Myndin sem fær stuðningsfólk 76ers til að hlakka mikið til framtíðarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 22:00 Ben Simmons treður boltanum í körfuna. Vísir/Getty Mörg dæmi eru um það í NBA-deildinni að risastjörnur liðanna eiga oft erfitt með að gleðjast með hvorum öðrum en það lítur ekki út fyrir að það verði vandamál hjá Philadelphia 76ers í næstu framtíð. Philadelphia 76ers hefur verið í uppbyggingarfasa í mörg ár en fyrir vikið eru nú margir af mest spennandi leikmönnum NBA-deildarinnar komnir til liðsins. Tveir af þeim sem mestar væntingar eru bundnar við eru leikstjórnandinn Ben Simmons og miðherjinn Joel Embiid. Þeir misstu báðir af sínu fyrsta tímabili vegna meiðsla og það er verið að passa upp á það. Við fengum hinsvegar brot af því sem koma skal í fyrrinótt í fyrsta sigri Philadelphia 76ers á leiktíðinni. Liðið vann þá 97-86 sigur á Detroit Pistons. Hinn 23 ára og 213 sentímetra hái miðherji Joel Embiid var þá með 30 stig, 9 fráköst og 2 stolna bolta á 28 mínútum. Hinn 21 árs gamli og 208 sentímetra hái leikstjórnandi Ben Simmons var með þrennu en hann skoraði 21 stig, tók 12 fraköst og gaf 10 stoðsendingar. Ben Simmons tróð boltanum meðal annars einu sinn glæsilega í körfuna eftir að hafa fengið góða hindrun frá Joel Embiid rétt innan þriggja stiga línunnar. Það er myndin sem náðist af þeim félögum, þegar Ben Simmons var um það bil að fara að troða boltanum í körfuna, sem fær Philadelphia 76ers fólk til að brosa. Menn taka þar strax eftir Simmons sem er upp við myndavélina en svo fóru menn að skoða betur bakgrunninn þar sem Joel Embiid er og horfir á liðsfélaga sinn vera við það hamra boltanum í körfuna. Það er nefnilega svipurinn á Joel Embiid sem fær stuðningsfólk Philadelphia 76ers til að horfa enn bjartari augum til framtíðarinnar. Einstök gleði skín nefnilega frá Embiid. Hann gæti ekki verið ánægðari fyrir hönd Ben Simmons eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er öllum ljóst að ef þessir tveir munu ná vel saman þá geta frábærir hlutir gerst hjá liði Philadelphia 76ers í framtíðinni."That's my boy." pic.twitter.com/cm5KQEFGgU — Michael Lee (@MrMichaelLee) October 24, 2017 NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Mörg dæmi eru um það í NBA-deildinni að risastjörnur liðanna eiga oft erfitt með að gleðjast með hvorum öðrum en það lítur ekki út fyrir að það verði vandamál hjá Philadelphia 76ers í næstu framtíð. Philadelphia 76ers hefur verið í uppbyggingarfasa í mörg ár en fyrir vikið eru nú margir af mest spennandi leikmönnum NBA-deildarinnar komnir til liðsins. Tveir af þeim sem mestar væntingar eru bundnar við eru leikstjórnandinn Ben Simmons og miðherjinn Joel Embiid. Þeir misstu báðir af sínu fyrsta tímabili vegna meiðsla og það er verið að passa upp á það. Við fengum hinsvegar brot af því sem koma skal í fyrrinótt í fyrsta sigri Philadelphia 76ers á leiktíðinni. Liðið vann þá 97-86 sigur á Detroit Pistons. Hinn 23 ára og 213 sentímetra hái miðherji Joel Embiid var þá með 30 stig, 9 fráköst og 2 stolna bolta á 28 mínútum. Hinn 21 árs gamli og 208 sentímetra hái leikstjórnandi Ben Simmons var með þrennu en hann skoraði 21 stig, tók 12 fraköst og gaf 10 stoðsendingar. Ben Simmons tróð boltanum meðal annars einu sinn glæsilega í körfuna eftir að hafa fengið góða hindrun frá Joel Embiid rétt innan þriggja stiga línunnar. Það er myndin sem náðist af þeim félögum, þegar Ben Simmons var um það bil að fara að troða boltanum í körfuna, sem fær Philadelphia 76ers fólk til að brosa. Menn taka þar strax eftir Simmons sem er upp við myndavélina en svo fóru menn að skoða betur bakgrunninn þar sem Joel Embiid er og horfir á liðsfélaga sinn vera við það hamra boltanum í körfuna. Það er nefnilega svipurinn á Joel Embiid sem fær stuðningsfólk Philadelphia 76ers til að horfa enn bjartari augum til framtíðarinnar. Einstök gleði skín nefnilega frá Embiid. Hann gæti ekki verið ánægðari fyrir hönd Ben Simmons eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er öllum ljóst að ef þessir tveir munu ná vel saman þá geta frábærir hlutir gerst hjá liði Philadelphia 76ers í framtíðinni."That's my boy." pic.twitter.com/cm5KQEFGgU — Michael Lee (@MrMichaelLee) October 24, 2017
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira