Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun.
Hinn 31 árs Kurz og Þjóðarflokkur hans unnu sigur í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Kurz segir að flokkarnir deili sýn þegar kemur að lækkun skatta og málefnum innflytjenda.
Frelsisflokkurinn hefur áður starfað með Þjóðarflokknum í ríkisstjórn, en flokkarnir mynduðu saman stjórn á árunum 1999 til 2007.
Kurz hefur varað við að hver sú ríkisstjórn sem mynduð verði undir hans stjórn verði jákvæð í garð Evrópusambandsins og Evrópusamvinnunnar. Frelsisflokkurinn hefur lengi gagnrýnt ESB og er á móti straumi innflytjenda til landsins.
Þjóðarflokkurinn og Jafnaðarmenn höfðu starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2007, en samstarfinu var slitið í vor og var í kjölfarið ákveðið að boða til kosninga.

