Var með liðsfundinn á FaceTime í miðri fæðingu konunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 15:30 Kirk Cousins. Vísir/Getty Mikilvægi leikstjórnenda í ameríska fótboltanum er gríðarlegt því þar fara menn sem verða að vera með öll leikkerfi á hreinu og kunnáttuna til að lesa varnir andstæðingar betur en nokkur annar í þeirra liði. Svo mikið þarf að fara yfir á milli leikja að leikstjórnendur NFL-liðanna mega engan tíma missa ætli þeir að mæta tilbúnir í næsta leik. Kirk Cousins er leikstjórnandi Washington Redskins og hann missir aldrei að liðsfundum þegar verið er að leggja upp næsta leik. Cousins varð hinsvegar pabbi í síðustu viku og það voru góð ráð dýr því ekki vildi hann missa af fæðingunni og hann mátti heldur ekki missa neitt úr undirbúningnum fyrir næsta leik.Kirk Cousins on fatherhood, having his own office space and... FaceTiming with coaches while his wife was in labor https://t.co/8e4fVlEheRpic.twitter.com/2UCdvr4pNh — Sports Illustrated (@SInow) October 23, 2017 Cousins fann hina einu sönnu millileið í sátt við bæði liðið sitt og eiginkonuna. „Ég hef aldrei áður misst af æfingu síðan að ég kom til liðsins,“ sagði Kirk Cousins í viðtali við Sports Illustrated. Þar fór hann yfir lausnina sem honum datt í hug. Cousins fékk varaleikstjórnandann sinn til að vera með hann á FaceTime á meðan konan var að eiga. Kirk Cousins mætti því með spjaldtölvuna sína inn á fæðingarstofuna.Kirk Cousins FaceTimed into a team meeting while his wife was giving birth: https://t.co/qjwoqBF4hhpic.twitter.com/YthOdcvLVI — Deadspin (@Deadspin) October 24, 2017 „Hríðirnar hjá Julie voru á fjögurra til fimm mínútna fresti og voru í um það bil 30 sekúndur. Fyrir utan þann tíma þá gat ég fylgst með fundinum og einbeitt mér að fótboltanum. Julie sýndi þessu mikinn skilning,“ sagði Kirk Cousins í fyrrnefndu viðtali og bætti við. „Hún gat heyrt í þjálfurunum mínum og liðsfélögunum í fæðingunni en sagði að það væri allt í góðu. Þegar hún þurfti að grípa í höndina á mér til að komast í gegnum hríðarverkina þá var ég klár. Ég var síðan að skoða ipadinn minn á milli hríða. Ljósmóðurinn fannst þetta vera skrýtið og vildi fá meiri einbeitingu frá mér en Julie skildi þetta,“ sagði Cousins. NFL Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Mikilvægi leikstjórnenda í ameríska fótboltanum er gríðarlegt því þar fara menn sem verða að vera með öll leikkerfi á hreinu og kunnáttuna til að lesa varnir andstæðingar betur en nokkur annar í þeirra liði. Svo mikið þarf að fara yfir á milli leikja að leikstjórnendur NFL-liðanna mega engan tíma missa ætli þeir að mæta tilbúnir í næsta leik. Kirk Cousins er leikstjórnandi Washington Redskins og hann missir aldrei að liðsfundum þegar verið er að leggja upp næsta leik. Cousins varð hinsvegar pabbi í síðustu viku og það voru góð ráð dýr því ekki vildi hann missa af fæðingunni og hann mátti heldur ekki missa neitt úr undirbúningnum fyrir næsta leik.Kirk Cousins on fatherhood, having his own office space and... FaceTiming with coaches while his wife was in labor https://t.co/8e4fVlEheRpic.twitter.com/2UCdvr4pNh — Sports Illustrated (@SInow) October 23, 2017 Cousins fann hina einu sönnu millileið í sátt við bæði liðið sitt og eiginkonuna. „Ég hef aldrei áður misst af æfingu síðan að ég kom til liðsins,“ sagði Kirk Cousins í viðtali við Sports Illustrated. Þar fór hann yfir lausnina sem honum datt í hug. Cousins fékk varaleikstjórnandann sinn til að vera með hann á FaceTime á meðan konan var að eiga. Kirk Cousins mætti því með spjaldtölvuna sína inn á fæðingarstofuna.Kirk Cousins FaceTimed into a team meeting while his wife was giving birth: https://t.co/qjwoqBF4hhpic.twitter.com/YthOdcvLVI — Deadspin (@Deadspin) October 24, 2017 „Hríðirnar hjá Julie voru á fjögurra til fimm mínútna fresti og voru í um það bil 30 sekúndur. Fyrir utan þann tíma þá gat ég fylgst með fundinum og einbeitt mér að fótboltanum. Julie sýndi þessu mikinn skilning,“ sagði Kirk Cousins í fyrrnefndu viðtali og bætti við. „Hún gat heyrt í þjálfurunum mínum og liðsfélögunum í fæðingunni en sagði að það væri allt í góðu. Þegar hún þurfti að grípa í höndina á mér til að komast í gegnum hríðarverkina þá var ég klár. Ég var síðan að skoða ipadinn minn á milli hríða. Ljósmóðurinn fannst þetta vera skrýtið og vildi fá meiri einbeitingu frá mér en Julie skildi þetta,“ sagði Cousins.
NFL Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira