Útlit fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2017 16:00 Mitch McConnel og Stephen Bannon. Vísir/Getty Útlit er fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins á næstunni eða fram að þingkosningum næsta árs. Bandamenn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, hafa svo til gott sem lýst yfir stríði gegn Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, ritstjóra Breitbart og leiðtoga nokkurs konar uppreisnar inna flokksins. Bannon stefnir að því að koma sem flestum þingmönnum flokksins frá og koma eigin mönnum á þing. Þetta gerist ofan á deilur og áhyggjur innan flokksins vegna aukins andófs og aukinnar gremju þingmanna með framferði Donald Trump, forseta. Nokkrir öldungadeildarþingmenn hafa gagnrýnt forsetann opinberlega.Flóttinn byrjaður Tveir þeirra, Jeff Flake og Bob Corker, hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að bjóða sig fram. Flake er einn af þeim sem Bannon vill koma frá og hann sagðist ekki tilbúinn til að fara í þá kosningabaráttu. Hann gæti ekki komið stoltur frá því, jafnvel þó hann myndi vinna. Báðir hafa nú stigið fram og gagnrýnt Trump harðlega.Repúblikanar eru með 52-48 forystu á öldungadeildinni og 240 – 194 á fulltrúadeildinni.Samkvæmt frétt Washington Post hefur Bannon farið víða um á undanförnum vikum og sankað að sér mögulegum frambjóðendum og stuðningsmönnum til að fella sitjandi þingmenn úr sessi. Auðkýfingurinn Robert Mercer hefur varið milljónum dala til stuðnings Bannon og hans fólks.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsiðStór kosningasjóður sem styður Mitch McConnell hefur þegar byrjað að berjast gegn frambjóðendum Bannon. Meðal annars hefur sjóðurinn sent frá sér niðrandi yfirlýsingar um minnst tvo frambjóðendur Bannon. Þar að auki hafa þingmenn flokksins sem eru hliðhollir McConnell farið í fjölmiðla og gagnrýna Bannon og frambjóðendur hans. Fyrrverandi starfsmannastjóri McConnel segir Bannon hafa meiri áhuga á því að fá nafn sitt í fyrirsagnir fjölmiðla en að gera gagn fyrir forsetann. Hann segir aðferðir og hegðun Bannon koma verulega niður á samstarfi Trump og þingmanna flokksins. Báðar hliðar hafa hins vegar passað sig á því að árásir þeirra á hvorn annan komi ekki niður á Trump.Óttast öfug áhrif Enn sem komið er hafa árásir Bannon-liða ekki haft mikil áhrif á stöðuna innan flokksins og þá sérstaklega á öldungadeildinni. Politico segir þá þó finna fyrir þrýstingi innan flokksins.Stuðningsmenn McConnel óttast þó að árásir á Bannon gætu haft öfugar afleiðingar og í raun ýta undir vinsældir hans. Þá óttast þeir einnig að auknar deilur innan flokksins og andóf gegn hefðbundnum stjórnmálum gætu leitt hann lengra til hægri og frá almennum kjósendum. Til lengri tíma gæti flokkurinn misst forystu sína á deildum þingsins. Þó frekar á öldungadeildinni. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Ummæli starfsmannastjórans við hóp auðugra bakhjarla Repúblikanaflokksins eru talin til marks um áframhaldandi togstreitu á milli Hvíta hússins og leiðtoga flokksins í þinginu. 3. október 2017 23:34 Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15 Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar Þingmaður sem forsetinn hefur gagnrýnt á Twitter segir Trump koma fram við embættið eins og raunveruleikaþátt. 9. október 2017 12:00 Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Forsetinn fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. 7. september 2017 11:53 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Útlit er fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins á næstunni eða fram að þingkosningum næsta árs. Bandamenn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, hafa svo til gott sem lýst yfir stríði gegn Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, ritstjóra Breitbart og leiðtoga nokkurs konar uppreisnar inna flokksins. Bannon stefnir að því að koma sem flestum þingmönnum flokksins frá og koma eigin mönnum á þing. Þetta gerist ofan á deilur og áhyggjur innan flokksins vegna aukins andófs og aukinnar gremju þingmanna með framferði Donald Trump, forseta. Nokkrir öldungadeildarþingmenn hafa gagnrýnt forsetann opinberlega.Flóttinn byrjaður Tveir þeirra, Jeff Flake og Bob Corker, hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að bjóða sig fram. Flake er einn af þeim sem Bannon vill koma frá og hann sagðist ekki tilbúinn til að fara í þá kosningabaráttu. Hann gæti ekki komið stoltur frá því, jafnvel þó hann myndi vinna. Báðir hafa nú stigið fram og gagnrýnt Trump harðlega.Repúblikanar eru með 52-48 forystu á öldungadeildinni og 240 – 194 á fulltrúadeildinni.Samkvæmt frétt Washington Post hefur Bannon farið víða um á undanförnum vikum og sankað að sér mögulegum frambjóðendum og stuðningsmönnum til að fella sitjandi þingmenn úr sessi. Auðkýfingurinn Robert Mercer hefur varið milljónum dala til stuðnings Bannon og hans fólks.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsiðStór kosningasjóður sem styður Mitch McConnell hefur þegar byrjað að berjast gegn frambjóðendum Bannon. Meðal annars hefur sjóðurinn sent frá sér niðrandi yfirlýsingar um minnst tvo frambjóðendur Bannon. Þar að auki hafa þingmenn flokksins sem eru hliðhollir McConnell farið í fjölmiðla og gagnrýna Bannon og frambjóðendur hans. Fyrrverandi starfsmannastjóri McConnel segir Bannon hafa meiri áhuga á því að fá nafn sitt í fyrirsagnir fjölmiðla en að gera gagn fyrir forsetann. Hann segir aðferðir og hegðun Bannon koma verulega niður á samstarfi Trump og þingmanna flokksins. Báðar hliðar hafa hins vegar passað sig á því að árásir þeirra á hvorn annan komi ekki niður á Trump.Óttast öfug áhrif Enn sem komið er hafa árásir Bannon-liða ekki haft mikil áhrif á stöðuna innan flokksins og þá sérstaklega á öldungadeildinni. Politico segir þá þó finna fyrir þrýstingi innan flokksins.Stuðningsmenn McConnel óttast þó að árásir á Bannon gætu haft öfugar afleiðingar og í raun ýta undir vinsældir hans. Þá óttast þeir einnig að auknar deilur innan flokksins og andóf gegn hefðbundnum stjórnmálum gætu leitt hann lengra til hægri og frá almennum kjósendum. Til lengri tíma gæti flokkurinn misst forystu sína á deildum þingsins. Þó frekar á öldungadeildinni.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Ummæli starfsmannastjórans við hóp auðugra bakhjarla Repúblikanaflokksins eru talin til marks um áframhaldandi togstreitu á milli Hvíta hússins og leiðtoga flokksins í þinginu. 3. október 2017 23:34 Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15 Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar Þingmaður sem forsetinn hefur gagnrýnt á Twitter segir Trump koma fram við embættið eins og raunveruleikaþátt. 9. október 2017 12:00 Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Forsetinn fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. 7. september 2017 11:53 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Ummæli starfsmannastjórans við hóp auðugra bakhjarla Repúblikanaflokksins eru talin til marks um áframhaldandi togstreitu á milli Hvíta hússins og leiðtoga flokksins í þinginu. 3. október 2017 23:34
Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15
Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar Þingmaður sem forsetinn hefur gagnrýnt á Twitter segir Trump koma fram við embættið eins og raunveruleikaþátt. 9. október 2017 12:00
Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Forsetinn fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. 7. september 2017 11:53
Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21
Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent