarmáli fyrir sig og sína nánustu. „Ég mátti ekki segja neitt við neinn. Níu ára dóttir mín hélt þessu fyrir sig,“ segir hún en Linda og Ari, eiginmaður hennar, eiga alls fimm börn. Hún sagði þeim börnum frá sem höfðu vit til.Þau feðginin tala nú saman oft í viku í gegnum Facebook. „Hann er svo þakklátur fyrir að ég kom inn í líf hans. Hann ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að vera sem bestur faðir fyrir mig. Honum finnst leiðinlegt að hafa misst af öllu. Hann er búinn að burðast með alla ævi að hafa verið sakaður um kynferðisbrot á Íslandi og svo mæti ég á svæðið og segi honum alla söguna. Benti honum á að allir hugsi svo hlýtt til hans á Íslandi. Hann getur ekki beðið eftir að koma í Súðavík og knúsa alla og knúsa mömmu.“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er umsjónarmaður þáttanna og tilkynnti hún Lindu undir lokin að þau hefðu fundið föður hennar. Þá brustu allar varnir og tilfinningaflóðið tók yfir og þjóðin grét með í einu eftirminnilegasta sjónvarpsatriði Íslandssögunnar. „Ég reyndi í öllu þessu ferli að vera klettur, fyrir sjálfan mig. Þó svo að allt blési á móti hélt maður í jákvæðnina. Svo þegar Sigrún sagði mér: Á ég að segja þér svolítið – missti ég allar varnir.Feðginin faðmast. Þau eru nú mestu mátar í gegnum samfélagsmiðla.Ég er svo þakklát að eiga þessa sögu og í svona svakalega fagmannlegu formi. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér betra fólk til að skrásetja sögu mína. Sigrún er frábær og þessi dagar í Weymouth líða mér seint úr minni.“ Viðbrögðin á Ísafirði og frá þjóðinni sem horfði á hafa ekki látið á sér standa. „Ég fór með börnin í leikskólann og þar stukku allir á mig og knúsuðu. Sögðust hafa grátið yfir þættinum og óskuðu mér til hamingju. Ég var í ræktinni og þar kom stelpa til mín og varð að stoppa mig og spjalla smá. Ég er bara ógeðslega ánægð að geta talað um þetta. Síminn minn hefur ekki stoppað frá því þátturinn var sýndur,“ segir hún kát. Linda segist kunna betur við sig utan sviðsljóssins en þakkar fyrir að hafa tekið þátt í þættinum. „Ég er hlédræg og ekki mikið að ota mér fram. Ég er alveg eins og Richard í þeim málum. Þeim sem þekkja mig hefur ábyggilega fundist erfitt að sjá mig gráta í sjónvarpinu. Lífið hefur ekkert verið auðvelt, og erfitt oft á tíðum, en áfram heldur maður að brosa og horfa fram á við. Það er það eina sem er hægt. Ég fór út með það að markmiði að það væri allt í lagi þótt við fyndum hann ekki. Og þegar ég var að fara í lokaviðtalið var ég nánast búin að sætta mig við að þetta hefði ekki gengið. En svo sagði Sigrún: Á ég að segja þér?…“ segir hún en bætir við: „Ég er líka svo ánægð að karakterinn minn skein í gegnum þættina. Það var hægt að brosa að mér,“ segir hún með bros á vör. Leitin að upprunanum Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
„Richard ætlar að koma. Mamma hans er svolítið lasin núna þannig að það frestast pínu en hann ætlar svo sannarlega að koma,“ segir Linda Rut Sigríðardóttir, sem hefur slegið í gegn í þáttunum Leitin að upprunanum. Saga Lindu var sögð á sunnudag og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Varla var þurr þráður á þeim sem horfðu, táraflóðið hreinlega flæddi að skjánum þegar Linda og Richard Guildford, blóðfaðir hennar, voru sameinuð. „Mamma kom vestur til að horfa á þáttinn með okkur. Við sátum saman og þetta var eins og um jólin. Það grétu allir og ég get ekki byrjað að lýsa hamingjunni. Það er ekki hægt.“ Þátturinn var tekinn upp í júní og hefur Linda þurft að halda þessu stóra leyndarmáli fyrir sig og sína nánustu. „Ég mátti ekki segja neitt við neinn. Níu ára dóttir mín hélt þessu fyrir sig,“ segir hún en Linda og Ari, eiginmaður hennar, eiga alls fimm börn. Hún sagði þeim börnum frá sem höfðu vit til.Þau feðginin tala nú saman oft í viku í gegnum Facebook. „Hann er svo þakklátur fyrir að ég kom inn í líf hans. Hann ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að vera sem bestur faðir fyrir mig. Honum finnst leiðinlegt að hafa misst af öllu. Hann er búinn að burðast með alla ævi að hafa verið sakaður um kynferðisbrot á Íslandi og svo mæti ég á svæðið og segi honum alla söguna. Benti honum á að allir hugsi svo hlýtt til hans á Íslandi. Hann getur ekki beðið eftir að koma í Súðavík og knúsa alla og knúsa mömmu.“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er umsjónarmaður þáttanna og tilkynnti hún Lindu undir lokin að þau hefðu fundið föður hennar. Þá brustu allar varnir og tilfinningaflóðið tók yfir og þjóðin grét með í einu eftirminnilegasta sjónvarpsatriði Íslandssögunnar. „Ég reyndi í öllu þessu ferli að vera klettur, fyrir sjálfan mig. Þó svo að allt blési á móti hélt maður í jákvæðnina. Svo þegar Sigrún sagði mér: Á ég að segja þér svolítið – missti ég allar varnir.Feðginin faðmast. Þau eru nú mestu mátar í gegnum samfélagsmiðla.Ég er svo þakklát að eiga þessa sögu og í svona svakalega fagmannlegu formi. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér betra fólk til að skrásetja sögu mína. Sigrún er frábær og þessi dagar í Weymouth líða mér seint úr minni.“ Viðbrögðin á Ísafirði og frá þjóðinni sem horfði á hafa ekki látið á sér standa. „Ég fór með börnin í leikskólann og þar stukku allir á mig og knúsuðu. Sögðust hafa grátið yfir þættinum og óskuðu mér til hamingju. Ég var í ræktinni og þar kom stelpa til mín og varð að stoppa mig og spjalla smá. Ég er bara ógeðslega ánægð að geta talað um þetta. Síminn minn hefur ekki stoppað frá því þátturinn var sýndur,“ segir hún kát. Linda segist kunna betur við sig utan sviðsljóssins en þakkar fyrir að hafa tekið þátt í þættinum. „Ég er hlédræg og ekki mikið að ota mér fram. Ég er alveg eins og Richard í þeim málum. Þeim sem þekkja mig hefur ábyggilega fundist erfitt að sjá mig gráta í sjónvarpinu. Lífið hefur ekkert verið auðvelt, og erfitt oft á tíðum, en áfram heldur maður að brosa og horfa fram á við. Það er það eina sem er hægt. Ég fór út með það að markmiði að það væri allt í lagi þótt við fyndum hann ekki. Og þegar ég var að fara í lokaviðtalið var ég nánast búin að sætta mig við að þetta hefði ekki gengið. En svo sagði Sigrún: Á ég að segja þér?…“ segir hún en bætir við: „Ég er líka svo ánægð að karakterinn minn skein í gegnum þættina. Það var hægt að brosa að mér,“ segir hún með bros á vör.
Leitin að upprunanum Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira