Úrsúla var tekin frá móður sinni átta ára gömul: „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2017 12:30 Saga þeirra mæðgna er mjög merkileg. „Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. Móðir hennar Linda Rut Hreggviðsdóttir varð ólétt af Úrsúlu 17 ára en þegar dóttir hennar var átta ára var hún tekin frá henni af barnaverndaryfirvöldum. Áður höfðu þau haft afskipti og Linda aðvöruð. „Ég man eftir þessu eins og ef þetta hefði gerst í gær og það var rosalega erfitt. Samt líður mér einhvern veginn eins og þetta hafi kannski ekkert verið það hræðilegt, en þegar ég horfi á þætti um heimilisofbeldi þá tengi ég alltaf mikið. Þetta hrjáir mig samt ekki neitt í dag og ég held að ég sé bara rosalega heppin.“ Mikið gekk á á heimili Úrsúlu, hlutir sem ekkert barn á að þurfa upplifa.Úrsúla hefur gengið í gegnum margt.„Mamma bjó með manni sem var veikur og átti erfitt. Hann kom illa fram við hana með ofbeldi. Þau voru saman í neyslu og þá fer auðvitað allt í klessu.“ Úrsúla lýsir því hvernig henni leið þegar móðir hennar var beitt ofbeldi. „Maður frýs bara og veit ekkert hvað maður á að gera. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til að stoppa þetta, en mér datt aldrei í hug að hringja á lögguna.“ Nágrannar Lindu höfðu nokkrum sinnum samband við lögregluna. „Ég vísaði þeim alltaf í burtu og sagði þeim að það væri allt í lagi,“ segir Linda Rut, móðir Úrsúlu. Þarna bjuggu mæðgurnar á Norðurlandinu og þurftu eitt sinn að fara í lögreglufylgt suður í kvennaathvarfið.Hér má sjá Lindu Rut með Úrsúlu þegar hún var ungabarn.„Við gátum ekki farið heim strax þar sem maðurinn sem ég var með neitaði að skrá sig úr sambúð og fara út úr íbúðinni svo það þurfti að skipta um sílendir á meðan hann var á sjó.“ Mæðurnar flutti á endanum suður og Úrsúla fór í Austurbæjarskóla en ástandið skánaði þó ekki. Linda hélt neyslunni áfram og á endanum gripu yfirvöld inn í og nú af hörku. „Ég man í raun lítið eftir þessum tíma og ég hugsa stundum núna hvernig fólki datt í hug að senda börnin til okkar aftur,“ segir Linda Rut sem fékk Úrsúlu til sín einu sinni í mánuði þegar hún var fyrst tekin af henni. „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Fósturbörn Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. Móðir hennar Linda Rut Hreggviðsdóttir varð ólétt af Úrsúlu 17 ára en þegar dóttir hennar var átta ára var hún tekin frá henni af barnaverndaryfirvöldum. Áður höfðu þau haft afskipti og Linda aðvöruð. „Ég man eftir þessu eins og ef þetta hefði gerst í gær og það var rosalega erfitt. Samt líður mér einhvern veginn eins og þetta hafi kannski ekkert verið það hræðilegt, en þegar ég horfi á þætti um heimilisofbeldi þá tengi ég alltaf mikið. Þetta hrjáir mig samt ekki neitt í dag og ég held að ég sé bara rosalega heppin.“ Mikið gekk á á heimili Úrsúlu, hlutir sem ekkert barn á að þurfa upplifa.Úrsúla hefur gengið í gegnum margt.„Mamma bjó með manni sem var veikur og átti erfitt. Hann kom illa fram við hana með ofbeldi. Þau voru saman í neyslu og þá fer auðvitað allt í klessu.“ Úrsúla lýsir því hvernig henni leið þegar móðir hennar var beitt ofbeldi. „Maður frýs bara og veit ekkert hvað maður á að gera. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til að stoppa þetta, en mér datt aldrei í hug að hringja á lögguna.“ Nágrannar Lindu höfðu nokkrum sinnum samband við lögregluna. „Ég vísaði þeim alltaf í burtu og sagði þeim að það væri allt í lagi,“ segir Linda Rut, móðir Úrsúlu. Þarna bjuggu mæðgurnar á Norðurlandinu og þurftu eitt sinn að fara í lögreglufylgt suður í kvennaathvarfið.Hér má sjá Lindu Rut með Úrsúlu þegar hún var ungabarn.„Við gátum ekki farið heim strax þar sem maðurinn sem ég var með neitaði að skrá sig úr sambúð og fara út úr íbúðinni svo það þurfti að skipta um sílendir á meðan hann var á sjó.“ Mæðurnar flutti á endanum suður og Úrsúla fór í Austurbæjarskóla en ástandið skánaði þó ekki. Linda hélt neyslunni áfram og á endanum gripu yfirvöld inn í og nú af hörku. „Ég man í raun lítið eftir þessum tíma og ég hugsa stundum núna hvernig fólki datt í hug að senda börnin til okkar aftur,“ segir Linda Rut sem fékk Úrsúlu til sín einu sinni í mánuði þegar hún var fyrst tekin af henni. „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Fósturbörn Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira