Hvað kýst þú? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 27. október 2017 11:16 Á morgun verður gengið til kosninga. Þú hefur valdið, kjósandi góður. Þitt atkvæði gæti ráðið úrslitum kosninganna! Það er í þínu valdi hvort ég sem frambjóðandi komist inn á Alþingi Íslendinga eða ekki. Það getur munað einu atkvæði. Þú getur valið hvaða stefnu verður fylgt á næstu fjórum árum. Ég mun leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu.Traust í stjórnmálumSumir segja að kosningar skipti ekki máli og vilja ekki fara á kjörstað. Þeir aðilar láta öðrum það eftir að velja hverjir stjórna. Það er skiljanlegt að einhverjir beri ekki mikið traust til stjórnmálanna. Undanfarin tíu ár hefur rótleysi og vantraust einkennt stjórnmálin hér á landi. Við stjórnmálafólk höfum verk að vinna við að byggja að nýju upp traust á stjórnmálin. Það gerum við með því að segja það sem við gerum og gera það sem við segjum.Eflum beint lýðræðiEfla þarf beint lýðræði meðal annars með breytingu á stjórnarskrá. Reynslan hefur kennt okkur að þegar við stöndum frammi fyrir okkar stærstu ákvörðunum skilar almenningur bestu niðurstöðunni. Eitt af þeim málum sem við stöndum frammi fyrir núna er að móta framtíðarsýn varðandi stór mál eins og þjóðarsjúkrahús og innanlandsflugvöll. Það eru mál sem gott væri að leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkar atkvæðagreiðslur gætu farið fram samhliða kosningum til sveitarstjórna og Alþingis.Við getum gert beturVið erum fámenn þjóð, einungis um 340.000. Vegna þess höfum við möguleika á því að vera eins og sportbíll frekar en þungur trukkur. Við getum verið sveigjanlegri en stærri þjóðir og innleitt breytingar hraðar. Þess vegna tel ég að við getum gert betur á mörgum sviðum samfélagsins. Besta leiðin til þess að árangur náist er að sátt ríki. Besta leiðin til að ná sátt og viðhalda liðsheild er að allir taki þátt og lýðræðisleg niðurstaða náist í erfiðum málum. Ég vona að þú nýtir lýðræðislegan rétt þinn á morgun og kjósir. Þannig tekur þú þátt í að móta framtíð okkar allra.Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á morgun verður gengið til kosninga. Þú hefur valdið, kjósandi góður. Þitt atkvæði gæti ráðið úrslitum kosninganna! Það er í þínu valdi hvort ég sem frambjóðandi komist inn á Alþingi Íslendinga eða ekki. Það getur munað einu atkvæði. Þú getur valið hvaða stefnu verður fylgt á næstu fjórum árum. Ég mun leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu.Traust í stjórnmálumSumir segja að kosningar skipti ekki máli og vilja ekki fara á kjörstað. Þeir aðilar láta öðrum það eftir að velja hverjir stjórna. Það er skiljanlegt að einhverjir beri ekki mikið traust til stjórnmálanna. Undanfarin tíu ár hefur rótleysi og vantraust einkennt stjórnmálin hér á landi. Við stjórnmálafólk höfum verk að vinna við að byggja að nýju upp traust á stjórnmálin. Það gerum við með því að segja það sem við gerum og gera það sem við segjum.Eflum beint lýðræðiEfla þarf beint lýðræði meðal annars með breytingu á stjórnarskrá. Reynslan hefur kennt okkur að þegar við stöndum frammi fyrir okkar stærstu ákvörðunum skilar almenningur bestu niðurstöðunni. Eitt af þeim málum sem við stöndum frammi fyrir núna er að móta framtíðarsýn varðandi stór mál eins og þjóðarsjúkrahús og innanlandsflugvöll. Það eru mál sem gott væri að leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkar atkvæðagreiðslur gætu farið fram samhliða kosningum til sveitarstjórna og Alþingis.Við getum gert beturVið erum fámenn þjóð, einungis um 340.000. Vegna þess höfum við möguleika á því að vera eins og sportbíll frekar en þungur trukkur. Við getum verið sveigjanlegri en stærri þjóðir og innleitt breytingar hraðar. Þess vegna tel ég að við getum gert betur á mörgum sviðum samfélagsins. Besta leiðin til þess að árangur náist er að sátt ríki. Besta leiðin til að ná sátt og viðhalda liðsheild er að allir taki þátt og lýðræðisleg niðurstaða náist í erfiðum málum. Ég vona að þú nýtir lýðræðislegan rétt þinn á morgun og kjósir. Þannig tekur þú þátt í að móta framtíð okkar allra.Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun