Körfubolti

LeBron bætti leikjametið hjá Cleveland í nótt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron James var með þrefalda tvennu gegn Brooklyn en það dugði ekki til sigurs.
LeBron James var með þrefalda tvennu gegn Brooklyn en það dugði ekki til sigurs. vísir/getty
LeBron James er orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Cleveland Cavaliers.

James lék sinn 772. leik fyrir Cleveland þegar liðið tapaði 112-107 fyrir Brooklyn Nets í nótt.

James tók þar með fram úr fyrrverandi samherja sínum, Zydrunas Ilgauskas, sem átti leikjametið.

James lék 548 leiki fyrir Cleveland á árunum 2003-10 og hefur síðan bætt 224 leikjum við eftir að hann gekk aftur í raðir liðsins 2014.

James á flest met í sögu Cleveland. Hann hefur t.a.m. skorað flest stig fyrir félagið og gefið flestar stoðsendingar.

James var með þrefalda tvennu, 29 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar, í leiknum í nótt en það dugði ekki til. Cleveland hefur unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu.

Flestir leikir í sögu Cleveland:

1. LeBron James - 772 leikir

2. Zydrunas Ilgauskas - 771

3. Danny Ferry - 723

4. Bingo Smith - 720

5. Hot Rod Williams - 661

6. Austin Carr - 635

7. Anderson Varejao - 591

8. Mark Price - 582

9. Brad Daugherty - 548

10. Craig Ehlo - 513

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×