Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 02:20 Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. Vísir/Ernir „Þetta verður klárlega spennandi nótt,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um talningu atkvæða. Staðan sé þannig að það stefni í gríðarlega flóknar og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður og því muni hver þingmaður reynast dýrmætur þegar uppi er staðið. Eins og staðan er núna er til dæmis komin upp sú staða að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað 32 manna ríkisstjórn með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins.Margir möguleikar í stöðunni „Það eru mjög margir möguleikar í stöðunni. Þetta er mjög flókið og verður gríðarlega erfitt að mynda ríkisstjórn.“Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði,.Hann segir að í þessari flóknu stöðu sé mikilvægt að kanna ýmsar leiðir. Til dæmis að mynda minnihlutastjórn með stuðningi ákveðinna flokka. Þá kemur stór samsteypustjórn einnig til greina. „Samsteypustjórn sem er stærri heldur en þarf til að ná þingmeirihluta og fara þannig hina svokölluðu finnsku leið. Þannig að einn flokkur geti hlaupist undan merkjum en ríkisstjórnin standi samt eftir. Ég er ekki viss um að íslensk stjórnmál séu tilbúin að vinna með aðferðum sem þarf að nota til að minnihlutastjórnir gangi til lengri tíma litið. Það væri þá frekar að menn gætu farið í einhverja stærri samsteypustjórn.“ Hann segir að að slík stjórn gæti talið um sex flokka sem væri hægt að mynda út frá mið-hægri og mið-vinstri. Staða Sjálfstæðisflokksins sterk Sjálfstæðisflokkurinn er í afar sterkri stöðu að sögn Baldurs í ljósi þess að hann er stærsti flokkurinn á þingi en það þurfi ekki endilega að þýða að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái stjórnarmyndunarumboðið. Ef að myndast meirihluta stuðningur á meðal flokkanna um að tiltekinn formaður fái stjórnarmyndunarumboðið þá fái hann það. „Það eru í rauninni flokkarnir sem geta komið sér saman um að einhver eigi að fá fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn. Ef það tekst ekki ákveður forsetinn það og veitir þeim formanni sem skipar stærsta flokkinn umboðið eða þeim formanni sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn.“ Kosningar 2017 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Þetta verður klárlega spennandi nótt,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um talningu atkvæða. Staðan sé þannig að það stefni í gríðarlega flóknar og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður og því muni hver þingmaður reynast dýrmætur þegar uppi er staðið. Eins og staðan er núna er til dæmis komin upp sú staða að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað 32 manna ríkisstjórn með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins.Margir möguleikar í stöðunni „Það eru mjög margir möguleikar í stöðunni. Þetta er mjög flókið og verður gríðarlega erfitt að mynda ríkisstjórn.“Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði,.Hann segir að í þessari flóknu stöðu sé mikilvægt að kanna ýmsar leiðir. Til dæmis að mynda minnihlutastjórn með stuðningi ákveðinna flokka. Þá kemur stór samsteypustjórn einnig til greina. „Samsteypustjórn sem er stærri heldur en þarf til að ná þingmeirihluta og fara þannig hina svokölluðu finnsku leið. Þannig að einn flokkur geti hlaupist undan merkjum en ríkisstjórnin standi samt eftir. Ég er ekki viss um að íslensk stjórnmál séu tilbúin að vinna með aðferðum sem þarf að nota til að minnihlutastjórnir gangi til lengri tíma litið. Það væri þá frekar að menn gætu farið í einhverja stærri samsteypustjórn.“ Hann segir að að slík stjórn gæti talið um sex flokka sem væri hægt að mynda út frá mið-hægri og mið-vinstri. Staða Sjálfstæðisflokksins sterk Sjálfstæðisflokkurinn er í afar sterkri stöðu að sögn Baldurs í ljósi þess að hann er stærsti flokkurinn á þingi en það þurfi ekki endilega að þýða að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái stjórnarmyndunarumboðið. Ef að myndast meirihluta stuðningur á meðal flokkanna um að tiltekinn formaður fái stjórnarmyndunarumboðið þá fái hann það. „Það eru í rauninni flokkarnir sem geta komið sér saman um að einhver eigi að fá fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn. Ef það tekst ekki ákveður forsetinn það og veitir þeim formanni sem skipar stærsta flokkinn umboðið eða þeim formanni sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn.“
Kosningar 2017 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira